Nýi tíminn


Nýi tíminn - 16.05.1957, Blaðsíða 9

Nýi tíminn - 16.05.1957, Blaðsíða 9
3, árgangur — 18. tölublað 2 LÍTLA KROSSGÁTAN Lárctt: 1 frón 3 ys 5 kvenselur 7 bæta við 8 samtenging 9 sannleikur. Lóðrétt: 1 þvo 2 nota 4 stáss 6 peninga. Lausn á síðustu gátu: Lárétt: 1 fimm 3 ás 5 naga 7 Inga 8 an.9 saga. Lóðrétt: 6 Anna. 1 Finna 2 magi 4 staga t.— ----------------■—- BOBBÝ VILDI KOMA AFTUR Ensk telpa, sem heitir Brenda, bjargaði kanínu- unga úr klóm hreysikatt- ar úti í skógi. Hún tók ungann heim með sér og .annaðist hann um tíma. Hann var svo lítill, að hún varð að gefa honum mjólk og til þess notaði hún slöngu úr sjálfblek- ung. Bobbý, svo kallaði Brenda kanínuungann, fór vel fram og þegar þegar hann var orðinn vel bjargálna fór Brenda með hann út í skóg, þar Hvað er nú þetta? Það er von þið spyrjið, en takið ni'i blýant í hönd og dra.gið strik milli svörtu depl- anna í réttri númeraröð og þá er svarið við spurn- ingunni fengið. Ef yþkur iangar til, getið þið litað myndina á eftir. sem hún fann hann og vildi gefa honum fi’elsi sitt aftur. Þegar hún sleppti honum hljóp hann svolítinn spöl frá, en stanzaði siðan og horfði í kringum sig, svo sneri hann við aftur og vildi hvergi fara. Brenda tók Bobbý sinn heim aftur og hann unir glaður í fé- lagsskap við hundinn hennar Brendu. taugaráagur 11. maí 1957 — Ritstjóri: Vilborg Dagb.artsdóttir — Útgefandi: ÞjóSviljinn Ivetur fengum við bréf frá Bjarna litla og mynd, sem hann hafði teiknað af víkingaskipi, hvortveggja birtist í blað- inu og sjálfsagt nnina margir eftir því ennþá. Bjarni hefur heldur ekki gleymt okkur og sendir okkur myndir og auk þess Ijómandi skemmti- legt bréf. Það er mjög gaman að bera saman bréfið frá í vetur og þétta og athuga hvílík- um framförum Bjarni hefur tekið. í skrift og stíl. Hann hefur auðsjá- anlega ekki slegið slöku við skólanámið í vetur. Hér er svo bréfið og myndirnar. Kæra Óskastund! Ég ætla að senda þér nokkrar myndir, sem ég ! hef teikna.ð. Nú er skól- 1 irin búinn og bráðum fer ég í sveitina. Sveitin mín : er í Austur-Húnavatns- I Hann þarf að heyja fyrir skepnum sýslu; þar eiga afi minn og amma heima. Ég á kind, sem heitir Botna og hryssu, sem heitir Brúnka. Handa þeim þarf ég að heyja í sumar. Ég fer með Norðurleiðarrút- unni í sveitina. Vertu blessuð og sæl, Bjarni- Frímami Karls- son, 7 ára, Sólvallagötu 30, Keflavík. Helga Bachmann er ein af yngstu leikkonunum okkar. Hún er Reykvík- ingur, dóttir Hallgríms Bachmanns Ijósameistara hjá Þjóðleikhúsinu og Guðrúnar Jónsdóttur. Guðrún, móðir Helgu, er systir Guðmundar Kamb- ans skálds, svo Helga á til listamanna að telja og ekki sú fyrsta í ættinni, sem dýrkar Þalíu. Helga stundaðj leiknám hjá Lár- usi Pálssyni og lijá Gunn- ari Hansen. Fyrsta hlufc- verkið, sem kveður að, fékk hún í fyrra í leik- riti Agnars Þórðarsonar Kjarnorka og kvenliylli,' Síðan lék hún Dísu i Galdra-Lofli, Þá hafði hún stór hlutverk í Systir Framhald á 3. síð\í 24. marz 1916 Framhald af 17. síðu. 7 og taldi ferðaveður hið bezta. Kvöddum við því og lögðum upp með nesti og nýja skó. Það er að segja, mamma var á nýj- um selskinnsskóm og koma þeir nokkuð við þessa sögu. Jörð var auð upp úr hverfinu, en er kom i hraunið voru þar fannir, og er við komum mótsvið Þorbjörn var þar óslitinn jökull. Pabbi gekk á undan nokkurn spöl, svo kom ég og mamma síðust og gekk svo allt norður urn Stóra- . skógfell. Stanzar pabbi þar og spyr hvað sé að, hví mamma geti ekki gengið svolítið greið- ar. Ég renn svo á skónum, seg- ir mamma. Kom þá í-ljós, að til þess að skæðin slitnuðu betur hafði hárið verið látið snúa fram. Þess vegna rann hún lít- ið eitt aftur í hverju spori og þreytti það hana mjög. Hér við bættist, að er við vorum mótsvið Þorbjörn tók að snjóa og hvessa af norð- austri. Jókst veðrið eftir því . sem lengra dró, og var komin , allmikil hríð er við komum að Stóraskógfelli. Héldum við samt áfram. Höfðum við vörður frá Skógfelli nokkuð út á hraun- ið, en er lengra kom hurfu þærj alveg. Herti nú veðrið mjög, bæði úrkomuna og storm- inn. Leið nú ekki á löngu þar til við erum algerlega búin að tapa áttum. Ekkert framundan nema hjarn og allt um kring grenjandi bylur með vaxandi frosti. Hvergi neitt til að átta sig á. Erum við áður langt um líður orðin rammvillt. Ófærð var talsverð og þreyttist mamma því mjög. Samt brut- umst við áfram og líður svo fram undir hádegi. Erum við fetödd undir háum hraunhól. Þangað upp klöngruðumst við. Reynum að ráða í hvað til bragðs skuli taka. En héðan var ekkert að sjá nema snævi þakið hraunið og bylurinn aldrei verri en nú. Verður mér oft hugsað til þess er við stóðum þarna. Kuldinn fór að okkur er við stönzuðum. Ég var farinn að skjálfa og mamma líka, þar á ofan nærri uppgefin. Ég held að pabba hafi ekki meir en svo verið farið að lítast á blikuna, því eitthvað vorum við að tala um hvert bezt væri að halda. Segi ég þá: „Eigum við ekki að halda í þessa átt?“ Segir þá pabbi: „Vertu ekkert að segja, dreng- ur, við skulum bara biðja guð“. Aldrei gleymi ég orðum móður minnar, því hún sagði orðrétt: „Það þýðir ekkert. Við hvílum okkur svolítið og svo leggjum við af stað. Við komumst til byggða“. Það var eins og þessi orð móður minnar hefðu töframátt, iþví rétt í sama bili rofaði til í háloftin og litlu seinna sáum við það kennileiti, er myndi bjarga okkur. Við okkur blasti Kvíguvogþstapi. Hafði okkur hrakið um tvo til þrjá kílómetra af leið. Var nú ekki hugsað til hvíldar, heldur skriðum við niður af hraunhólnum, og út á hraunið héldum við i áttina að Stapanum. Færðin var afar slæm, en á- fram brutumst við og loks náð- um við veginum. En þá var líka mamma alveg þrotin. Gengum við þá undir henni, við pabbi eða mér fannst ég gera það, og þannig mjökuð- umst við austur Stapann og niður af honum. Er við nálg- uðumst bæina tókum við stefnu á þann næsta. Komum við eftir nokkra stund að Nýjabæ í Vogum. Börðum við þar að dyrum. Var okkur boðið inn og lentum þarna hjá Andrési er þarna bjó háttaði þegar, en við vorum eitthvað lengur á fótum, pabbi og ég. Okkur var borin ágæt kjötsúpa. Að máltíð lokinni fórum við pabbi líka að hátta. Sváfum við öll í sama rúminu, því ekki voru aðstæður betri hjá þeim hjónum að taka á móti gestum. Andrés bónda hitti ég 16 árum seinna. Sagði hann þá að einstakt lán hefði verið, að við urðum ekki úti, því ekki hefði sér dottið í hug að fólk væri á ferð í þessu veðri á leiðinni milli Grindavíkur -og Voga: Fyr- ir fáum árum lá kona Andrésar á sjúkrahúsi hér í Hafnarfirði. Minntist hún þá á þetta ferða- Fimmtudagur 16, mai 1957 — NYI TIMINN — (9 lag okkar við bróður minn. Sagðist henni svo frá, að þau hjónin hefðu tekið eftir okkur þar sem við mjökuðumst afar hægt ofan af Stapanum. Sáu þau að ferðin gekk mjög stirð- lega. Er við nálguðumst bæinn, sáu þau að þarna voru á ferð karlmaður, kvenmaður og ung- lingsdrengur. Er þau komu að túngarðinum hné konan niður. Þar stumruðu þeir yfir henni litla stund. Allt í einu tekur maðurinn konuna í fangið og ber hana heim túnið, heim að dyrum. Lagði hann þar niður byrði sína, drepur á dyr og bið- ur um húsaskjól. Er það fékkst tók hami enn konuna i fangið og bar hana inn. Þótti þeim undur hve léttilega honum fórst þetta. Hjá þessum hjónum fengum við hinar beztu viðtökur. Átt- um ágæta nótt og vöknuðum eins og ekkert hefði í skorizt morguninn eftir. Ekkert ætluðu þau hjónin að taka fyrir nætur- greiðann, en eitthvað borgaði pabbi. Við yfirgáfum svo þetta gestrisna fólk og liéldum út á veg. Þar sltildi með okkur. Pabbi fór til Grindavíkur, en við mamma héldum heim til Hafnarfjarðar. Var fólkið farið að undrast um okkur. Helgi hafði í marga daga horft vest- ur á Hvaleyrarholt, hvort hann sæi til okkar. Við héldum svo heim á loftið í Bröttugötu 6. Ég brá mér niður á möl í bolta- leik með krökkunum. Er ég daginn eftir kom í skólann, sagði kennarinn vi® mig: „Þú ert búinn að verai lengur burtu, en þú hafðir levfi til. Máttir vera burtu í fjóra daga, en hefur verið fjórtán“. 1 „Já“, sagði ég, en minntiát, ekki á að við hafði legið, V& ég yrði draugur á Kvíguvoga- stapa. Sá mann sinn . . . Framhald af 10. síðu Annað banaslysið á árinvt Elliott er annar hnefaleikar- inn sem bíður bana í keppni á einu ári í Suður-Afríku. I fyrra- vor dó 21 árs gamall hnefaleik- ari, Hubert Essakow að nafnh eftir að hann var barinn í rofc í keppni í Höfðaborg. Minningarorð Framhald af 3. síðu oft og var hann ætíð lr.nnc sami. En einna mest dáðfet ég að því, hve karlmannlcga. hann tók hinum kvalafuUa. sjúkdómi, sem varð banamein hans. En það var illkynjuS kölkun í mjöðmum og neðan,- verðu baki, sem ágerðist mjög: fljótt. Síðustu máimðina lá hcnnt rúmfastur á Landsspítalanuir.. og vissi raunar miklu fyrr hvert stefndi, þótt alltaf væri viðmótið og hugurinn hinn. sami. Að endingu vil ég þakka. honum fyrir góðar samvc -u- stundir, því hann var sa an- arlega einn þeirra manna, sená. gott var með að vera. Ásmundur Signrðssom ,

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.