Skátablaðið


Skátablaðið - 01.04.2002, Side 22

Skátablaðið - 01.04.2002, Side 22
(Framhald úr 2. tbl. Skátablaðslns 2001) Þetta var hin mesta skemmtun, einum drengjanna var sleppt við að vera kastað í hylinn, hann er með svokallaða vatnshræðslu og fór að skæla litla skinnið. Fyrsti drengurinn sem lét sig hafa það að spjalla við mig heitir Ondrej (Andrés á okkar tungu) Reznícek, hann er 8 ára. Hann segist hafa verið skáti í eitt ár. „Bróðir minn sem er eldri ákvað að gerast skáti á undan mér, hann lét vel af því og ég lét einnig skrá mig. Ég reyni að sækja alla fundi og taka þátt í sem flestu, sem þessi deild hefur uppá að bjóða". Ondrej er stoltur af að hafa fengið vin sinn með sér í hreyfinguna og hann segir þá báða ákveðna í að stunda skátastarfið og standa við heit sín, helst um alla framtíð. Næst er Petr Zelený 14 ára. Hann hefur verið í skátafélags- skapnum, sem vinur hanns kynnti hann fyrir er hann var átta ára. Hann segir margvíslega leiki og uppátæki hafa haft hvetjandi áhrif á sig í upphafi. „Ég hef lært mikið gagnlegt síðan ég gerðist skáti, svo sem margvíslega hnúta, hvernig maður eigi að vera ávallt undir sitt hvað búinn o.m.fl.“ Hann bætir við að hann noti hvert tækifæri, sem hann mögulega geti til að vera með skátum og sér hafi tek- ist að fá vini sína til að gerast skátar. Næsta dags höfuðviðfangsefni er veiðiferð. Öllum er skylt að gera sér háf úr einni trjágrein og snærum, þetta tekst flestum bara vel. Veiðikeppnin fer fram við all straumþungan læk, sem vatn úr fyrrnefndri á hefur verið veitt inn í. Tilsneyddum viðarkubbum er kastað í lækinn þegar strákarnir hafa tekið sér stöðu á bökkum hans beggja megin með háfana sér í hönd. Sá flokkur sem nær flestum kubbum er vinningshafi. Þetta var ansi spennandi. Ondrej Sánka er 16 ára. „Ég hef verið skátLÍ. 10 jár, sem kom_ til vegna áeggjunar besta vinar míns. Félagsskapurinn er mér mikils virði vegna traustra og góðra vina innan vébanda hans, sem reynast manni alltaf vel líka utan hans. Athafnasemi á ýmsum sviðum innan hreyfing- arinnar er mér að skapi. Mér finnst mjög mikils virði að kynnast náttúrunni og iæra hvernig maður á að umgangast hana og rækta, og upplifa hvernig hún geldur manni um- hyggjusemina. Reglur um heiðarleika og tryggð, eru ofariega á blaði í félagsskapnum og ég hef lagt áherslu á að rækta þær í sjálfum mér. Þegar ég eignast sjálfur afkvæmi mun ég vissu- lega sjá til þess að þau kynnist skátahreyfingunni," segir Ondrej brosandi sínu blíðasta að lokum. Vilém Rihacek 19 ára, nú kominn í háskóla, er búinn að vera skáti í 7 ár, en hann byrjaði vegna hvatningar eldri bróður hans. „Ég er afskaplega ánægður með að hafa stigið þetta spor, ég á heima í þessum félagsskap og nú þegar ég hef elst og þroskast er mér mikils virði að geta verið öðrum vonandi til fyrirmyndar og leiðsagnar. Af því sem ég hef lært með skátum finnst mér jafn- vel mikilvægast að hafa lært að tileinka mér að vera umfram allt ekki eigingjarn, vera öðrum til aðstoðar á hvaða sviði sem er, alltaf þegar þess er þörf. Ég er þeirrar skoðunar að einu sinni skáti, verði alltaf skáti.“ Marek Papik 20 ára gamall. „Ég er í rauninni ekki skáti í augnablik- inu nema í hjarta mínu, því ég hætti í félagsskapnum fyrir þrem árum, en áður hafði ég verið í 7 ár mjög áhugasamur félagi. Nú langar mig að taka aftur verklega tíi starfa innan hreyfingarinnar, þessvegna er ég mættur hér i búðirnar til tveggja vikna dvalar. Innra með mér ei*ég skáti og mun alltaf verða, lestur bóka tékkneska rithöfundarins Jaroslav Foglar sem skrifaði margar bækur um skátastarfið kveikti áhuga minn í upphafi. Mikilvægustu reglur skátans tel ég vera að stela ekki né segja ósatt svo og að rækta líkama sinn í heilbrigðisskyni. Skáti er alltaf reiðubúinn er auðvitað gullvæg regla svo lengi sem hægt er að koma henni við hverju sinni. Ég mun halda áfram að hvetja ekki síst unga drengi, til að gerast skátar,“ sagði Marek að lokum. Það hallar að kvöldi. Á miðju lítils stöðuvatns, ekki langt undan með gróðursæla bakka allt í kring, hefur verið komið fyrir fljótandi fleka með 40 logandi kertum. Hver flokkur strákanna hefur til umráða lítinn gúmmíbát, sem 4 mega vera á, en í hverri ferð er skipt um áhöfn. Markmiðið er að róa til flekans, ná einu kerti í hverri ferð og færa til lands án þess að slokkni á því. Sá flokkur hefur unnið sem flestum logandi kertum hefur bjargað til lands. Hér í næturkyrru myrkrinu gengur enginn gusu- gangur, allt verður að gerast með ró og spekt, því kertaljós eru viðkvæm og slokkna við minnsta blæ. Vissulega rómantískar, jafnvel tígulegar athafnir úr hæfilegum fjarska á að líta. Að endingu orðsending til íslenskra skáta frá Jíri Travnicek skátaleiðtoga: Ég er leiðtogi skátadeildarinnar Brno 94, frá Brno. Mér er í mun að leggja mitt af mörkum tii að undirbúa unga drengi til að standa sig í lífinu af kurteisi, tillitssemi og hógværð í stað hroka og ófyrirleitni, sem sumum hættir til og hjálpa þeim til að verða góðir og nýtir borgarar. Það er mikilvægt að þeir séu undirbúnir til að standa sig á hverju sem gengur. Athafnir okkar svo sem í sumarbúðum, sem þeim er við erum nú í, eru einfaldar og oft mjög uppruna- legar. En ekki síst af því læra drengirnir sitt hvað, sem stælir þá og gerir þá hæfari til að mæta örðugleikum þegar að því kemur að þeir verða að standa sig óstuddir í tilverunni. Mér er sú staðreynd gleðiefni að þegar sumir drengjanna vaxa og verða menn, þá óska þeir gjarnan eftir að mega vinna áfram með þeim ungu til að geta lagt sitt af mörkum til að byggja þá upp, miðla þeim af sinni reynslu. Starfsemi okkar hófst árið 1964, þ.e. eftir seinni heimstyrjöld. Við urðum að sæta niðurlægingu á árum kommúnismans en á þeim tíu árum sem liðin eru síðan honum létti höfum við starfað af vaxandi krafti. Við sendum íslenskum skátum okkar bestu kveðjur og vonum að einhverjir þeirra sjái sér fært að heim- sækja okkur hér í tékkneska lýðveldinu hvenær sem þeim hentar og kynnast starfi okkar og athöfnum á ýmsum sviðum. Verið hjartanlega veikomnir! Haraldur Jóhannsson 22 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.