Nýi tíminn - 11.04.1957, Blaðsíða 1
Greiðið
Nýja tímann
Yl TIMINN
Fösfcudagur 11. apríl 1957 — 11. árgangur — 15. fcölublað
t
C,
Kanpendur!
Munið að greiða póst- ]
kröíur frá blaðinu. j
Handritin — þjóðardýrgripir Islend-
inga eiga heima á Islandi
segir Pefer Freuchen, hinn heimskunni
danski landkönnuSur og rifhöfundur
Hingað er kominn sérlega góður gestur: Peter Freuchen,
sem Keimskunnur er fyrir leiðangra sína og bœkur. Hann
hefur dvalið hér nokkurn tíma og flutt fyrirlestra, einn
i Gamla bió fyrir almenning en hina á vegum Stúdenta-
félags Reykjavíkur.
Komrmr eru út tvœr útgáfur af köflum úr bók hans:
Æskuár mín á Grœnlandi.
Peter Freuchen og kona hans
komu hingað fyrir skömmu með
flugvél Loftleiða. Hann kom hér
einnig á yngri árum sem sjó-
maður og hefur sagt frá því í
bókum sínum. í viðtali við blaða-
menn nýlega kvaðst hann fagna
því að koma til íslands. Eins og
þið vitið hef ég verið að ferð-
ast næstum allt mitt líf, sagði
hann, það er mikils virði fyrir
slíkan mann að koma til ís-
lands. Þegar ég kem heim á
æskustððvarnar í Nyköbing sé
ég hvað gömlu kunningjarnir
sem alltáf hafa setið heima vita
meira en ég, þeir vita hvenær
farfuglarnir koma, hvenær skóg-
urinn grænkar. Við sem ferð-
umst mikið sjáum margt, en það
rennur frapilijá eins og kvik-
mynd, kynnin af því verða
flaustursleg.
VIRÐINGIN FYRIR
MANNLÍFINU
Þegar maður les fslendinga-
sögurnar skilur maður að hér er
geymt nokkuð sem aðrir eiga
erfitt með að skilja. Hjá íslend-
ingum ræður friðarvilji og virð-
ing fyrir mannlífinu, mannlegum
verðmætum. íslendingasögurnar
fjalla um manneskjur. Þetta
hefur einnig komið fram í af-
stöðu fulltrúa fslands hjá Sam-
einuðu þjóðunum, Thor Thors,
en á hann er litið sem fulltrúa
söguþjóðarinnar. .
HANDRITIN EIGA
AÐ VERA Á ÍSLANDI
Eg er Dani, eins og þið vitið,
sagði Freuchen, og elska föður-
land mitt eins og þið elskið ykk-
ar föðurland. Það sem ég segi
hér segi ég sem danskur ein-
staklingur. Þegar ég kem hing-
að blygðast ég mín fyrir það,
að íslenzku handritin, íslenzk
eign, þjóðardýrgripir íslendinga,
skuli vera geymd í Danmörk,
þau eiga að vera á íslandi.
Þegar Danir töpuðu í stríðinu
við Þjóðverja 1864 rændu Þjóð-
verjar styttu af danskri frelsis-
hetju og fóru með til Þýzkalands.
Löngu síðar fann danskur blaða-
maður hana „því það eru ævin-
lega blaðamennirnir sem finna
hlutina“! (Freuchen hefur sjálf-
Ur verið blaðamaður) og hún
var flutt til Danmerkur aftur.
Og allir Danir fylltust innilegum
fögnuði yfir endurheimt minnis-
merkisins.
LÖG OG SIÐFERÐI-
LEGUR RÉTTUR
Eg hef haft mikil kynni af
vísindamönnum um dagana, og
mér hefur oft fundizt að þeir.
séu meiri safnarar en rannsókn-
armenn. Þeir vilja safna, eiga
og geyma í söfnum sínum. Það
er andstætt eðli vísindanna, þau
hér. Danir geta alveg eins rann-
sakað þau hér.
Þegar ég var heima í Dan-
mörku fyrir nokkru sagði ég
þeim að ef ég ætti eftir að hitta
íslenzka blaðamenn ætlaði ég að
tala um þetta. Þeir sögðu að
samningar um handritin hefðu
strandað. Vonandi yrði sett á
laggimar ný nefnd til að semja
um þau.
Eg skil ekki þá afstöðu að
halda íslenzku handritunum úti
í Danmörku. Það er til nokkuð
sem heitir lög, en það er líka til
annað sem heitir mannlegar til-
finningar og siðferðilegur réttur.
Verkamannaflokksþingmenn
vilja fresta vetnistilraunum
Bandaríkjamenn boða kjarnorkusprengingai
liðlangt sumarið |
Þingflokkur Verkamannaflokksins skoraði nýlega ein-
róma á ríkisstjórnina, að beita sér fyrir alþjóðlegu sam-
komulagi um stöðvun tilrauna með kjarnorkuvopn.
Peter íTeuchen — Myndln er tekln í viðtall vlð blaðamenn á Hótel
Borg
BER HRÓÐUR ÍS-
LANDS UM HEIMINN
Það er litið á ísland, sagði
Freuchen, sem landið þar sem
mest er lesið, landið þar sem
Framh. á 3. síðu
eiga að stefna að sem almenn-
ustum notum. Það eru aðeins
örfáir menn í Danmörku sem
geta lesið íslenzku handritin, en
hér á íslandi getur fjöldi manna
lesið þau. Því á að geyma þau
Herbandalö«[ verði lögð niður
C o
og vetnissprengingum hætt
í ræðu sem Nehru, forsætis-
ráðherra Indlands, flutti 4
þinginu í Nýju Dehli fyrir
nokkrum dögum, skoraði hann
á stórveldin að hætta kjarn-
orkusprengingum sínum. Hann
sagði að tími væri einnig kom-
inn til að þau legðu niður
hernaðarbandalög sín.
Varsjárbandalagið, Bagdad-
bandalagið og Suðaustur-Asíu-
bandalagið eru öll hættuleg og
auka á óttann í heiminum. Á
síðasta fundi Suðaustur-Asíu-
bandalagsins var sagt að það
myndi tryggja þessum hluta
heimsfrið í þúsund ár. Nehru
sagði í því sambandi:
— Þetta á sennilega að þýða
að kalda stríðið eigi að geisa
í þessum hluta heims í þúsund
ár. Hitler sagði einnig á sínum
tíma, að nazisminn myndi ríkja
í þúsund ár.
Samþykkt þessi var gerð eft-
ir harðar deilur á tveim þing-
flokksfundum. Á fyrri fundin-
um bar stjórn þingflokksins
fram tillögu, þar sem ekki var
minnzt á vetnissprengjutilraun-
irnar, sem brezka stjórnin ætl-
ar að láta gera í vor á Jóla-
eyju í Kyrrahafi. Óbreyttir
þingmenn, 50 talsins, báru
fram aðra tillögu, um að Verka-
mannaflokkurinn lýsi yfir, að
Bretum beri skilyrðislaust að
liætta við vetnissprengjutilraun-
irnar.
Loks náðist einróma sam-
komulag um tillögu, þar sem
skorað er á brezku stjórnina að
eiga þegar í stað frumkvæði að
því að komið verði á alþjóðleg-
um samningi um að öllum til-
raunum með kjarnorkuvopn
verði hætt. Heitið er á ríkis-
stjórnina, að senda öllum ríkis-
stjórnum sem hlut eiga að máli
raunhæfar tillögur um þetta
efni, og fresta jafnframt brezku
vetnissprengingunum það lengi,
að tími gefist til að athuga
svör sem berast frá öðrum ríkj-
um.
Byrjað í mal
Kjarnorkumálanefnd Banda-
ríkjastjórnar lét það boð út
ganga í gær, að prófanir kjarn-
orkuvopna á hennar vegum
myndu hefjast á ný á tilrauna-
svæðinu í Nevada um miðjan
næsta mánuð. Sprengingum
verður haldið áfram með nokkr-
um livíldum í allt sumar. Segir
kjarnorkumálanefndin, að þarna
eigi að reyna sprengjur, sem
Köfnunarefni
á aS útiloka
krabbamein
Brátt verður hægt að
hindra að sígarettureykingar
valdi krabbameini í lungum,
segir franski vísindamaður-
inn dr. Jean Courtial, yfir-
maður Curie-stofnunarinnar
í París. Að sögn hans verður
þessu komið til leiðar með
því að setja köfnunarefni í
tóbakið.
Tilraunum, sem gerðar eru
við Radíumstofnun Frakk-
lands, vei’ður lokið innan
nokkurra mánaða, segir dr.
Courtial. Hann fullyrðir, að
gengið hafi verið úr skugga
um að köfnunarefnissam-
bandið bindi krabbameins-
valdinn í sígarettureyknum,
aðalvandamálið sé nú að
eyða óbragðinu af köfnunar-
efninu.
hafi tiltölulega lítinn sprengi-
mátt.
Leituðu kola,
fundu „geysi”
Geysir í Haukadal er svo
víðfrægur að goshverir um
víða veröld draga nafn aí
honum, og nú hefur Tékkó-
slóvakía einnig eignazt sinn
„geysi". Það bar þannig til,
að starfsmenn Kolaleitar-
stofnunarinnar í Prag voru
að kanna jarðlög í héraðinu
Horné Strhéle í Slóvakíu.
Þegar þeir voru búnir að
bora niður á 400 metra dýpi,
gaus heit vatnssúla upp úr
iðrum jarðar. Þetta gerðist
í febrúar í vetur. Síðan hef-
ur 133 mm gild buna staðið
40—60 metra í loft upp. Sér-
fræðingar eru nú að efna-
greina vatnið. Þetta þykja
tíðindi í Tékkóslóvakíu, þótt
goshverinn nýi jafnist ekki
við nafna sinn í Biskups-
tungum, þegar hann var upp
á sitt bezta.
.________________>
Barizt út af
fargjöldum I
Til harðra átaka kom ný-
lega i Santiago, höfuðborg
Chile. Hafði mannfjöldi safnazt
saman til að mótmæla hækkun
á fargjöldum með strætisvögu-
um, en verðlag hefur hækkað
ört í Chile að undanförnu.
Vopnuð lögregla skaut á mann-
fjöldann með þeim afleiðingum
að átta menn féllu en yfir 300
særðust. I gær fóru herflokkar
gráir fyri jánum um götunar
í Santiago.
Stjórnmálasamb.
Sovétríkin-Jórdan
Tilkynnt var í Amman í
fyrradag, að ákveðið hefði ver-
ið að koma á stjórnmálasam-
bandi milli Jórdans og Sovét-
ríkjanna. Hvort ríki um sig
mun skipa ambassador í höfuð-
borg hins.
Undanfarnar vikur hafa
gengið sögur um deilur í Amm-
an milli Husseins konungs og
Nabulsi forsætisráðherra. Segja
fréttamenn, að konungur sé því
mótfallinn að Jórdan vingist
við sósíalistísku ríkin. j