Nýi tíminn


Nýi tíminn - 28.07.1955, Side 9

Nýi tíminn - 28.07.1955, Side 9
i Heilabrot mm Táknmál. Hvaða nafnorð er þetta ? Framh. af 1. síðu. t'ti krunkar krumnii í for, kominn að bjargarþroti, ekki hef ég séð þig síð- an í vor, Sigga í Landakoti. Og mörg ykkar kann- ast við Krummakvæðið hans Davíðs frá Fagra- skógi. Þar eru þessar hendingar: Krummi gamli er svart- ur og krummi er fuglinn minn. Krunkið, það eru söngv- ar hans unr sólina og himininn. Það væri svo sem gam- an að safna vísum og sögnum um krumma og hafa í blaðinu okkar „Krummaþátt“ við og við. Iívað segið þið um það? Gátir Þú munt geta þreifað á því við iðju sína, allan daginn er' að slá, aldrei þarf að brýna. Hvernig skýrirðu þetta? Þessi kona er mögur, þó er hún ekki mögur. Gátur. 1. Hafliði. — 2. Yfirskin (þ.e. hugtak- ið yfir óheilindi, blekk- ingu eða hræsni). Felunöfnin. Lundi. Óðinshani. Máríerla, Ugla, Rjúpa. Framstu stafimir mynda 6. fuglsheitið: lómur. Pósthólfíð. Anna í Grænuhlíð skrifar m. a.: .. „Kæra Óskastund. Mér þykir á- kaflega gaman að þér, en þú mættir gjaman vera stærri. Eg sendi. þér hérna eina mynd. Hún er úr hinni stór- fenglegu kvikmynd Kameliufrúin og sýnir Gretu Garbo og Robert Taylor. Þessi mynd var einu sinni sú stórfeng- legásta, sem sýnd var og Greta og Róbert mest umtöluðu leikar- arnir.“ Anna í Grænuhlið er dulnefni, en höfundur sendi einnig nafn sitt, en ekki heimilisfang. En bréfið er skrifað 26. júní og stimplað á Sel- fossi 27. júní Sennilega sér Anna í Grænuhlíð kvikmyndir á Selfossi. Sökum hins takmark- aða rúnis í blaðinu okk- ar er þröngt um að birta leikaramyndir, jafnvel þó að ánægju- legt væri að birta mynd af hinni fögra og mikil- hæfu leikkonu Gretu Garbo. Þó er það ekki alveg útilokað, að Óska- stundin birti leikara- myndir við einstök tækifæri. Okkur langar til að komast í bréfasamband við tvær stelpur, 9-10 ára., helzt í Reykjavik. Magnhildur Gísladóttir Rorg, Mýrum, Hornaf. Guðríður Sædís Yigfús- dóttir Baldurshaga, Mýriun Hornafirði. Miðvikudagur 13. júlí 1955 — 1. árgangur — 19. tölublað Utgefandi: Þjóðviljinn - Ritstjóri: Gunnar M. Magnúss Veitið fygluitum athygli Margar þjóðir hafa frá fornu fari tekið mikið mark á fuglum, á flugi þeirra og ýmsu hátterni. Islenzka þjóð- in hefur myndað mörg orðtök og spakmæli um fugla. Þau sýna, að kynslóðirnar hafa veitt fuglunum atliygli og öregið ýmsa lærdóma af hátterni þeirra. Farfugl- unum hefur jafnan ver- ið fagnað innilega á vorin. En margir stað- fuglar hafa einnig átt vináttu og aðdáun með- al þjóðarinnar. Ýmislegt í hátterni fugla var sett í sam- band við veðurfarið. Ef rjúpan leitaði mjög til byggða og niður í sveitina mátti búast við liinu versta, en ef hún hélt sig hátt í fjöllum vissi það á gott. Ef rjúpur eru styggar og ólmar að tína í sorpinu, veit það á illt. Það veit á harðviðri, ef snjótittlingar hópa sig heim að bæjum og tísta mikið. Þá er lómurinn veður- spár fugl, því að hann spáir bæði um þurrk og regn. Fyrir þurrki gagg- ar hann og segir: — „Þurrka traf,“ en fyrir óþurrlca vælir hann: — „Mai’vott.“ Þegar hann vælir, segir fólk, að „nú taki lóminn í lær- ið“, og viti ekki á gott. Vælukjóinn barmar sér og vælir fyrir vætu. Þegar lóan syngur „dýrðin“, má vænta góðs. Álftir vita oft veður í rassinn á sér. Þegar spóinn langvellir, er votviðri í nánd. Ef landfuglar baða sig í vatni, veit það á úrkomu. Þá er margt sagt um krumma, enda er hann einn okkar algengasti fugl, og kemur svo að segja fyrir hvers manns dyr. Þegar þurrkur eða stormur er í nánd, lygn- ir krummi í lofti, og bomsar einkennilega í honum. „Nú er þerri- hljóð í krumma,“ sögðu gömlu mennirnir, *þegar svo lét í honum í vot- viðri, og veit þá jafnan á þurrviðri. Ef krummi „ber vatn í nefinu,“ þ. e. bomsar eða smellir eins og gutli við, veit það á votviðri. Vafalaust kunnið þið margar sögur og vísuí um krumma. Krumminn á skjánum, kallar hann inn: Gef mér bita af borði þinu bóndi minn. Framh. á 4. síðu. Margir lesendur hafa beðið Óskastundina að að birta mynd af Hauki Morthens. Hann hefur verið um langt skeið og er enn einn af allra via- sælustu dægurlaga- söngvurum okkar. KLIPPIB HÉ R Fimmtudagur 21. júlí 1955 — 1. árgangur — 20. tölublað eikÉeol Reikningsþraut. Klukkan mín var að slá 11. Nú trekki ég hana upp og þá getur hún gengið í 25 tíma. Hún slær aðeins á stundamótum. Hve mörg högg verður hún búin að slá, þegar hún stanzar? Hvernig skýrirðu þetta? í herbergi einu sátu 4 kettir, einn í hverju horni. Hjá hverjum þeirra um sig sátu þrír kettir, og á rófunni á hverjum ketti sat einn köttur. Hve margir kett- ir voru í lierberginu? Gáta. Fimm bræður fara inn um sömu dyr, en koma þó í sitt herberg- ið hver. Tvær skóla- sögtir Kennarinn: Hvers- vegna kemurðu svona séint í dag, Siggi? Siggi: Eg vaknað.i svo’ ’seint, að ég haífði aðeins. 1Ö mínútur til að klæða mig. Kennaritm: A1 drei þarf ég 10 mínútur til að komast í fötin. Siggi: — Nei, en ég þvæ mér nú lika. □ Það var hringt til kennarans, og röddin, sem í símanum varj sagði nokkuð dimm ogj hás: — Óli getur ekki komið í skólann í dag. Hann er veikur. — Jæja, sagði kenn- arinn, Við hvern tala ég? * I — Það er pabbi minn, svaraði röddin. * Ráðningar á þraut- um í síðas’ta blaði Táknmál. Nafnorðið K — rakki = krakki. Gátan. Hjartað. Hvernig skýrirðu þetta? Þessi kona er mögur, þó er hún ekki mögur. Skýring: Mögur þýð- ir sonur. = Þessi kona er mögur, þó- er hún ekki sonu.r. Að hoppa yfir bíýant Það virðist vera auð- gert hverjum sem er að hoppa yfir blýant, sem lagður er á gólf. En þú getur veðjað við félaga þinn um það, hvort þú getír lagt blýantinn þinn þannig á gólfið, að hann geti ekki hoppað yfir blý- antinn. Hann mun ekki trúa því og veðja fús- lega. Þú tekur þá blýant- inn og leggur hann á gólfið þétt upp við einn vegginn. Þar getur hann ekki hoppað yfir blýant- inn. Yillur í síðasta blaði. ,í síðastfi blaði voru nokkrar hjákátlegar villur. Þið hafið vitan- lega tekið eftir þeim, en samt skal nú bent á þrjár. I fremsta dálki stend- ur: „Ef rjúpur era styggar og ólmar að tína í sorpinu, veit það á illt.“ — Rjúpur eru mest úti um hagann og upp til lieiða, en þar er yfirleitt ekkert sorp, og þær eru því ekki að tína í sorpinu, — þær tína í sarpinn. — í greininni um ártölin á bls. 2 er sagt að úr Bessastaðaskóla hafi útskrifastmargir „ágæt- ismenn, sem óðar urðu þjóð sinni til sóma“, en. átti að vera. „sem síðar urðu þjóð sinni til sóma“. Undir huldufólkssög- unni stendur nafn höf- undar: Stefanía Júlíus- dóttir, Kópaskeri, en átti að vera Kópavogi. Hver gekk of kmfS? Faðirinn var úti á skemmtigöngu og leiddi lítinn son sinn við hönd sér. Sá litli þurfti að hlaupa við fót, því að faðirinn var svo stór- stígur. Alt í einu tekur faðirinn eftir þessu og segir: Eg geng víst of hratt, vinur minn? Hinn svarar og er nokkuð móður: — Nei, pabbi, það er víst bara ég, sem geng of hratt. Útgcfandi: Þjóðviljinn - Ritstjóri: Gunnar M. Mag^uíss - Póstliólf 1063. Fyrsta hreiðrið sem ég íann Stúlka í Vopnafirði skrifar Óskastundinni um áhugamál sín og ber frarn ósk, sem tekin verður til athugunar sið- ar. Hún sendir einnig skemmtilega frásögu um fyrsta hreiðurfundinn sinn. Iiér birtist megin- kaflinn úr bréfi hennar: „Kæra Óskastund. Eg. fæ alltaf . að lesa þlaðið, sem þú kemur í. Mig langar til að segja þérj þegar ég fann fyrsta hreiðrið mitt. Eg var að fylgja vinnumanninum dálítið á leið. Eg fór bara að gamni mínu. Hann var að flýta sér. Við vorum að fara yfir stóra mýri, þegar lóa skauzt undan fótunum á mér. Eg varð hissá org spurði vinnumanninn, hversvegna lóan væri svona gæf. „Hún á egg þarna," sagði hann. í bakaleiðinni skal ég skoða eggin, hugsaði ég. Við vorum að flýta okkur og hann benti mér bara lauslega á eggin. Eg kom við í bakaleiðinni hjá hreiðrinu. Eg hlóð saman þremur hnausum og ætl- aði að þekkja hreiðrið á þvi. Næst þegar ég skoðaði hreiðrið nokkr- um dögum seinna, þá var lóan búin að vanrækja það, af því að hún var hrædd við hnausana. Geturðu gefið mér upplýsingar um, hvemig ég á að setja merki við hreiður, svo að fug.ar vanræki það ekki. Framh. á 3. síóu. JLitla banifósiran Þessari mynd, semvisuna: Tína vil ég ritstj. hefur skírt „Litlablómin blá. Og svo he£ barnfóstran“ fylgir eft-ég nú ekki meira að irfarandi bréf: segja. Vertu blessuð, „Mér þykir mjög gam-kæra Óskastund. an að Óskastundinni.Hrefna H Ragnarsdótti: og ég verð alltaf kát, Neskaupstað. þegar Þjóðviljinn kem- Víð þökkum Hrefn:: út. Eg er 7 ára. Og miglitlu kærlega bréfið og langar t’> að fá birta myndina.

x

Nýi tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.