Nýi tíminn


Nýi tíminn - 11.04.1957, Blaðsíða 9

Nýi tíminn - 11.04.1957, Blaðsíða 9
4 ORÐSENDINGAR Til Gregory. Við þökk- um þér kærlega fyrir kveðjuna og fyrir skrýtlu- royndma, sem ef til vill kemur í næsta blaði, eíns er myndin þín af Geysi ágæt og kemur kannski bráðum í blaðinu. Við iætlum að nota tækifærið tii að tala aðeins um Enyndir, sem við fáum sendar. Til þess að mynd :geti komið í blaðinu þarf að vera hægt að gera af lienni myndamót-og sum- ar myndirnar, sem við 'faum eru þannig að þær koma illa út á mynda- rnóti, það eru einkum anyndir í fölbláum litum Og skyggðar blýants- anyndir. Bezt er að mynd- 'jrnar séu með hreinum línum og helzt farið ofan LITLA KROSSGÁTAN 'f í M ■ WM ■ 3 T~ (, É i m 'm 7 g B 1 m wj/ýá 4 Lárétt skýring: 1 svip- nr, 3 ármynni, 5 sveit, 7 hey.... 8 forsetning, 9 hanga. Lóðrétt skýring: 1 fjall 8 stúlka, 4 horía fast, 6 hreinlætistæki. ILansn á síðustu gátu: Lárétt: 1 arfi 3 ys 5 Ijós, 7 súpa, 8 rá, 9 hafa. Lóðrétt: 1 aular, 2 fjós, 4 stafa, 6 stafa. í strikin með teiknibleki eða bara bleki, ef þið eig- ið ekki blek gerir ekkert til þó þið sendið blýants- mynd, við getum f arið of- an í línurnar og skýrt þær. Eins og til dæmis skrítlumynd Gregorys, sem er blýantsmynd. Anna á Grund. Þökk fyrir bréfið þitt, við mun- um birta textann Við gengum tvö, seinna og tölublaðið, sem þig vant- færð þú sent. Spurningar 1 Hvað mundir þú gera, ef þú værir ósýnileg- ur? 2 Hvers mundir þú óska, ef þú ættir eina ósk? ar þú ert orðinn stór? Sendið Óskastundinni svör við þessum spurn- ingum í bréfi. Þið þurf- ið ekki að svara öllum i einu, heldur þeirri, sem ykkur finnst bezt að svara. Síðan birtum við beztu og skemmtilegustu svörin. Smá verðlaun gætu komið til greina fyrir sérstaklega skefnmti legt eða gott svar. Hann vildi verða góður ntaður Fúsi, sem er þriggja ára gamall, var eitt sinn spurður að því, hvort hann ætlaði ekki að verða prestur, þegar hann væri orðinn stór, „Nei, ég ætla bara að að verða góður maður“, sagði Fúsi. ‘&-I Itnl Þessa mjmd teiknaði 6 ára snáði úr Stranda- sýslu. Myndinni fylgdu þessi orð: Kæra Óska- stund! Ég sendi þér lirút, sem ég teiknaði. Hvernig er skriftin. Vertu sæl. iJóhann Sigm. Sigurðsson, ;Litla-Fjarðarhorni. Þar ! sex ára er ekki hægt að j segja annað, en að skrift- in sé alveg ágæt; þó kannski sé ekki sem ör- uggast haldið á pennan- um ennþá, spáum við því að einhverntima eigi sá litll eftir að skrifa þokkalega. Ráðningar Ráðningar á gátum í síð- asta biaði: 1 ráðning 2. fá-kar 3. Róm. 4. ís-af-jörð. 5. ber 6. Síða. 7 skyggni. 8. Krá-ka. 9. Þau ráða bæði kjól og kalli. 10. hæstarétt. GÁTA Hvað líggur í göngum méð löngum spöngum, gullinu fegra, en grípa má þó enginn? Laugardagm* 6. apríl 1957 — 3. árgangur — 14. tölublað Ritstjóri: Viiborg Dagbjartsdóttir — Útgcfandi: Þjóðviljinn Snorri Stiirliisoii Ef útlendingur væri spurður að þvi hvern hann teldi merkasta mann, sem fsland hefði alið, myndi hann að lík- indum svara, að hann teldi Snorra Sturluson merkastan allra íslend- inga. Vissulega er ekkí gott að ákveða hver er merkastur, en víst er um það að Snorri mun einna frægastur fslend- inga fyrr og síðar. Hann fæddist í Hvammi í DöJ- um árið 1178. Faðir hans var Hvamm-Sturla og var Snorri yngstur Sturlu- sona, hinir voru Þórður og Sighvatur. Þegar Snoi’ri var fimm vetra andaðist faðir hans, én hann fór í fóstur til Jóns I.oftssonar í Odda Þar var þá helzta menntaset- ur landsins og mun Snorra hafa orðið gott af veru sinni þar. Hann var gáfaður, glæsilegur og fégjam eins og þeir Sturlungar flestir. Hann giftist oft og voru konur hans hver annarri ríkari. Þannig varð Snorri um tima ríkasti maður lands- ins. Ekki var hann ýkja friðsamur og átti oft í iiideilum bæði hér heima og ( Noregi. Þá var Hákon gamli konungur í Noregi og hann hafði mikinn hug á að vinna ísland undir sig. Hann reyndi að fá Snorra til liðs við sig, en Snorri vildi ekki stuðia að nein- um landráðum og var' mjög andvígur valda- brölti málamanna Hákon- ar konungs hér á landi. Það varð honum líka að fjörtjóni. Menn Hákonar drápu hann árið 1241 í Reykholti. Snorri er írægur fyrir rit sín og þeirra merkust eru Heimskringla og Edda. Hér með fylgir teiknufi mynd af Snorra, það er 11 ára drengur Marínó að nafni, sem teiknaði myndiná. Hann kvaðst ekki treysta sér til að láta sjást framan . Snorra svo gáfulegur, sem hann muni hafa ver- ið. Það væri ekki á færi nema mestu snillinga að Framhald á 3. síðu Fóeiit orð um barnabœkur Framhald af 4. síðu er við að lesa um þessi efni, mun varla telja þá sögu góða, sem ekki kemur honum í þannig sefjunarástand. Glæpasögur fyrir börn og unglinga áttu hér ekki mikiu fylgi að fagna lengi vel. Þjóð- in er fremur kunnáttulítil í morðum og stríðsmenn fáir. Höfundar, sem frumsemja þessar bækur hér, hafa allt til þessa verið deigir við stór- glæpina. Við höfum átt hér nokkra allgóða barnabókahöf- unda, þó áð ekki verði nafn- greindir hér, enda eru þeir margir hverjir að gefast upp fyrir þýðingarleysi sínu, svo að þeir, sem eftir eru og reyna að skrifa fyrir skynigæddar verur, verður nú að telja til algjörra undantekninga. Svo djúpt niður er þessi tegund bóka að sökkva, að enginn rit- höfundur, sem nokkurs virðir þann titil sinn, lætur sér til hugar koma að skrifa bók fyrir bernsku og æsku þjóðar sinnar. Barna- og unglingabók er nefnilega ekki bók lengur. Framvegis munum við hvorki fá Kátan pilt né Sig- rúnu á Sunnuhvoli frá stór- ská.ldum hinna Norðurlanda- þjóðanna. Þar í löndum virðist ekki lengur litið á börn sem skynigæddar verur með leit- andi hugi. Hér á íslandi eigum við nógu stóran hóp til þýð- inga á reyfurum þaðan í stað- inn. Allt of margt af því fólki, sem gefur sig að þeirri iðju, er smekklaust á stil og heyrn- arlaust á hljóm í setningu. Nokkrir þeir, sem frumsemja, eru teknir að reyna að segja frá einhverju yfirspenntu, ein- hverju æsandi, einhverju, sem alls ekki verði slegið út í reyfaramennsku. Dettur þeim þá helzt í hug hverskonar leynifélagsskapur, undraflug- vélar og flugslys, jafnvel hrap í klettum og drtikknanir niður um ís og annað það, sem þægilegt er að grípa til. Umfram allt að skrifa þannig að hvergi reyni á sjálfstæða hugsun Iesanda. Auk þeirra, sem þannig- skrifa og hinna, sem enn teljast til undantekn- inga, eru margir hér, sem skrifa barnabækur fullar af væmni um ekki neitt, og er sá hópurimi líklega fjölmennast- ur. En við því er auðvitað ekkert að segja. Það er eðli- legt og hefur sennilega enga hættu í för með sér. Sú þróun, sem hér er í stöðugum vexti, höfum við ekki kallað yfir okkur vitandi vits. Hún hefur ekki átt neina sérstaka formælendur hér fram til þessa og liklega hef- ur hún hvergi átt þá upphaf- lega. En hún er staðreynd eigi að síður og veldur þvi, hve almennur sá skilningur er að verða, að barna- og ungl- ingabækur eigi að efni til að vera utan við líf og tilveru. Ég hef stundum horft á fólk í bókaverziunum hér fyr- ir jólin, þegar það er að velja börnum sínum bækur til jóla- gjafa. Mikill hluti þess kaupir handa börnum sínum aðeins þær bækur, sem ég myndi telja hið ómerkilegasta þvaður. Þarf ekki lengi að athuga þetta til þess að komast að raun um, að fólk þetta kaupir helzt þær bækurnar, sem mest hafa verið auglýstar. Ég þekki þetta. fólk, það er sama fólkið, sem ég vissi á æskuárum sín- um gleypa í sig sögur Jóns Thoroddsen, Einars Kvaran og Jóns Trausta, gráta örlög Viktoríu með Hamsun, stafa sig með ákefð fram úr bókum Gunnars Gunnarssonar jafn- óðum og þær komu út á dönsku, tileinka sér með djúp- um unaði Söngva förumanns- ins, hrífast af Svörtum fjöðr- um og kunna utanbókar langa kafla úr bréfi til Láru. Nú stendur þetta sama fólk hér í bókabúðum og velur börnum og barnabörnum sínum bækur. Það stendur hér og biður um bláa bók, græna bók, gula bók eða rauða. Um efni er lítið skeytt. Sé um það skeytt, er beðið um eitthvað spenn- andi fyrir strákinn t. d. leyni- lögreglusögu, en handa telp- unni um Drottningu myrkvið- arins eða annað þessháttar. Hvað kemur til, að fólk, sem heldur að það sé fætt af einni mestu bókmenntaþjóð heims- ins og sjálft hefur strax á unga aldri notið þeirra bók- mennta, sem menning þjóðar- innar gerði beztar, sýnir slík- an menningarlegan fjandskap í garð sinna eigin barna? Svar við þeirri spurningu er nokk- Fimmtudagur 11. apríl 1957 — NÝI TIMINN — (8 Framhald af 10. síðu fyrir skömmu voru beint yfir, eru til hinnar handar, himinn ið í góða fjarlægð frá Reykjavík, nokkurn spöl inn yfjr landið, fær hann að leysa þá þraut að undir og himinn yfir. Þitt líf og mitt líf Og „pyndingarnar'1 halda á- fram, það er flogið víðar og leystar fleiri þrautir: Aftur og aftur er þessi blindaði maður látinn setjast á Keflavíkurflug- völl og hefja sig aftur tii flugs. Allan þennan tíma verður hann án afláts að horfa á mælana í borðinu fyrir framan sig. Eftir þeim verður hann að fljúga. Þannig er blindflug. Og það er alls ekki verið að þessu til þess að skemmta nokkrum misjafn- lega innrættum blaðamönnum við að horfa á. Til þess liggja al- varlegri ástæður. Ef við skyldum einhverntíma eiga eftir að ferð- Stokkhólmsbúi nokkur hefur fengið tilkynningu frá sænska utanríkisráðuneytinu, um að honum hafi tæmzt arfur í Sov- étríkjunum. Svíinn var nánasti ættingi öldungs í Riga, sem lét eftir sig húseignir metnar á 250.000 krónur. Skiptaréttur í Sovétríkjunum hafði upp á erfingjanum með hjálp sænskra stjórnarvalda. uð margþætt, en sterkir eru þeir þættir, sem hér skal mimist á. ast roeð flugvél getur þitt líf og nútt líf verið undir því komið að flugmaðurinn geti hvenær scm á þarf að halda flogið ai- gerlcga blindandi og án þess að ,,sjá út úr augunum11 og skilað þér niður til jarðarinnar aftur. næstum því jafn mjúklega og legði hann þig í sængina heima hjá þér. Forsetaúrskurður Framhald af 2. síðu. eða segi af sér. Þessi þögn stjórnarskrárinnar bendir til þess, að gert sé ráð íyrir, að í ]>essum tilvíkum sé jafnan vara- mönnum til að drcifa, og styrk- r það ennfremur áðurgreindan skilning á ákvæði 31. gr. stjóm* arskrárinnar. Þegar til alls þessa er litið, Arerður ekki talið, að efni frum- varps þessa sé andstætt stjórn- arskránni. Urskurður minn verður þ\rí á þá lund, að framkomin frávís- unarkrafa verði ekki tekin til greina“. Gísli Guðmundsson flutti því næst framsöguræðu af hálfu. meirihluta allsherjarnefndar. Mæla þrír þingmenn með að« frumvarpið verði samþykkt ó» breytt, en tveir (íhaldsþing- mennirnir) höfðu ekki skilað áliti. Annar þeirra, Bjö.rn Ólats- son, kvað ástæðuna þá að beðið hefði verið eftir forsetaúrskurð- inum. Bað hann um að umræð- unni yrði frestað, svo minni- hluta ynnist tóm til að gefa út nefndarálit. Varð forseti við þeirrí beiðni.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.