Nýi tíminn


Nýi tíminn - 11.04.1957, Blaðsíða 12

Nýi tíminn - 11.04.1957, Blaðsíða 12
Vfö getum framleitt mlkinn hluta þess timburs er við þurfum að nota herhið á Hallormsstað hefur raxið S tenings metra á ári — Sithagrenið rex áiíha hratt Þegar nú er verið að bollaleggja um hvernig gera eigi landsbyggðina á íslandi byggilega í framtíðinni, þá verð- ur ekki nokkur leið að ganga framhjá því að auka mjög skógrækt á þeim stöðum þar sem bezt hentar fyrir hana. Á þessa leið fórust Hákoni Bjarnasyni orð í gær í viðtali við blaðamenn, þar sem hann Bkýrði frá starfi skógræktar- ínnar. í ár munu verða 650 þús. trjáplöntur til gróðursetningar. Gróðrarstöðvar Skógræktar rík- [sins eru nú samtals 6 ha. og hjá Bkógræktarfélögunum 3 ha eða eamtals 9 ha, en verið er að etækka þær svo þær verði rúm- Iega 9 ha. 2 millj. á ári Nú er að verða hægt að fram- leiða 1 millj. plantna á ári, en eú tala á að aukast upp í 2 millj. þegar fullsett hefur ver- Ið í gróðrarstöðvamar. Á þessu ári verður piöntu- firamleiðslan miinni en ætlað hafði verið og veldur því sum- arið 1955. Plöntur sem þá voru dreifsettar hafa ekki náð tilskil- [nni stærð á tveim sumrum. Skógarvarðafundur Skógarverðir landsins komu saman á fund hér í Reykjavík síðustu dagana í febrúar að vanda. Er þetta í sjöunda sinni, sem slíkir fundir eru haldnir Þá eru rædd verkefni Skógræktar ríkisins og áætlun gerð fyrir ár- Ið. Að þeim fundi loknum, sem venjulega stendur 3 daga, koma saman fulltrúar skógræktarfélag- anna og sitja þeir á fundum £ 2 daga. Þar er lögð starfsáætl- un fyrir félögin og störf þeirra samræmd. Ennfremur eru aðal- fundir undirbúnir á þessum P, Scott siiæddi 45 ára gamalt nesti iöður síns Listmáianhn Peter Scott, sem kom liingað til larnls um árið til að telja gæsir uppi við Hofsjökul, vann sér annað itil frægðar í síðasta mánuði. Hann snæddi með beztu lyst inesti, sem faðir lians hafði haft ímeð sér til Suðurskautslands- Fins fyrir 45 árum. Peter Scott er sonur land- feönnuðarins fræga R. P. Scotts höfuðsmanns, sem varð úti á- samt félögum sínum í heim- skautaleiðangri 1911. Nestið var í birgðageymslu, sem þeir voru að berjast við að ná þegar heimskautabylurinn varð þeim yfirsterkari. Bandarískur leiðangur fann nestisgeymsluna af tilviljun í fyrra sumar. Niðursoðinn mat- ur í dósum, sem legið hafði í 45 ár í ísauðninni, var sendur til Englands. Blikkrannsókna- stofnunin í Greenford fékk dósirnar í hendur og bauð Pet- er Scott að leggja sér inni- haldið til munns, til þess að sýna fram á geymsluþol niður- soðinna matvæla. fundum, þannig að þeir geti gengið hraðar og auðveldar en iður. Á fundinum var ákveðið að aðalfundur Skógræktarfélags íslands væri haldinn á Kirkju- bæjarklaustri hinn 5. og 6. júlí í sumar!. Þangað jer von á Birgi Steenstrup, sem er yfir- maður danska Heiðafélagsins. Stækkað á Hallormsstað Líkur eru til að nóg verði til af góðu girðingarefni tímanlega í vor. Munu bæði skógræktar- félögin og Skógrækt ríkisins leggja stund á að endurbæta girðingar sínar. Fátt mun reist af nýjum girðingum. Þó mun girðingin á Hallormsstað stækk- uð nokkuð út í land Hafursár. Tekjur Landgræðslu- sjóðs 1 millj. Tekjur af vindlingum þeim, sem ganga undir merki Land- græðslusjóðs hjá Tóbakseinkasöl- unni námu alls kr. 1.131.486,92. Af því voru kr. 131.486.92 látnar renna í sjóðinn, en einni milljón varið til ýmislegs varðandi upp- eldi trjáplantna. f hlut skóg- ræktarfélaga komu kr. 277.000,00 en til Skógræktar ríkisins r'unnu kr. 733.000,00. Án þessara tekna væri uppeldi trjóplantna mjög illa á vegi statt, en fyrir þetta fé er það nú að komast yfir örðugasta hjallann. 5 teningsmetrar á ári. Annars er árangur af gróður- setningarstarfi síðari ára á þann veg, að nú þarf ekki lengur um að deila, að við getum fram- leitt mikinn hluta þess timburs sem við þurfum að nota, í land- inu sjálfu, sagði skógræktar- stjóri. Lerkið á Hallormsstað hefur komizt upp í að vaxa um 5 teningsmetra á hektara lands nú á síðustu árum. Það hefur náð rösklega 6 m hæð á 18 ár- um. Sitlcagrenið hefur líka vaxið ágætlega hér sunnan lands og vestan. Hæsta tréð er um 9 metrar eftir 19 ára vöxt. Margt fleira mætti segja um trjávöxt- inn, sem sannar þetta. Þegar nú er verið að bolla- leggja um, hvernig gera eigi landsbyggðina á íslandi byggi- lega í framtíðinni, þá verður ekki nokkur leið að ganga fram hjá því að auka mjög skógrækt á þeim stöðum, þar sem bezt hentar fyrir hana. Eg trúi ekkj á þessar „baktýr- ur“ á einn af landlæknunum hér að hafa sagt, þegar Pasteur hafði gert hinar merkilegu upp- götvanir sínar. Þeir, sem enn halda að hér séu engir möguleik- ar fyrir ræktun skóga mættu minnast þessa. M/j v t Nyi timinn Föstudagur 11. apríl 1957 — 11. árgangur — 15. tölublað Enn langt þar til nóp margar hjnkrunarkonnr útskrifast í lok síðasta mánaðar útskrifuðust 13 hjúkrunarkon- ur og' annar hópm* útskrifast næsta haust. Nemendur Hjúkrunarkvennaskóla íslands eru nú rúmlega 100 tals- ins, en þótt gera megi ráö fyrir að framvegis útskrifist 30 til 40 hjúkrunarkonur á ári mun langt þangað til eft- irspurn eftir hjúkrunarkonum verður fullnægt. Hjúkrunarkvennaskóli íslands unarnámið er fast tengt sjiikra- tók til starfa árið 1931 og hafa húsunum, þau eru alltaf starf- samtals 347 nemendur lokið andi og sjúklingar þarfnasfc námi. Á síðustu 5 árum hafa sömu aðhlynningar alla tíma- að meðaltali útskrifazt árlega Skólinn verður þess vegna frá- Speidel tekur við herstjórn 25 nemendur, en 30 hafið nám. Á siðasta ári voru nemendur orðnir um 90 talins, en eru nú rúmlega 100 og heimavist nýju skólabyggingarinnar má teljast fullskipuð nú þegar. Núverandi kennslustofur eru aðeins bráðabirgðaúrlausn og útilokað að kenna þar stærri liópum en nú eru teknir inn. Ennþá er ó- byggð álma, þar sem ætlað er rúm fyrir kennslustofur, borð- stofu, eldhús og heimavist fyr- ir 30 nemendur. Þegar hún er fullgerð, má fyrst vonast eftir, að fjölgun útskrifaðra nemenda fari verulega að gæta. Af þessum 100 nemendum eru að jafnaði rúmlega helm- ingur við verklegt nám á deild- um Landsspítalans, 25 til 30 á öðrum sjúkrahúsum og stofn- unum og einn hópur, 15-18, við bóklegt nám. Bóklega námið fer fram í námskeiðum, sem eru sex á ári. Fyrsta námskeið skólaársins hefst 1. september með forskóla, sem stendur í 8 Nýlega tók þýzki hershöfðing- inn Hans Speidel við yfirstjórn landhers A-bandalagsins um ! til 9 vikur, en hið síðasta endar miðbik bandalagssvæðisins á j í júní-júlí. Á þennan hátt kem- meginlandi Evrópu. Speidel var j ur hver hópur inn í námskeið tima hátt settur í um það bil einu sinni á ári, I a smum herstjórn Hitlers-Þýzkalands. 'enda má segja, að kennsla fari Franskur hershöfðingi setti fram næstum allt árið. Það er hann inn í embættið. líka auðskilið, þar sem hjúkr- brugðinn öðrum skólum. Honum er aldrei slitið, heldur útskrif- aðir haust og vor þeir nemend- ur, sem loldð hafa sínum þriggja ára námsferli. í lok marz-mánaðar braufc- skráðust þessar hjúkrunarkon,- ur frá Hj úkrunarkveiuiaskóla, íslands; Anna Guðríður Hallsdóttir frá Reykjavík Emilía Ósk Guðjónsdóttir frá Reykjavík Guðbjörg Hallvarðsdóttir frá Vestmannaeyjum Guðrún Guðnadóttir frá Kroasi í A-Landéyjum Hildur Júlíusdóttir frá Reykja- vík Hjördís Guðbjartsdóttir frá Reykjavík Matthildur Ólafsdóttir frá Suð- ur-Vík í Mýi'dal Ragnhildur Jórunn Þórðardótfc- ir frá Reykjavík Sigríður Benjaminsdóttii’ frá Bíldudal Sigríður Guðný Pálsdóttir frá Ölafsfirði Sigurlaug Elísa Björgvinsdótfcir frá Reykjavík Sigurlaug Helgadóttir frá Ak- ureyri Vígdögg Björgvinsdóttir frá Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, Brexka stjórnin; ,Engin leið að verja Brefland gegn kjarnorkuárásum nú‘ AkveSur algera breytingu á öllum landvarnamálum, œtlar oð fœkka mönnum undir vopnum um helming Brezka. stjórnin tilkvnnti nýlega aö hún hafi ákveðið aö gera stórfelldar breytingar á allri tilhögun landvarna-' mála, fækka stórum í brezka hernum, hætta við almenna herskyldu, draga úr útgjöldum til vígbúnaöar, en auka um leið framlög til flugskeyta og kjarnorkuvopna. Hún tekur fram að „nú sé engin leið að verja Bret- land að nokkru gagni gegn kjarnorkuárásum“. Breytingar þær sem brezka þeim fækkað um 65.000, en ætl- stjórnin hefur ákveðið á til- högun landvarnamála eru sagð- ar þær mestu sem nokkru sinni hafi verið gerðar 1 Bretiandi á friðartímum Fækkað um helming Ætlunin er að fækka rrtönn- um undir vopnum um nær helm- ing fyrir árslok 1962. Hin almenna herskylda verður afnumin árið 1960, og herinn aðeins skipað- Ur atvinnuhermönnum. Nú eru um 690.000 menn í landher, flugher og flota Bret unin er að í árslok 1962 vei’ði aðeins 375.000 menn undir vopn- um í Bretlandi. Miuni herkostnaður, en fleiri kjarnorkuvopn Fækkunin í hernum á þessu ári og aðrar sparnararráðstaf anir sem gerðar verða munu minnka áætluð herútgjöld um rúmlega 200 milljón sterlings- pund. Brezkum hermönnum í Vest- ur-Þýzkalandi verður fækkað um 13.000, en þær hersveitir lands. Þegar á þessu ári verðursem þar verða eftir munu fá kjarnorkueldflaugar til umráða og flugsveitir verða búnar kjarn- orkusprengjum. Svipuð fækkun verður í her- sveitum Breta á flestum öðrum stöðum erlendis, og verður allt brezka herliðið sem nú er í Suður-Kóreu þannig kvatt heim. Sprengjuflugvéiasveitir Breta á Kýpur munu fá kjarnorku- sprengjur. Floti og flugher minnkaður Hætt verður við smíði fjölda herskipa sem áður hafði verið ákveðið að byggja og beitiskíp verða smém saman tekin úr notkun. Megináherzlan verður lögð á flugvélaskip og minni her- skip sem búin verða flugskeyt- um. Einnig verður hætt við smíði orustuflugvéla og sveitum slíkra fiugvéla fækkað. Áherzlan verð- ur í staðinn lögð á flugskeyti sem ýmist verður hægt að skjóta úr flugvélum eða stöðvum, á landi. Orustuflugvélar verða smám saman alveg teknar úr notkun. Engar varnir til Brezka stjórnin segist hafa tekið ákvörðun um þessar stór- felldu breytingar ný.a. vegna þess „að nú sé engin leið til að verja Bretland að nokkru gagrn gegn kjarnorkuárásum“, og hún bætir við að „jafnvel þó aðeins tylft fjandsamlegra sprengjuflug- véla kæmist gegnum varnirnar, myndu þær geta valdið gereyð- iugu mikils liluta landsins“. Önnur ástæða til þess að brezka íhaldsstjórnin hefur tek- ið þessa ákvörðun er sú, að hún vonast til að vinna með henni eitthvað aftur af því fylgi sem. hún hefur tapað á undanförnum mánuðum.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.