Sameiningin - 01.06.1928, Qupperneq 30
ento sköramu eftir kirkjuþing í fyrra. Séra Siguröur Ólafsson hefir
einnig fariö til Piney og stutt þar aö undirbúningi undir fermingu.
Forseti kirkjufélagsins hefir heimsótt íslendinga viö Sinclair og
flutt hjá þeim guSsþjónustu. Einnig flutti hann íslenzka guösþjón-
ustu i Chicago á síöastl. vetri.
Meö því augnamiði aö sjá heimatrúboðsstarfinu sem bezt borgið
á komandi ári, hefir framkvæmdarnefndin farið þess á leit viö séra
Jóhann Bjarnason að starfa á því sviöi næsta ár, og kemur það fyrir
þingið í tillögu frá framkvæmdarnefndinni. Hann kvaðst ekki geta
gefiö ákveöiö svar fyr en á kirkjuþingi. Æitti þingiö að gera sitt
ýtrasta til að fá þessu framgengt, ef þess er kostur. Þarfirnar eru
miklar. Beiöni um þjónustu liggur fyrir frá söfnuöunum í Þing-
vallanýlendu. Einnig tilmæli frá fólki við Sinclair. Svo þau önnur
svæði, sem uefnd hafa verið, þó ekki væri fært neitt út starfssviðið.
Þá legg eg fyrir þingið bréf þessu máli viðvíkjandi frá forseta
hinna Sameinuöu kvenféliaga kirkjufélags vors. Kemur þar fram ný
bending um að senda út kventrúboða að sumrinu til að stofna sunnu-
dagaskóla og glæða áhuga fyrir kristilegri fræðslu. Vonandi getur
þessi góöa tillaga aö einhverju leyti komist í framkvæmd. Að öðru
leyti má vísa í bréfið sjálft. — Áhugi kvenféaganna í þessu og öðrum
málum vorum, er gleðiefni hið mesta og ómetanleg upphvatning.
Hei'ðingjatrúboSið er sífelt að vekja meiri athygli meðal fólks
vors. Um það hefir verið ritað meira á liðnu ári i málgagn kirkju-
félagsins en áður, og mun talsvert af því gert af prestum, söfnuðum,
trúboðsfélögum og kvenfélögum, að glæða þekkingu og áhuga fyrir
þessu máli. Skýrsla féh. sýnir árangurinn hvað fjársöfnun snertir.
Um undanhald getur ekki verið aö ræða í sambandi við þetta mál,
heldur fratnsókn. Á nokkrum stöðutn eru.trúboðsfélög. Annarstað-
ar er málið tekið á dagskrá kvenfélaga, ungmennafélaga eða safnað-
anna sjálfra. Aðal atriðið er ekki aöferðin, heldur árangurinn. Að
sá skilningur komist að þetta mál er óaðskiljanlegt frá anda og eðli
kristindómsins og sé borið fyrir hjarta af öllum kristnum lýð. Skýrsl-
ur koma til þingsins frá trúboðunum, séra Octavíusi og frú hans.
Má af þeim vænta upphyggingar og íkveikju.
.Óþarfi er hér að fara mörgum orðum um gamalmennaheimi'lið
Betel. Plagur þess stendur með miklum blóma, og það heldur áfram
að sinna sínu fagra og þarfa hlutverki þannig, að það ávinnur sér og
verðskuldar hylli almennings. Um jólaleytið í vetur, sem leið, færði
hr. C. H. Thordarson heimilinu $10,000. gjöf. Áður hefir hann gef-
ið heimilinu $5,000. Er það heimilinu ekki litið happ að eiga slikan
vin. Vekur dæmi hans aðdáun og þakklæti allra þeirra, sem heim-
ilinu unna. Að öðru leyti er vísað í skýrslu Betel nefndarinnar.
Sérstök skýrsla er frá skólaráði Jóns Bjarnasonar skóla. Einnig
frá skólastjóra, séra Rúnólfi Marteinssyni. Persónuleg afstaða mín
við þetta mál er svo vel kunn að óþarfi er að endurtaka hana hér.