Skátablaðið - 01.04.2002, Síða 19
Viðtal
UPP ysingar um hvað ég ætti að e . D°S ^ fékk e8 nánari
T 6nn þau sem ég neftdi í viðtalmu3 ' MarJf®iðin
,b°mT °g Un^m í Betleh m Þa T StarfVerður ™ð
iuterskri kirkju sem rekur milt f g 30 VÍnna með
intematJOna)CenterofBet)ehemðstoð t btenum er nefnist
bfé8 búið á Oh'utjamT^Í^ðA k°m þam 5' mars
taiatm. Eg hef ekki komist tíl Betl h gUSt3 VlCtoria SP>'-
,heftlr '°kað ðænum, verið að eyð ÍT 7™ ^ að herinn
huSUm hJá fólki. Astandið barlfi byggÍngar 0« Ie»a í
h*fó mér ekki þa„gað Þ ^ Venð ** óttyggt að ég
i’essístaðhefégveriðaðfi, • ,
fó i’otpa vestan Ramalla. Ég fyfJ 7™™ °g hjÚkrunar«ði
iytilpar þeim ef fó|k úr alþjöð^ L ™ **“ þeSS að ^
Þau reyna að komast í gegnum va TTglnU Cr með þeim er
% kom í þorp þann ]2 mars 'se ° i'TÍSrae,ska hersins.
ko-™st til í þrjár yikur ð ma s seu> læknarnir höfðu ekki
f-ðingar fynr fó]klð vegna þ fT hfðÍ þ*ð ****»
,eTrngrað Við Wfóíkumlfeli fift er að mik,u
Af þe<m fáu dögum sem éa h r ^ hersins'
að PaJestínumenn eiga óskaplT^T^ " reynsIa mfó sú
niðurlægðir á hverjum degi Vnr T .erfitt’ eru kugaðir og
a"ra Paleslínuntanna sem ég hefrlf'vj ^ tai
„Þegar ég var á öðru ári í guðfræðinni bauð Sigfús mér í
félagsútilegu. Ég hafði mikinn áhuga á að kynnast þessu
skátalífi og fór með í útileguna. Hún var svo æðislega
skemmtileg að ég ílengdist og hef verið skáti síðan.“
glögga mynd af því hvað Palestínumenn vilja og
búa sér til sínar eigin hugmyndir um það. Þá geta
þeir lent í því að vera að vinna á móti hinum aðil-
anum þó þau ætli sér að vera að vinna að sama
markmiði. Það þarf því að samhæfa þá starfs-
krafta og alla þá vinnu sem fer í þetta, til að
árangurinn verði ekki bara: Úbbs! Nú, voruð þið
að pæla í þessu?"
Nú geta menn spurt sig hvernig þetta tengist
skátastarfi, en eins og Aðalsteinn bendir á eiga
mannréttindamál fullt erindi við skáta, enda er
skátahreyfingin stærsta friðarhreyfing heims.
„Ég myndi segja að miðað við þau verkefni
sem ég hef verið að lesa um og eru í gangi, þá
er þetta í raun bara skátastarf, þó að það sé
kannski ekki alveg rétt að orða það þannig. Það
er verið að tengja saman ólíka heima og reyna
að mynda bræðralag og frið. Þetta er þessi
yfirhugsjón sem gengur í skátastarfi. Við erum
kannski fyrst og fremst að leika okkur en í gegn-
um leikinn myndast bræðralag og vinátta. Það er
engin tilviljun að öll alheimsmót sem eru haldin
eru pakkfull - hvert einasta sæti er fyllt. Það er
ósk þeirra sem eru i skátastarfi að fá að hitta
aðra skáta. Þessi verkefni sem ég hef verið að
skoða og þessar stofnanir sem ég er að fara fyrir,
miða öll að því að hjálpa Palestínumönnum til að
öðlast þann sjálfsagða rétt að ráða sér sjálfir sem
þjóð.
Ég veit að reynsla mín úr skátastarfi getur nýst
í margt. Ég tek klútinn og skyrtuna að sjálfsögðu
með. Hvort ég fæ tækifæri til að hitta skáta þarna
úti veit ég ekki en ég mun fagna þvi ef það verður
hægt. Það voru ísraelskir skátar á landsmóti
1999 þannig að það eru til skátar þarna. Ef ég
frétti af þeim mun ég heimsækja þá og nota
tækifærið og útskýra hvað ég er að gera. Ef mér
tekst að virkja þá með mér væri það alveg
frábært," segir Aðalsteinn og bætir við að
íslenskir skátar geta líka tekið þátt í
því að stuðla að heimsfriði. „Með
því að taka Ghandi sér til fyrirmyn-
dar og mótmæla friðsamlega. Það
er minnsta málið að skrifa bréf til
viðkomandi stjórnvalda og segja
að okkur líki ekki það sem er að
gerast og að okkur finnist það
rangt. Ef hver einasti skáti á
íslandi gerir það eru strax komin
4000 bréf og ef allir skátar í
heiminum skrifa til dæmis Ariel
Sharon bréf, þá fær hann
45.000.000 bréf um að okkur
líki nú ekki lengur þetta ástand
og að þetta gangi ekki lengur.
Það verða auðvitað allir að
finna sinn farveg í þessu en
við getum ekki farið út í það
að vera með grjótkast og
eyðileggja þyggingar í þágu
friðar, því þá erum við að
gera okkar málstað ógagn.“
Ekki í Rambó-leik
En skyldi Aðalsteinn vera
smeykur við að fara á
Vesturbakkann? Óttast
hann um líf sitt?
„Nei, í rauninni ekki. Ég veit að ég er að fara
inn á ótryggt svæði og að þarna er ofbeldi
daglegt brauð. Ég hef líka búið mig undir það
óvænta, að því leyti sem það er hægt. Ég veit að
eitthvað óvænt kemur uppá og þó að ég viti ekki
hvernig ég mun bregðast við skothríð eða
sprengjum þá hef ég verið að búa mig undir það.
Ég reyni að vera andlega undir það búinn að
þurfa að bregðast við. Það er eini undirbúningur
sem ég get fengið. En lífshætta? Jú, að ákveðnu
leyti. Ég ber samt mikið traust til þeirra stofnanna
sem ég er að fara fyrir. Þetta er allt fólk með
mikla reynslu og ég treysti því bara að þetta fólk
segi mér og kenni mér hvernig ég eigi að passa
sjálfan mig og að það muni passa mig. Ég er ekki
að fara út vegna þess að ég hef einhverja
dauðaósk eða sé að fara í Rambó-leik. Ég er ekki
spennufíkill," segir hann sannfærandi, brosir svo
út í annað og bætir við: „Allavega ekki
A A I Kveðja,
Aðalsteinn ÞorvaIdsson
ennþá, kannski verður það breytt þegar ég kem
til baka."
Eftir námskeiðið í Danmörku fer Aðalsteinn til
ísrael í byrjun mars. Þaðan kemur hann ekki
heim fyrr en í lok júlí. Hvað tekur þá við?
„Ég hreinlega veit það ekki. Stefnan er að fá
prestvígslu og byrja að starfa sem slíkur en mig
langar líka mikið að komast f frekara nám og
læra meiri guðfræði. Ég stefni á að sérhæfa mig
í sálgæslu. Það er eiginlega hirðishlutverk
prestsins, að aðstoða þá sem eiga um sárt að
binda, hvort sem það er vegna ástvinamissis,
heilsufarsvanda, fjölskylduaðstæðna eða ein-
hvers annars."
Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að
lokum?
„Já, það vantar einhvern í Ægisbúa til að leysa
mig af!“ segir Aðalsteinn og skellir uppúr.
Skótastarf í 90 ár
.Hlulir sem allir skótar eiga að vila“
„Þegar þú ert að læra að róa, skaltu ekki alltaf horfa á hvernig þú berð árina, með því móti
verður þú aldrei duglegur ræðari. Horfðu heldur niður í bátinn."
„Allar kirkjur á íslandi snúa þannig að kórinn snýr í austur. Þar sem tré eru halla þau heldur að
sjó.“
„Hin fyrsta skylda skátans er að hlýða. Það er ein af aðalskyldum skátans að gagnast og
hjálpa öðrum. Skáti er trúr við konung sinn, foreldra sína og yfirmenn.”
Úr „Skátinn - Málgagn íslenzkra skáta“ janúar 1914
SKÁTABLAÐIÐ
19