Nýi tíminn


Nýi tíminn - 11.04.1957, Blaðsíða 4

Nýi tíminn - 11.04.1957, Blaðsíða 4
'4) _ NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 11. apríl 1957 Eigi að fjalla um umfangs- mikið mál í stuttri grein, er það ekki nema sjálfsögð kurteisi að kalla hugleiðingar sínar „fáein orð“. Ekki hvað sízt er það nærgætni við sjálfan sig á þeim tímum, sem nú eru yfirstandandi. Eitt megineinkenni þeirra eru ýt- arlegar rannsóknir á hverju fyrirbæri tilverunnar hvar af hávísindalegar niðurstöður eru dregnar. Meira að segja eru nú uppi uppeldisfrömuðir, sem tekið. hafa sér fyrir hendur að rannsaka í vísindalegum tilgangi gildi og verðleika eða ekki verðleika barna- og ung- lingabóka. Skilst af því, sem síðar segir, hví ekki er á bók- menntir minnzt i því sam- bandi. Aðferð sú, sem mest er beitt í þessu efni, er að spyrja börnin sjálf, leita álits þeirra um bækur og kynna sér óskir þeirra viðvíkjandi því, hvernig bækur þeirra eiga helzt að vera. Að fengn- um svörum þykjast rannsókn- armenn geta gengið út frá þremur höfuðatriðum. í fyrsta lagi skal það mikil nauðsyn að gera sér fulla grein fyrir því, hvað bezt á við fyrir hina ýmsu aldursflokka frá sex og sjö ára aldri til sextán ára aldurs. I öðru lagi skal gera mjög skarpan mun á telpna- og drengjabókum og í þriðja lagi skal leggja mjög þrönga merkingu í orðið barnabók, sem sé þá merk- ingu aðeins, að hér sé ekki um bók að ræða. Þannig mæla vísindin..... Ekki skal á móti því mælt, að tæplega mun hið sama lesefni henta sjö ára barni og sextán ára unglingi. Þó mun það geta átt sér stað, en heyrir til algjörðra undan- tekninga. Hin atriðin tvö skulu bráðum rædd. A f algjörlega óvísindalegum hvötum og aðeins fyrir for- vitnisakir fékk ég fyrir nokkr- um árum hundrað hörn í Aust- urbæjarskólanum til að láta mér í té skrár yfir bókaeign þeirra. I skrám þessum komu fram 497 bókanöfn þýddi’a og frumsamdra bóka og þar að auki nokkur bókanöfn, sem ég var í vafa um, hvort telja bæri fremur til þýddra eða frumsamdra, en af þessum 497 bókum voru 373 bækur þýdd- ar, en aðeins 124 frumsamd- ar. Hinar frumsömdu bækur voru þó 'ekki nándar nærri allar það, sem venjulega er átt við með barnabókum, held- ur var þar víða um að ræða sígild verk öndvegishöfunda skrifuð fyrir þroskaða lesend- ur með næman listasmekk. Öðru máli var að gegna um hinar þýddu bækur. Næstum allar voru þær börnum og unglingum ætlaðar, flestar ný- útkomnar, nýþýddar, en nokkrar endurprentanir á gömlum þýðingum. Siðan þetta var hefur sá munur, sem þarna kom fram, vafalaust orðið meiri og hinar frum- sömdu bækur orðið í enn rík- ari mæli í minnihluta. Af bókaskrám þessum mátti ým- islegt læra, t.d. það, livaða bækur voru í flestra eigu eða nutu að líkindum mestra vin- sælda. í sambandi við þetta fékk ég síðan mjög duglegan tólf ára bekk til að segja mér í ritgerðarformi álit sitt á bókum og hef reyndar oft síðan fengið börn á þeim aldri til hins sama. Á þessu aldursskeiði eru óskir kynj- anna nokkuð ólíkar viðvíkj- andi því sem lesið er. Getur litið svo út sem glögg skipt- ing í telpná- og drengjabæk- ur sé nauðsynleg og sjálfsögð. Sé betur aðgætt, kemur í ljós, að svo þarf þó ekki að vera. Slík skipting kann að vera hentug til að auka fjölbreytni, en nauðsynleg er hún ekki. Það stafar af því, að ólíkar óskir kynjanna eru ólíkar að- eins gagnvart æsiefni og hroll- vekjum. Drengir óska þess efnis, en stúlkur fara þar miklu hægar í sakir og vilja miklu heldur lesa um óvið- jafnanlegar fegurðardrottn- ingar eða kvikmyndadísir. Þeir einir, sem telja þessi efni nauðsynleg umfram önnur, geta talað um nauðsyn á glöggri skiptingu telpna- og drengjabóka. Það er mikill misskílningur að halda að barna- og ung- lingabækur þurfi endilega að fjalla sem mest um börn og unglinga. Virðist þó svo, að hver einasti höfundur þeirra bóka gangi út frá því sem gefnu. Eitthvað kann að vera rétt í þessu svo langt sem það nær. Af ritgerðum þeim, sem ég gat um áðan, af bókaskránum og svo af kynn- um mínum við börn á ýmsum aldri, er mér ljóst, að skoð- unin er mjög hæpin. Börn og unglingar vilja einmitt mjög gjarnan lesa um þroskað fólk. Engum þarf að koma það á óvart, þvi að séu böm að þykjast í leik, þykjast þau næstum aldrei vera. böm. Hugur þeirra allra svo að segja stefnir til þroskaára. IJér á borðinu fyrir framan ** mig líef ég grein úr danska blaðinu Politiken frá 21. sept- ember 1956. Greinin er undir- rituð Peter Grove. Ekki veit ég, hver sá er, en geri ráð fyrír, að hann sé einn hinna vísindamannlegu uppeldis- frömuða. Hann skýrir þama frá niðurstöðum sínum eftir að hafa kynnt sér með nú- tíma sálvísindum óskir og kröfur tvö hundmð bama og unglinga varðandi lesefni þeirra. Niðurstöður sínar ger- ir hann samkvæmt svörum, er hann hefur fengið við spurn- ingum, sem hann sendi til á- kveðins fjölda. Af grein þess- ari verður það ráðið, að svörin, sem Peter Grove hef- ur fengið við spuraingum sínum, em að mestu sam- hljóða því, sem sagt er hér að framan um óskir drengja og telpna viðvíkjandi kjörbók- um þeirra. Hins ber að geta, að Peter Grove og þeir, sem Stefán Jónsson veittu honum svörin, taka miklu meira upp í sig en hér er títt um morð og bardaga og heimta þau efni miklu á- kveðnar inn í drengjabækur en hér þekkist enn sem komið er. Peter Grove leggur út af texta sínum og er niðurstaða iians einna helzt sú, að börn og unglingar vilji ekki annað lesa en glæpareyfara og úr því að þau óski þess, skuli þau heldur ekki annað lesa. Þó álítur hann betra, að sög- ur séu þannig sagðar, að spennan falli ekki fyrr en í sögulok. Skilst mér, að hvern- ig það tekst, sé hið eina mat, sem þessi maður íeggur á bamabækur. Peter Grove kveður þrettán ára dreng taka svo til orða í svari: „.... ég vil hafa eitt- hvað um tvo menn, sem berj- ast og eru svo miklir jafn- ingjar, að það er með naum- indum að annar sigrar hinn. Mér þykir gaman, að þarna séu morð, rán og bardagar.“ Peter Grove segir aðra biðja um stríð og uppreisnir, „skylmingar og einvígi með sverðum,“ óhugnanleika og spenning, baráttu lögreglunn- ar við glæpamenn, „yfirgefna borg, sem glæpamenn leynast í“, „loftorastur, sakamála- frásagnir, stríð, byssuskot og dálítið gaman, skemmdar- verkamenn, sem eyðileggja fyrir Þjóðverjum, spitfireflug- vélar í orastu." Einn drengjanna svarar m. a. á þessa leið: „Mér þykir mest gaman að bókum um glæpamenn, sem víða koma við og myrða og stela á heimilum annarra og drepa friðsama borgara.“ Um þetta svar þykir Peter Grove vissara að gera athugasemd svofellda: „Við skulum ekki láta okk- ur bregða, en hugsa heldur til þess, hversu allir fullorðn- ir menn, aðrir en við tveir, greinarhöfundur og lesandi gleypa í sig hverja blaðagrein, sem segir frá óupplýstu eða upplýstu morði. Allir munu þeir þó fullyrða, að lítið gam- an sé að lesa um slíkt. Dreng- urinn er hreinskilinn. Það er allur munurinn." Undir lok greinar sinnar kemst Peter Grove svo að orði: „Þegar við á þennan hátt höfum gengið úr skugga um, hvers börn óska sér af góðri bók, þá'vaknar óhjákvæmilega sú spurning, hvernig taka beri óskum þeir’ra. Min skoðun er sú, að hver bók, sem sniðgeng- ur óskir þeirra komi ekki til greina. Hún er hvorki góð né vond barnabók, hún er engin barnabók, því að börn munu alls ekki lesa hana.“ Þetta segir Peter Grove og víst er það ljóst, hvað fyrir manninum vakir, víst er þetta sjónarmið út af fyrir sig. Ekki tæki því samt að gera þetta sjónarmið að umtals- efni, ef ekki stæði þannig á, að þetta sama sjónarmið virð- ist orðið svo að segja allsráð- andi í barnabókagerð hjá frændþjóðum okkar á Norður- löndum. Bömin sjálf skulu raða því, hvemig bækur þeirra era. Er sennilega i því að finna skýringu á því dapur- lega fyrirbrigði, að barnabæk- ur þessara þjóða eru að yfir- gnæfandi meirihluta orðnar hið fáránlegasta bull. Svo að byrjað sé á byrjun- inni og grundvallaratriðinu, skal það tekið fram nú þegar, að það að miða verðleika um- ræddra bóka við það fyrst og fremst hvað börn og ungling- ar þykjast vilja lesa, þegar spurt er, er fullkomin fjar- stæða. Því miður er ekki um að ræða meinlausa heimsku þeirra, sem það gera heldur skaðlega heimsku. I fyrsta lagi er ekkert mark takandi á því, sem börn segja um þessi efni og veldur því margt, m. það, hvað þau hafa verið vanin á að lesa. Annað er hitt, að æsiefnið verður alltaf tiltækilegast, þegar spurt er. Það er einfaldast í svari og nýtur þannig sérstöðu. Þó að einhver gjaldi því jákvæði sitt, er svo stendur á, þá þýð- ir það ekki að hann vilji ekki annað lesa. Tll'eðal manna og dýra hefur ■*-" sú kvöð allt til þessa legið á hinum eldri að segja þeim yngri nokkuð til vegar, velja og hafna þeirra vegna. Væri fróðlegt að vita, hvar í nátt- úrunnar ríki þessu sé öfugt farið annarsstaðar en þá í barnabókaútgáfu. Börn óska ekki ævinlega sér til handa þess eins, sem þeim er gott og gagnlegt. Nægir í því sam- bandi að minna á óskir þeirra um sælgæti. Séu þau vanin á eiturlyf, sem kvað vera mjög auðvelt, þá heimta þau eitur- lyf. 1 hverju sem er geta barnalegar óskir þeirra farið í bága við andlega eða lík- amlega heilbrigði þeirra. Þar er það uppálandans að skera úr hverju sinni og vaka yfir velferð þeirra. Þetta ætti hver skyniborinn maður að vita og veit reyndar, ef hann nennir að hugsa um það. Sú þróun, sem komin er j fast form hjá frændþjóðum okkar, vex nú einnig hér liröð- um skrefum. Farið er að ætla börnum og unglingum það helzt til skemmtilesturs, sem æsir og er spennandi og er þó vægilega til orða tekið. Með öðrum orðum: Börn og unglingar skulu aðeins lesa reyfara. Mörg þeirra munu að vísu komast af reyfarastiginu seinna. Langflest ekki. Þá hefur óheillavænleg þróun átt sér stað og skapazt hafa hér tvær stéttir í andlegum efn- um, eins og víða annarsstaðar. Sú kynslóð hér á landi, sem nú er miðaldra ólst ekki upp við reyfaralestur. Hún ólst upp á þeim tíma, þegar vor- hugur fór um þjóðlíf og lærði snemma að meta listræn verk. Hjá henni er heldur ekki að finna aðeins fáa útvalda. sem notið geta listar í frásögn. þátttaka hennar í fögnuði yfir því, sem bezt er skrifað, hefur verið að kalla má almenn. Það hefði verið okkur veglegt hlutverk að vera öðrum þjóð- um eftirbreytnisverð í þessu efni enn um skeið og helzt þar til upprofar. En sá, sem vaninn er við lestur á Benna- bókum, Siggubókum og hvað það heitir allt þetta siðlausa kjaftæði, hann á langa leið fyrir höndum til að komast þaðan burtu. Svo langa leið, að það er borin von, að hon- um endist þrek og skilníngur til að fagna ným Gerplu eða nýjum Tómasi Guðmundssyni. En nú þykir þroskuðu fólki mjög girnilegt að lesa um morð í dagblöðunum. Svo seg- ir að minnsta kosti Peter Grove. Því skyldu þá ekki börn og unglingar fá slatta af morðum og dálítið af öðmvísi manndrápum til að lesa um í bókum sínum ? Það er vegna þess, að þetta tvennt er á engan hátt sambærilegt. Á þessu tvennu er eðlismvnur svo mikill, að það stappar nærri fávizku að tala um þetta sem eitt og hið sama. Þroskað fólk, sem les frásögn af morð- máli í dagblöðum, gerir það af vitrari eða óvitrari löngun til að fylgjast með því, sem er að gerast í kringum það. Ef til vill hróflar það við hvers- dagsleikanum snöggvast, vek- ur ef til vill lirylling. Um samúð með afbrotamönnum eða hatur á þeim er sjaldan að ræða. Næsta grein blaðsins er lesin og svo er ekki meira um það. Allt öðra máli gegnir um glæpasöguna og morðsög- una og þó sérstaklega, ef les- andinn er barn eða unglingur. Þá er það glæpurinn sjálfur, sem allt snýst um, enda er hann venjulega sviðsettur til þess. Sá heimur, sem sagan skapar, er til orðinn utan um afbrotin og það er hvergi hægt að komast framhjá þeim. ímyndunarríkur lesandi er ekki kominn í þennan stað til að lesa neitt. Hann er sjálfur í þeim atburðum, sem gerast. Ýmist er hann afbrotamaður- inn sjálfur eða sá, sem hann á í höggi við. Hugurinn brenn- ur annaðhvort af skilnings- lítilli hetjudýrkun eða af blindri heift. Sá, sem vaninn Framh. á 9. síðu Steíán Jónsson rithöíundur : Fáein orð um BARMBÆK UB í síðasta hefti Melkorku er birt mjög athyglisverð grein um barnábœkur, skrifuð af Stefáni Jónssyni rithöfundi. Þjóöviljinn hefur fengið leyfi Stefáns til að birta grein- ina, og kemur fyrri hlutinn i dag en síðari lilutinn í priðjudagsblaðinu. Vill Þjóðviljinn hvetja lesendur sína til að lesa greinina gaumgœfilega; þar er fjallað um brýnt og afdrifaríkt vandamál.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.