Nýi tíminn


Nýi tíminn - 11.04.1957, Blaðsíða 8

Nýi tíminn - 11.04.1957, Blaðsíða 8
^jg- NÝI TÍMINN — Fimmtudagur 11. apríl 1957 Á síðasta ári voru liðin 150 ár frá því að stúlka ein í Danmörku gaf út smárit eða frásögn um ævintýralegt líf sitt á sjó og landi, eins kon- ar sjálfsævisögu. Þessi stúlka varð fyrst allra danskra kvenna til að öðlast réttindi sem klæðskerameistari, en áð- ur en henni hlotnaðist sá frami hafði hún lengi starfað sem farandsveinn við klæða- gerð, og hún starfaði einnig sem háseti og sem hermaður, hálfri annarri öld áður en nokkrar kvennasveitir voru skipulagðar til hernaðar- starfa. Hún var á ýmsan hátt brautryðjandi sem kona og hið litla rit, sem skýrir frá ævintýrum hennar og reynslu, er bæði undarlegt og átakan- Iegt. Það vakti mikla eftirtekt og umtal í heimsblöðunum fyr- ir nokkrum árum, þegar brezkur skipstjóri reyndist dulbúin stúlka. Og amerísk- ur hermaður, sem við upp- skurð í Danmörku skipti um kynferði, varð frægur og auð- ugur í heimalandi sínu. Saga Maríu Stokkenbeck er nokkuð annars eðlis. Hún var ákveð- in og kjarkmikil stúlka, sem vildi lifa lífinu frjáls og vinna fyrir sér á eigin spýtur á þeim timum, þégar hugtakið at.- vinnulega sjáifstæð kona var fjarstæða, sem aðeins þekkt- ist í hinu útópíska fyrirmynd- arríki Holbergs í ,Niels Klim,‘ þar sem konur gátu bæði ver- ið dómarar og borgarstjórar. Engelbrecht Maria Stokken- beck fædclist 1759 í Holtseta- landi, sem þá taldist til Dan- merkur. — Faðir hennar, sem Jóhann hét, var gullsmiður. En foreldrar hennar létust bæði meðan María var enn barn að aldri, og hún varð síðan sjálf að vinna fyrir lífsviðurværi sínu. Alls staðar, þar sem hún dvaldi, hlaut hún hinn bezta vitnisburð. En þá ákvörðun, að afla sér frels- is með því að dulbúast sem karlmaður, tók hún eftir að hún hafði flutzt til Kaup- mannahafnar og gifzt þar drykkjusjúkum ónytjungi. Bruggarinn pantaði vígslu. Um giftingu hennar er ann- árs þessa sögu að segja: Hún hafði unnið hjá Westermann kammerháði, en veiktist og varð að'fara í sjúkrahús. Eft-: ir að hún kom af sjúkrahús-' inu hafði hún húsnæði hjá konu einni í Gothersgötu, og kvöld eitt, er hún sat við eauma, kom þangað bruggari, sem kunnugur var í húsinu, og settist við að gera við jakka sinn. María sagði að það væri til skammar, að „karlmaður skyldi fást við slíkt kvennaverk," og tók af honum jakkann og lauk við- gerðinni. — Þegar hún hafði lokið því verki, sagði brugg- arinn: „Stúlka litla, vilt þú ekki eiga mig fyrir mann?" En hún svaraði: „Svo sem eins og hvern annan!“ Hún skrifar, að þetta hafi verið sagt í gamni, en brugg- arinn fór og pantaði vígslu. María mótmælti, en lét að Iokum undan fortölum veit- ingakonunnar, sem m. a. taldi henni trú um, að maðurinn ætti eignir upp á 700 ríkis- dali. Þetta varð óhamingju- eamt hjónaband. Bruggarinn, Morten Christensen Dals- gaard, var hreinræktaður drykkjurútur. „Við daglega drykkju og svall eyddi hann öllum okkar eigum, og það svo, að hann hlífði jafnvel ekki fötum mínum.“ Brúnt fataefni. María gerði allt sem hún gat, til að viðlialda heimilinu og leitaði stöðugt atvinnu, en þegar menn heyrðu, að hún væri gift, vildu þeir ekki taka hana fyrir þjónustustúlku og aðra vinnu var ekki að hafa. Hún yfirgaf þá mann sinn og ferðaðist til Kiel, en jafnvel þar komust menn fljótlega að því, að hún var gift, og neituðu henni um vinnu. Þá var það, að hún fann undar- lega leið til bjargar. Hún seldi föt sín og keypti brúnt fataefni. Það fékk hún í hend- ur klæðskeranema á stærð við hana, til að sauma úr því föt hjá meistara hans. Hún hafði talið honum trú um, að fötin ættu að vera handa bróður hennar, sem heima ætti í Hamborg. Ilún mældi skó sína með prjóni og keypti karl- mannsskó. Þar að auki keypti aðrir væru viðstaddir, án þess að vekja grunsemdir um kyn- ferði mitt.“ Nafn í skiptum fyrir silkivasaklút. Hún keypti gamalt vega- bréf eða „leyfisbréf“ af þýzk- um iðnsveini, svo að hún gæti ferðast óáreitt og tók sér nafn lians: Gottfried Jacob Striim- er. Fyrir bréf þetta lét hún skyrtu og brúnan silkivasa- klút. Og síðan hófust ferðaár hennar um Evrópu. Hún fór fótgangandi um mestallt Þýzkaland frá einni borginni til annarrar. Og vetur einn, þegar tregt var um atvinnu, réði hún sig sem sjómann — fyrst sem matsvein en síðan sem aðstoðarháseta. Hún sigldi með briggskipinu „Surite“, undir stjórn Möllers skipstjóra frá Kaupmanna- höfn, til Amsterdam, síðan meðfram ströndum Spánar og aftur til Malaga. Hin erfiða vinna á seglskipunum reynd- ist henni samt um megn. Hún varð oft veik og eitt sinn handleggsbrotnaði hún, er hún féll niður úr mastri. Hún varð því að hætta sjómennsk- Kona í karl Einstæð ævintýri danskrar stúlku íyrir hálíri annari öld hún hatt og staf og aðra unni og tók aftur til við hluti, sem karlmenn tíðkuðu flökkulífið á þýzku þjóðveg- að hafa. unum. Með horn í buxnavasanum. Dulbúin sem karlmaður hélt hún til Hamborgar sem far- andsveinn, og strax á fyrsta degi fékk hún vinnu hjá Ja- cobsen klæðskerameistara við Gæsatorg, ágætum manni, sem greiddi henni fullt sveins- kaup, enda þótt hún væri ekki fullnuma klæðskeri. Laun klæðskerasveins voru þá 28 danskir skildingar á dag. Fyrsta verkefni hennar var að sauma nokkrar buxur, en það gekk erfiðlega og hinir svein- arnir skopuðust að henni. En meistarinn var hjálplegur og vorkunnsamur og að átta vik- um liðnum hafði hún lært allt, „sem karlmanni í klæð- skerastétt ber að kunna.“ Svo varð hún atvinnulaus og ferðaðist áfram til Bremen. „Enginn, hvorki hér né annars staðar, hafði nokkurn grun um, að ég var kvenvera. Eg duldi kvenlegt vaxtarlag mitt með saumuðum linda, sem var tví eða þrívafinn um mittið, og kveneinkenni mín með síðum skyrtum og stopp- uðum nærbuxum.“ „Á leiðinni (til Bremen) fann ég horn, sem ég sjálf tálgaði til og lagaði þannig, að ég gat kastað af mér vatni í gegnum það, jafnvel þótt Neydd í ein- keninsbúning. Þetta líf var ekki hættu- laust og það versta, sem far- andsvein gat hent, var að mæta hermönnum. Einstakir vegfarendur voru formála- laust gripnir og neyddir í her- þjónustu. Veslings María var tekin í Oldesko og neydd til að klæðast í einkennisbúning, en henni tókst að strjúka. Hún hafði á þessum árum unnið í Hannover, Berlín, Jena, Rudolfstadt og Braun- schweig og alls staðar reynd- ist hún fær í sínu fagi og hlaut mikið lof. Hún lærði líka að drekka og slarka í veitingakránum og að standa sig í áflogum við hina svein- ana. Hún varð smám saman hinn snjallasti áflogaseggur og var alveg ófeimin að valda smávegis uppþotum á veit- ingastöðum. Ástfangin ekkja. Að nokkrum árum liðnum, kom hún til Póllands, og nú lá við að illa færi. Hún fékk vinnu hjá ekkju í Ratewitz en kona sú varð mjög ástfangin af hinum snotra klæðskera- sveini. „En það síðasta gat ég alls ekki gert fyrir hana og ástar- þrám hennar var ég ekki fær um að svala.“ Hún varð því að fara frá þessari ágætu ekkju, og í fylgd með sjö iðnsveinum öðr- um ferðaðist hún um Þýzka- land og Bæheim. Þeir voru mjög illa leiknir af hörðum vetri og urðu að betla hjá bændunum, sem sjálfir höfðu María Stokkenbeck í karl- mannabúningi Eyðilagður hermaður. Næsta vor var hún fangels- uð í Berlín fyrir þé sök, að „hár hennar var klippt uppi á höfðinu, eins og á hermönn- unum." Þess konar klipping var • stránglega bönnuð ó- breyttum borgurum í Berlín og áð engu liði kom, þótt hún ynni eið að því að henni hefðu ekki verið þessar regl- ur kunnar. Hún var talin lið- hlaupi og stungið í steininn. Hún fékkst þó látin laus, eft- ir að hinir sveinarnir komu til skjalanna. Áflogahneigð hennar kom henni þráfaldlega í vandræði. I Vejle slóst hún við hermann „og veitti hon- um svo mörg högg og stór, að hann sá vart glóru.“ Fé- lagar hans fóru með hann út i brugghúsið og þvoðu andlit hans úr brennivíni. En er hann sagði, að það væri skálk- ur, sem hefði barið sig, reidd- ist María og sló hann niður í kar eitt svo að hann hrygg- brotnaði. Aftur var hún handtekin. Það var alvarlegt mál að eyði- leggja hermann og hún varð að koma' í hans stað. Juel kammerherra sendi hana til Horsens, þar sem hún skyldi lútá Leuenback riddaraliðsof- ursta. Af því að hún var held- ur lítil vexti var henni komið fyrir við nám hjá trompet- leikara, en henni leiddist að læra að lesa nótur, svo að hún „lézt ekkert skilja“. Þá var hún gerð að forreiðar- sveini og jafnframt skyldi hún gæta 12 klára og einnar byssu. Þetta varð versti tíminn í lífi hennar. Henni tókst ekki að læra að sitja hest og varð hvað eftir annað að þola hina hræðilegustu barsmíð. Loks gáfust þeir þó upp á þessu og gerðu veslings stúlkuna að hlaupasveini, sem var litlu betra. Til þess að þreyta yfir- mennina, svo að þeir yrðu kannski fegnir að losna við hana, hóf hún mjög svall- kenndan lifnað og drakk sig fulla hvern dag. En það kom ekki að gagni, aðeins fékk hún meiri barsmíð fyrir bragðið. Frjáls fyrir 24 dalil Juel kammerherra, sem að lokum skildi, að hún var miður heppileg til herþjón- ustu, var vingjarnlegur mað- ur og vildi gjarnan hjálpa henni. Hann lofaði að láta hana fá lítið hús til íbúðar og snotra stúlku fyrir konu, en henni var ómögulegt að þekkjast þetta boð. Þá hét hann að veita henni frelsi gegn greiðslu, er næmi 24 rík- isdölum, en það fé taldi hann óhugsandi að hún gæti útveg- að. En „í Horsens, þar sem ég kom oft og þjóraði heilu næturnar, var ungfrú W...., sem var mjög ástfangin af mér . ... “ Þarna fékk hún 24 dali og fékk lausn úr hern- um. Eftir miklar ryskingar, á- flog og hættur á leiðinni, komst hún loks til Kaup- mannahafnar, og mun.aði þó minnstu að hún yrði aftur tekin í herinn, er hópur ný- liða réðst á hana. ög eitt sinn, að afloknum miklum slags- málum, veittu tveir bræður henni fyrirsát og börðu hana og spörkuðu á henni svo að hún varð að fara und- ir læknishendur. „En þrátt fyrir það, að ég lá lengi sjúk, og allur líkami minn var marinn og skaddaður, tókst mér að leyna kynférði mínu fyrir lækninum.“ Læknarann- sóknir hafa ekki vérið mjðg nákvæmar í þá daga. í Kaupmannahöfn eyddi hún öllu fé sínu á veitinga- húsi. Henni lék hugur á að vita, hvort maður hennar væri enn á lífi og leitaði því uppi Botcher sokkagerðar. mann sem verið hafði svara- maður hennar. Hún lézt vera trésmíðasveinn og spurði hvort hann hefði þekkt stúlku að nafni María Stokkenbeck. Á meðan hún ræddi við sokkagerðarmanninn kom kona hans heim og hún þekkti strax Maríu. Það var ljóstr- að upp um hana og hún fang- elsuð af hinum illræmda lög- reglustjóra Kaupmannahafn- ar, Födder. Málið vakti að sjálfsögðu mikla eftirtekt í Kaupmanna- höfn á þessum tíma. Bréf bárust frá mörgum þeirra meistara, sem hún hafði unn- ið hjá, ásamt beztu meðmæl- um þeirra, og þar sem hún háfði ekki framið neinn glæp- samlegan verknað, var lie?mi sleppt við hegningu, og hað sem meira var, hún fékk leyfi til að vinna fyrir sér sem sjálfstæður klæðskerameistari. Þar með var þrengingum hennar lokið. Hún gat á ný klæðzt kvenfatnaði og gat fleygt hinu skelfiíega hþrni, sem gegnt hafði því híutverki að dylja kynferði hennar við óþægilegar aðstæður. Hún gat lifað friðsömu og þægíiegu lífi í Kaupmanna.höfn sem hin fyrsta kona þar í landi, sem öðlast hafði konunglegt borgarabréf sem sjálfsíæður iðnaðarmaður með rétti til að hafa iðnsveina í þjónustu sinni. Hún var ekki lengur eftirsótt af ekkjum og komst auðveldlega hjá áflogum. Hvort hún forðaðist einnig á- fenga drykki er ekki vitað. En María Stokkenbeck var brautryðjandi og raunhæfur baráttumaður fyrir jafnrétti kvenna og karla. og fyrsta kona í Danmörku, sem braut af sér hlekki ánauðarinnar. Hún á það skilið, að hennar sé minnst nú, þegar 150 ár eru liðin frá útgáfu sjáliævi- sögu hennar.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.