Nýi tíminn


Nýi tíminn - 28.07.1955, Qupperneq 11

Nýi tíminn - 28.07.1955, Qupperneq 11
Fimmtudagur 28. júlí 1955 — NÝI TTMTNN — (11 Straumhvörf eða stöðupollur? Framhald af 8. síðu vor í lofti. En þá var alþýðu- stéttunum loks nóg boðið. Á Frakklandi felldu verkalýðs- flokkarnir niður deilur sínar, sneru bökum saman og af- stýrðu því, að franskir fas- istar lékju sama leikinn og hinir þýzku frændur þeirra. Á Spáni myndaði alþýðufylking- in ríkisstjórn og lagði grund- völl að fyrstu lýðræðisskipan í sögu landsins. Bandalag al- þýðustéttanna beið að visu ó- sigur í báðum þessum lönd- um hins rómanska heims. En söguleg afrek þess munu aldr- ei fyrnast. Alþýðufylkingin stöðvaði flóðöldu nazismans um margra ára skeið. Það var ekki fyrr en eftir ósigur henn- ar fyrir svik og samsæri hins engilsaxneska lýðræðis, að nazisminn gat lagt út í þá styrjöld, er skyldi gefa hon- um allan heiininn að herfangi. Bandalag alþýðustéttanna var hið pólitíska og siðferði- lega afl, er eitt hafði boðið sókn nazismans byrginn. Þeg- ar þetta afl hafði verið lamað óðu nazistaherirnir mót- spymulaust yfir Evj’ópu unz veldi þeirra náði ncrðan frá Lófót suður á Krítarey. Og nazistar veltu sér í völdunum í syngjandi vímu auðkeyptra sigra: Hier können wir es toll treib- en, sagten sie. Hier können wir wundervoll bleiben, sagten sie, mindestens tausend Jahr! En þeir höfðu einu gleymt: Einingarhugsjón alþýðustétt- anna. Meðan sigurvegararnir dönsuðu og svölluðu áhyggju- lau'sir um alla álfuna og bjuggu sig undir þúsund ára dýrlegt ölteiti, mnnu margir smáir lækir í einn farveg, verkamenn og bændur, menntamenn og borgarar, réttu hver öörum bróðurhönd, í fyrstu fáir, síðar fleiri, hóp- arnir urðu að flokkum, flokk- amir að fyikingum, alþýðu- bandalag að alþjóðarbanda- lagi. Skæruliðahreyfing Ev- rópu á stríðsárunum — það var bandalag alþýðustéttanna, vopnum búið, sniðið við þau skilyrði, er styrjöldin skapaði. Nazisminn hefði aldrei verið lagður að velli, ef aþýðan hefði ekki bundizt þessum samtökum, ev mfu liin fornu mörk flokka og stétta. Svo vora einingarsamtök þessi mikils háttar, að þau tóku stjórnartanma ríkjánna í sín- ar hendur þegar friður komst á.tí styrjöldiiihi gegn nazism- aniuirf' hafði' bandalag alþýðu- stéttanna unnið eindæma af- rek. Hvort mundu kjörviðir þess þola friðinn er tilveran hynfi aftur í fornan farveg? Norðmaðurinn Nordahl Grieg barðist allra manna djarfast fyrir himii pólitísku einingar- hugsjón alþýðustéttanna. Ár- ið 1942 var hann staddur liér á Þingvöllum, hermaður í út- lagaliði Norðmanna. Sjálfan grunaði hann feigð sín, en hann sendi okkur, sem lifðum af, þessi orð til vamaðar: Bli fremfor alt ikke trette — sem mennesker blir etter kriger — nár gmmset og griskheten i fölge med motlösheten .... Þessi hjartahreini norski víkingur óttaðist það mest, að andvaraleysið, þreytan myndi tæla mennina til þess hóg- lífis í hugsun, sem hafði reynzt svo háskasamlegt í stormahléinu milli styrjald- anna. Ótti hans reyndist þvi miður réttur. Lýðræðis- og friðarhugsjón skæruliða Ev- l’ópu, hins vopnaða bandalags alþýðustéttanna, var um öll Vesturlönd troðin undir jám- hæl kalda stríðsihs. Kalda stríðið er pólitísk ný- sköpun Bandaríkjanna, trú- boð hins lítilsiglda mannhat- urs og flatfættra hleypidóma. En þessi tegund stríðs var í dásamlegu samræmi við hug- myndir íslenzks stríðsgróða- valds um hetjuskap. Þegar fyrri heimsstyrjöldinni lauk lýsti hið unga íslenzka ríki yfir ævarandi hlutleysi. Eftir lok hinnar síðari gerðust valdhafar íslands aðilar að kalda stríðinu og horfðu ekki í kostnaðinn, enda greiddu þeir hann ekki úr eigin sjóði. Þeir seldu bara mömmu. í tíu ár hefur án afláts gengið á með gerningaveður kalda stríðsins. En nú hlær sól á himni eftir langa nótt. I dag sitja leiðtogar stórveld- anna við sama borð suður í Sviss og hafa orðið ásáttir um, að þeir fái ekki skorið úr deilum sínum með sverði. Þeir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að þeir verði, hvað sem tautar, að haga sambúð sinni svo, að þjóðum, er búa við ólíka samfélagshætti, verði líft á sama hnetti. Hvað hefur valdið þessu upprofi ? Taflstaðan á skákborði heimsins er orðin með þeim hætti, að þriðjungur mann- kynsins býr við sósíalíska samfélagshætti. Veldi hins sósíalíska heimshluta er slíkt, að raunverulega er jafnræði orðið með sósíalisma og kapí- talisma á hnettinum. Báðir hafa þessir aðilar þau vopn í fórum sínum, að vandséð er, hvor hafi um sár að binda, ef þeim yrði brugðið. Ánd- spænis þessum staðreyndum féllust Vesturveldin á endur- tekið tilboð Ráðstjórnarríkj- anna um að setjast að samn- ingaborði. En hitt átti ekki síður þátt í umskiptunum, að tekizt hafði að vekja samvizku almennings stéttanna er sýnilega hið eðli- lega og sjálfsagða baráttu form okkar aldar, svo sem nú er háttað högum heimsins í efnalegum og pólitískum mál um. Efnahagsþróun auðvalds- skipulagsins hleður sívaxandi fjárhagslegu og atvinnulegu valdi á hendur fárra einok- unarfélaga og auðhringa, sem arðræna ekki aðeins verkalýð- inn, heldur einnig millistétt- irnar, bændur, smákaupmenn og smærri iðnrekendur. Þetta einokunarvald veltir skattaá- nauðinni yfir á hið breiða bak almennings og hrifsar til sín æ stærri hluta af arði þeim, er drýpur af vinnu þjóðfélags- ins. Þessi fámenna volduga auðkýfingaklíka hlýtur þvi að einangrast efnahagslega og félagslega, hún hlýtur að reka homin í nálega allar stéttir þjóðfélagsins. Bandalag al- þýðustétta nútímans er sprottið upp úr þessum þjóð- félagslega jarðvegi á lokastigi auðvaldsþróunarinnar, sund- urleitt að formi eftir sérað- stæðum einstakra landa, en markað sama svipmóti að því er varðar meginatriðin. Allar líkur benda til þess, að barátta verkalýðsins í öll- um löndum auðvaldsheimsins, í sjálfstæðum ríkjum og ný- lendum, muni fara fram innan ramma slíks bandalags al- þýðustéttanna. Einar Olgeirsson hefur í stjórnmálaritgerð sinni í Rétti túlkað fyrstur manna vandamál slíkra stjórnmála- samtaka á íslandi og hlut- verk verkalýðsins og flokks hans sem aðila að bandalagi íslenzkra alþýðustétta. Sjald- an hefur Einar Olgeirsson sameinað betur kalt raunsæi og pólitískt hugmyndaflug en í þessari stjómmálaritgerð um leið Islendinga til þjóð- frelsis og sósíalisma. Ég hygg einnig, að leitun muni vera á stjómmálaleiðtoga, er hafi getað logsoðið stéttarvitund og þjóðerniskennd með slík- um ágætum og hann hefur gert í þessum hugleiðingum um bandalag íslenzkra al- þýðustétta. Einar Olgeirsson hefur fyr- ir nokkru gert merkilega rannsókn á þjóðveldisöld Is- lendinga. Enga menn virðir Einar Olgeirsson meir á þeirri öld en þá er settu niður deil- ur, afstýrðu því, að okkar litla íslenzka þjóðfélag færi sér að voða með þvi að rofin yrðu landslög og landsfriður. Ein- ar Olgeirsson hefur í stjórn- Er Grænland sumarbústaður um ,heim allan. Heimsfriðar- málaritgerð sinni tjáð vilja hreyfingin á að vísu ekki full- Sosiálistáflökksins: hann vill trúa í Genf, en hún situr nú verða 'póHtÍsbur manna^etfir, sánftV;;;vÍð samnmga&5I^»lilH55í«^ízk»m alþýðus^tugí, ííeimSfriðarhreyfiné'in er rékkii' rPanhuWV sætta þá, sem sæti pólitískt bandalag í þess orðs e*£a a sama bekk í sögu og þjóðfélagi Islendínga, svo að þeir megi hrinda af höndum sér óhamingju Islands. venjulegum skilningi, en hún er af sama ættboga og þær hugmyndir, sem staðið hafa við vöggu bandalags alþýðu- " ’ stéttanna í öllum löndum. Hún LdEllsyS! er víðfeðmari en nokkurt Framhald af 6. síðu. pólitískt bandalag alþýðu- ir dr. Benjamíns Eiríkssonar ár- stétta getur orðið og hefur ið sem leið. á heimsmælikvarða unnið að Fjármálum og efnahagslífi Is- lausn þeirra viðfangsefna, lendinga mun þá bezt borgið, er sem bandalag alþýðustétta þeir hafa losað sig við Fram- glímir við í hverju einstöku kvæmdabankann — tákn er- landi. lendra yfirráða, og í stað hinn- Á úrslitastundum í sögu ar bandarísku ófrelsisstefnu síðustu áratuga, á friðarár- verður tekin upp frjásleg, al- um og stríðsámm, hefur hug- íslenzk stefna, framkvæmd af myndin um bandalag alþýðu- íslenzkum aðilum. Þjóðinni er stéftanna jafnan guðað á það brýn nauðsyn að þau um- kojnmer gluggann, Bgndalag alþýðu- skipti séu ekki fjarri. Framhald af 2. síðu. íslenzkir vísindamenn nokkr- um sinnum tekið þátt í út- lendum leiðöngrum, bæði til Grænlands og annarra landa. Dr. Helgi Péturss fór til Grænlands rétt fyrir aldamót- in, og skrifaði bók um þá för. Guðmundur Þorláksson dvald- ist einnig lengi í Grænlandi, en hann fór þangað fyrst sem þátttakandi í vísindaleiðangri. — Nú liggur næst fyrir að taka upp úr kössunum og vinna úr efninu? — Það er nú svc. Okkur vantar sem sé húsnæði. Tveir kassamir eru hér enn utan dyra, þremur höfum við kom- ið fyrir til bráðabirgða hérna frammi í skrifstofunni. Hér er alltof þröngt um okkur, og verður víst ekki hægt að taka upp úr kössunum að sinni. — Hvar er hið fyrirhugaða náttúrugripasafn á vegi? —■ Það stendur á fjárfest- ingarleyfi — og hefur staðið á því mörg ár. Peningarnir eru til, og þarf ríkið ekki að leggja fram einn eyri til bygg- ingarinnar, teikningin er löngu gerð, lóðin er ákveðin — en fjárfestingarleyfi fæst ekki. Eg hygg að þetta sé að nokkru því að kenna að þeir sem hafa þessa leyfaúthlutun með höndum geri sér ekki grein fyrir því hvað safn er. Náttúrugripasafnið er opið hjá okkur vissa tíma á viku, og margir virðast halda að slikt safn sé fyrst og fremst sýningarsalur með gripi í skáp um. En náttúrugripasafn er einkum rannsóknarstofur þar sem vísindamenn hafi við höndina þau gögn sem þeir þarfnast: plöntur,’dýr, steina. Nú verður öll aðstaða okkar hér erfiðari með hverju ári. 300 km eru eins og ekki neitt. — Það væri gaman að heyra eitthvað um ísöldina í Græn- landi. — Já, þar var um 25 stiga frost á nóttum í maí; og það var ekki fyrr en komið var fram í júní að hitinn komst yfir frostmark á daginn. En sólskin var mikið, og get ég ekki sannara orð sagt en það að meðan annar Vanginn á manni brann og steiktist i sólskininu fraus hinn í gadd- inum. Loftið þar nyrðra er af- skaplega tært og hreint og þurrt. Því sýnast allar vega- lengdir miklu minni en þær njeru. í raun ög veru —•, 300 S'kílómetrárr, sýrjajst vera eins; ''iög''-ekki 'neitt, fjall í 10 .kíló- metra'fjarl'ægð virðist á næsta leiti. Einkennilegt er það hvernig hlutirnir varðveitast í svona þurru loftslagi, þar sem fátt er um gerla og því- umlíkt. Kofarústir hinna týndu Grænlendinga eru þar með öllum ströndum, og hafa staðizt foreyðshma mjög vel. Margra ára spor i jarðvegi eru sem þau hafi verið stigin i gær. Það er eins og tíminn sé ekki til. Við gengum eitt sinn fram á gamla birgðastöð sem við vissum að hafði verið yf- irgefin árið 1949. Nokkrir eld- spýtustokkar lágu þar á víð og dreif ásamt öðrum smá- hlutum er höfðu orðið eftir. Yfir þá hefur gengið snjór sex vetra; en við tókum þá upp, og af einhverri rælni datt okkur í hug að kveikja á einni eldspýtu. Og það varð ljós! Stokkarnir voru þurrir og ó- skemmdir eins og þeir hefðu verið keyptir í búð í morgun. B.B. Erlend tíðindi Framhald af 5. síðu. fulltrúum í alþjóðlegu eftir- litsnefndinni sem fylgist með framkvæmd vopnahléssamn- ingsins. Stjórnir Bretlands og Frakklands eru skuldbundn- ar til að sjá um að samning- urinn sé ekki rofinn og verða að standa við það ef þær vilja að undirskriftir þeirra á alþjóðasamningum séu tekn- ar alvarlega. Ráðstefnan í Genf í fyrra, þar sem samið var vopnahlé í Indó Kina, markaði þáttaskil. Þar fór „valdastefna“ Dullesar endan- lega út um þúfur, samningar voru gerðir í óþökk hans. Síð- an hefur Eisenhower meira og meira tekið ráðin af utan- ríkisráðherra sínum, með þeim árangri að töluvert hefur dregið úr viðsjám í alþjóða- málum. Ráðstefna æðstu manna fjórveldanna í Genf er rökrétt afleiðing þeirrar stefnubreytingar sem varð í Washington eftir ófarir Dull- esar á sama stað í fyrra. Það ætti því vel við framkvæmd Genfarsamningsins um Indó Kína yrði tryggð á fundin- um sem nú er að ljúka. M. T. Ó. Nýtt félagsheimili Framhald af 2. síðu. öllum börnum og unglingum innan 15 ára boðið til fagnað- ar. Hann hófst með borðhaldi.. Sigfús Jóelsson flutti ávarp. Kirkjukórinn söng undir stjórn Eyþórs Stefánssonar. Að lok- um var dansað. Hátt á annað hundrað ungmenni voru þarna saman komin. Alls hafa því tek- ið nær 500 manns þátt í veizlu- fagnaði Félagslundar. Bygg- ingarnefnd stóð fyrir hátíða- höldunum og liafði fengið Maríu Ólafafsdóttur til þess að sjá um veitingarnar. 1 byggingarnefnd eiga sæti: Björn Eysteinsson frá ung- mennafélaginu, Gísli Sigur-, jónsson frá hreppnum,, v Guð- laugúr Sigfússön frá ' verka- •maririáfélaglnú,' ‘ Viffielmína 'Jórisdottír frá!ikVérifélá^íriu. Almenn gieði ríkir meðal Reyðfirðinga yfir hinu vandaða húsi og hinni nýju og ágætu aðstöðu, sem fengizt hefur til skemmtana- og félagslífs hér i byggðarlaginu. Reyðfirðingar hafa staðið saman í þessu máli og hafa nú hug á að fegra umhverfis hús- ið, svo þessi Félagslundur megi verða þeim til ánæg.iu og menn- ingarauka í framtíðinni. LESENBUR! Utvegið blaðinu nýia kaupendur og tilkynn- ið þá til aígreiðslunnar

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.