Nýi tíminn


Nýi tíminn - 16.05.1957, Page 3

Nýi tíminn - 16.05.1957, Page 3
FinamtudagUr 16. maí 1957 — NÍI TÍMINN — (3 Helgi Jónsson frá H|olla Minningarorð Hann lézt hér á Landsspítal- anum í Reykjavík 8. marz s.l. Qg var jarðsunginn frá Foss- vogskirkju hinn 16. sama mánaðar. Þótt þetta langt sé um lið- ið virðist þeim, er þessar lín- ur ritar, ekki um seinan að minnast gamals vinar og góðs drengs. Munu þær þó verða fátæklegri en ástæða væri til og eingöngu þar um að kenna takmörkunum höfundar. Helgi var fæddur að Gríms- Stöðum í Mývatnssveit hinn 5. nóvember 1893. Voru for- eldrar hans hjónin Jón Sig- urðsson og Herborg Helga- dóttir, er þar bjuggu þá. Voru þau bæði af hinni nafn- kunnu Skútustaðaætt, er alið hefur margt af merku gáfu- fólki norður þar. Var Jón, faðir Helga, son- ur Sigurðar Ásmundssonar bónda á Hofsstöðum, en Ás- mundur var sonur Helga bónda Ásmundssonar á Skútustöðum, og fyrstu konu hans Kristínar Einarsdóttur. Herborg, móðir Helga var dóttir Helga bónda Jónssonar á Hallbjarnarstöðum og var hún þvi systir Sigtryggs hónda á Hallbjarnarstöðum, föður þeirra mörgu Hallbjarn- arstaðasystkina, en elztur þeirra var Björn á Brún, sem kunnur varð fyrir það að reisa nýbýli sitt á óræktuðu landi, áður en að hið opin- bera fór nokkuð að skipta sér af þeim málum. En móðir Helga á Hallbjarnarstöðum og amma Herborgar var Her- foorg dóttir Helga á Skútu- stöðum. Náinn ættingi þeirra hjóna var einnig Jón Stefáns- son skáld á Litlu-Strönd við Mývatn, sem kunnastur er undir rithöfundarnafninu, Þorgils gjallandi, en Stefán faðir hans var yngsta barn i Helga Ásmundssonar á Skútu- stöðum og þriðju konu hans. Helgu Sigmundsdóttur frá Vindbelg í Mývatnssveit. Eins og fyrr er getið var Helgi Jónsson fæddur að Grímsstöðum við Mývatn. Var hann elztur af 6 syst- kinum. Voru þau: Guðrún nú foúsett í Reykjavík, Hrefna, Þorgeir og Sigurður, er lengst af hafa dvalið í Þingeyjar- sýslu og Eyvindur, búsettur i Reýkjavík, ráðunautur Bún- aðarfélags fslánds. Þegar Heigi var á 6. ári 1899 fluttu foreldrar hans bú- ferlum að Hjalla í Reykjadal þar sem þau bjuggu síðan til dauðadags, en þau létust bæði snemma árs 1929. Þar sem Helgi var elztur margra systkina leiddi það af sjálfu sér, að hann tók snemma þátt i að vinna fyrir heimilinu. Mun faðir hans hafa verið heilsuveill lengst af og auk þess hlóðust á hann störf fyrir sveitarfélagið, sem auðvitað tóku einnig tíma frá heimilisstörfum. Var efna- hagurinn því örðugur framan af, eins og raunar á mörgum sveitaheimilum í þá daga. Og mun það ekki sízt hafa verið að þakka Helga og störfum hans að efnahagur- inn batnaði, þegar árin liðu, enda var honum annað tam- ara en að draga sig í hlé, þar sem hann vissi vinnw sinnar og krafta þörf. Þó leitaði hugur hans til meiri menntunar en hann þóttist kost á eiga heima. Fór Iiann því á Bændaskól- ann á Hvanneyri haustið 1915 og útskrifaðist þaðan vorið 1917. En þá voru bændaskól- arnir helztu menntastofnanir fyrir þekkingarþyrsta sveita- pilta, sem ekki hugðu á eða gátu lagt inn á braut langrar skólagöngu. Vel féll Helga skólavistin á Hvanneyri, enda mun námið þar hafa verið í góðu sam- ræmi við hans eigin eðli, sem var rótgróin ást á sveitalif- inu og húsdýrunum, sem hann hafði alizt upp með frá bam- æsku. Enda var hann skepnu- hirðir og einkum fjármaður ágætur. Að loknu námi á Hvann- eyri fór Helgi aftur heim að Hjalla og vann þá ásamt syst- kinum sínum fyrir búi for- eldra simia til ársins 1929. Héldu systkinin búskapnum áfram eitt ár eftir lát for- eldra sinna eða til 1930 að þau bnigðu búinu. Réðist Helgi þá aftur að Hvanneyri til Halldórs skólastjóra Vil- <5 Helgi Jónsson hjálmssonar og tók þá m.a. að sér fjárhirðinguna á búinu, sem var mikið starf og oft erfitt. Munu gömul kynni frá námsárum Helga eingöngu hafa valdið því að hann réð- ist þangað aftur. Var mér og vel kunnugt um, hve Halldór skólastjóri mat Helga mikils, sem full ástæða var lika til. Enda tengdist hann þeirri fjölskyldu vináttuböndum, er ekki slöknuðu meðan hann lifði. Eftir að Helgi fór frá Hvanneyri 1937 vann hann við ýmis störf. ýmist í Borg- arfirði eða hér syðra, meðan heilsan entist. Síðustu árin var hann þó alveg búsettur hér í Reykjavík og hélt þá heimili með eldri systur sinni Guðrúnu, sem þá var einnig flutt hingað. Ég kynntist Helga fyrst ár- ið 1930, er hann kom sem starfsmaður að Hvanneyri og unnum við þar saman um nokkurt skeið. Ekki duldist það lengi, að þar var um að ræða mann, sem gott var að vinna með, bæði vegna skap- lyndis hans og annarra mann- kosta. Hann var um það bil með- almaður á hæð og fremur grannvaxinn, en fylginn sér að hverju starfi sem hann gekk. En það sem einkenndi hann þó fyrst og fremst í öll- um störfum var hin tak- markalausa ósérhlífni, sem aldrei skorti. Mér er minnisstætt enn, að fyrir mörgum ánim síðan gaf einn vinur minn mér þá lýs- ingu á þriðja manni, sem hann var kunnugur og ég kannaðist við, „að hann hafði engan mann þekkt, er jafn óhikað lagði á sig hverskonar erfiði, til að leysa vel af hendi það starf, sem hann hafði tekizt á hendur að vinna“. Mér þótti þetta ein bezta mannlýsing sem ég hafði heyrt, en minnist þess, að ég hugsaði um leið til Iielga! Jónssonar, því mér þótti hún! geta átt við hann, flestum mönnum fremur, af þeim, er ég hafði kynnzt. Og hef ég ekki breytt þeirri skoðun síð- an. Mjög hefði Helgi mikla á- nægju af ská'.dskap, einkum ljóðum að því er mér virtist, af þeim kunni hann mjög mikið. Enda hafði hann stál- minni. Var hann svo vel heima t.d. í kvæðum þeirra Þorsteins Erlingssonar, Steph- ans G. Stephanssonar og Einars Benediktssonar, að oft undraði mig stórum hve tiltækar honum voru tilvitn- anir í Ijóð þeirra og auðvitað fjölda annarra. Þá kunni hann einnig urmul af lausa- vísum, þingeyskra hagyrð- inga, sem hann oft og einatt fór nxsð til skemmtunar þeim, er með honum voru, og vissi þá jafnan tildrögin til þess að slíkar vísur höfðu til orð- ið. Hann hafði með því og öðru gott lag á að vekja glaðværð í kring um sig, og jafnan með gamanyrði á reið- um höndum, þegar það átti við. Engu að síður mun hann hafa verið tilfinninganæmur, þótt hann hefði fremur tamið sér að bera ekki tilfinningar sínar of mikið á borð fyrir hvern sem var. Eftir að leiðir okkar skildu á Hvanneyri bar fundum okk- ar ekki saman mn aillangt skeið. En síðustu árin sem hann lifði hittumst við all- Pramhald á 9. síðu. Örlög á Litla-Hraimi Ký bék eftir Sigurð HeiSdal fyrsta síjórnanda þeirrar siofnunar Örlög á Litlahrauni, nefnist nýútkomin bók eftir Sig- urð Heiðdal, er lengi var yfirxnaður þeirrar stofnunar. I þessari bók Sigurðar eru 9 „þættir“ af örlögum manna er hælið gistu. Sigurður Heið- dal varð forstjóri' Litla- Hraunshælisins þegar það var stofnað og gengdi því starfi Sigurður Heiðdal fyrstu 10 árin. Á þessum 10 árum voru dvalargestir á Litla-Hrauni að sjálfsögðu margir, og æviatriði þeirra og örlög margvísleg og ólík. Sigurður Heiðdal mun mannþekkjari góður og um eitt skeið skrifaði hann nokkr- ar bækur, og er því ekki nýtt um að beita pennanum. Þarf ekki að efa að þessir þættir hans eru ritaðir af mannúð og næmum skilningi á margvísleg- um mannlegum örl^gum. Kaflarnir í bókinni heita: Tveir herramenn, í leiðslu, KaHnn kvistur, Eg læt ekki beygja mig, Ekki er allt sem sýnist, í tveimur vistum, Brot- ín rúða, Útiagi, Hreinsunareld- ur, og eru þetta allt þættir af dvalargestum á Litla-hrauni í stjómartíð Sigurðar Heiðdals. Þess mun ekki þurfa að geta, að öllum mannanöfnum er breytt. Lokakafli bókarinnar heitir Vinnuhælið á Litla- Hrauni. — Útgefandi er Iðunn, óveður veldur míklu tjóni í Texas í Bandaríkjunum Ofsarok og úrhellisrigningar hafa valdið miklu tjóni í Texasfylki í Bandaríkjunum aö undanförnu og ura tveir tugir manna hafa farizt. Mikill vöxtur hefur hlaupið í ár og fljót sem víða hafa flætt yfir hakka sína. Verst er á- standið í bænum Graham, sem er nær allur undir vatni. Flóðin hafa einangrað þús- undir fjölskyldna og margar hafa misst allar eigur sínar. Eitt flóðasvæðið í fylkinu nær frá Graham, sem er um 160 km fyrir vestan Dallas, og allt suður til Mexíkóflóa. Níu stórfljót hafa flætt yfir bakka sína. I borginni Victoria í nágrenni flóans hefur Guadalupefljót flætt yfir bakka sína og mörg hverfi borgarinnar eru undir vatni. Óttazt er að Coloradofljót flæði yfir bakka sína við Col- umhus, 120 km fyrir vestan Houston. Hæðir og lægðir á Marz líka Japanskir stjörnufræðingar sem fylgzt hafa með myndun skýja á plánetunni Marz í þrjá mánuði segjast hafa komizt að þeirri niðurstöðu að þar verðl stundum fárvjðri eins og þau sem koma fyrir í hitabeltinu á jörðinni. Þessi niðurstaða þeirra staðfestir kenninguna um að á Marz séu hæða- og lægðasvæði eins og á jörðinni. Meðan á at- Rússor og Flxtnor kvikmynda Kaievala Ptusjkó sem gerði „Steinblómið" stjórnar töku myndarinuar hugunum þeirra stóð, voru tekn- ar l.iósmyndir af öllum breyt- ingum sem urðu á skýjamyriöurt- um á Marz. Borneign ekkí soknœm Ákveöiö hefur veriö að sovézkir og finnskir listamenn geri í sameiningu kvikmynd meÖ efni úr Kalevala, hin- um forna, finnska sagnaljóöabálki. Myndatakan er þegar hafin í stærsta kvikmyndaveri Sovét,- ríkjanna, Mosfilm í Moskva. Myndin verður tekin i litum og send út í tveim útgáfum, annarri fyrir venjulegt sýning- artjald en hinni fyrir breið- tjald. Kv5kmyndatökustíórinn, Aþ exander Ptusjko, er væntan- Iegur frá Moskva til Helsinki á næstimni ásamt sovézkum kvikmyndatökmnönnum og leikunun. Þar munu sovézku gcstirnir ráðfæra sig við finnska starfsbræður sína, finnskir leikarar verða ráðnir og útiatriði tekin í finnsku landslagi. Ptusjko er frægastur fyrir ævintýrakvikmyndina Stein- blómið, sem hlaut fyrstu verð- laun í Cannes og var sýnd víða um heim við mikla aðsókn og lof gagnrýnenda. Siðan hefur hann gert myndina Sadko. Fyr- ir tveim áratugum gerði hann myndina Gúllíver • eftir sögu Swifts Hæstiréttur Marylandfyik s í Bandaríkjunum hefur dærnt ógild 250 ára gömul lagaá- kvæði, sem lögðu refsingu við þvi ef hvít kona fæddi barn sem svertingi var faðir að. Dómarinn vísaði frá málii, sem höfðað hafði verið gegn stúiku einni. ^reioio Nýia timann

x

Nýi tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.