Nýi tíminn


Nýi tíminn - 21.05.1959, Qupperneq 12

Nýi tíminn - 21.05.1959, Qupperneq 12
Þingið sat 217 daga, ræddi 171 mál, samþykkti 49 lög 78. löggjafarþingi var slitiS i gœr NÝI TÍMINN Fimmtudagur 21. maí 1959 — 16. tölublað. — 18. árgangur. Ásgeir Ásgeirsson, forseti fsl., sleit Alþingi sl. fimmtud. Hafði það þá staðið frá 10. október sl., alls 217 daga, og afgreitt m.a. 49 lög og samþykkt frumvarp til stjórnskip- unarlaga og 24 ályktanir. Þinglausnir voru þriðja og síð- asta málið á dagskrá Alþingjs í gær. Er tvö fyrri málin höfðu verið afgreidd flutti J6n Pálmason, forsetij sameinaðs þíngs, yfirlit um störf Alþingis. 171 þingmál — 548 þingskjöl. Haldnir voru alls 303 þingfund- ir, 128 í neðri deild, 123 í efri deild og 52 í sameinuðu þing. Fyrir þingið voru lögð alls 115 frumvörp, þar af 47 stjórnar- frumvörp, 19 í neðri deild, 26 í efri deild og 2 í sameinuðu þingi. Þingmannafrumvörpin in voru 68 talsins, 45 þorin fram í neðri deild og 23 í efri deild. í flokki þingmannafrumvarpa eru tajin 22, sem nefndir fluttu, þar af 17 að beiðni einstakra ráðherra. Alls voru 49 frumvarpanna samþykkt sem lög, 25 stjómar- frumvörp og 24 þingmanna- frumvörp. Eitt frumvarp til stjórnskipunarlaga var sam- þykkt. Tvö þingmannafrum- vörp voru felld, 4 afgreidd með iþkstuddri dagskrá, 3, þar af 1 stjómarfrumvarpi, vísað til rík- isstjórnarinnar,- en 56 urðu ekki útrædd, þar af 21 stjómarfrum- varp. í sameinuðu þingi voru born- ar fram 49 þingsályktunartillög- ur, 24 þeirra voru samþykktar sem ályktanir Alþingis, einni vísað til ríkisstjórnarinnar en 24 urðu ekki útræddar. Ellefu fyrirspurnir voru bomar fram í sameinuðu þingi og allar rædd- ar. Mál til meðferðar í þinginu voru 171 og tala préntaðra þingskjala 548. Leggja til orustu. Er þingforseti hafði flutt yf- irlit um störf þingsins flutti hann ræðu, þar sem hann m.a. þakkaði þingmönnum góða og vinsamlega samvinnu, svo og starfsfólki Alþingis. Síðan mælti Jón Pálmason: „Við alþingismenn stöndum nú á vegamótum. Við erum eins og það lið', sem til þess er dæmt. að leggjá út í orustu. Hverjir þaðan koma heilir og hverjir hverfa er álíka óvíst eins og það, hvernig veðrið verður á morgun eða hinn dag- inn. Nú þegar er þó vitað, að nokkrir af eldri og reyndari alþingismönnum ætla að draga sig í hlé og halla sér að frið- samlegri og kyrrlátari störfum. Eg vil alveg sérstaklega þakka þessum mönnum langa og góða samvinnu og heilladrjúga starf- semi og ég óska þeim allrar hamingju á komandi tíð. Urn okkur hina, sem í óvissuna leggjum, er sú bót í máli, að orustan er annars eðlis en vopnaviðskipti fyrri alda. Hún varðar ekki líf og dauða í bók- staflegum, líkamlegum skilningi heldur hitt, hverjir eigi aftur- kvæmt í fylkingu alþingis- manna og ht^rjir ekki, og hvort sem við hittumst fleiri eða loknum kosningum, þá vil ég nú óska öllum háttvirtum al- þingismönnum og þeirra fjöl- skyldum góðrar heilsu og per- sónulegrar. hamingju Hinar somu oskir flyt ég ollu starfS--: fólki Alþingis.“ Eystéihn Jónsson þakkaði þingforseta skörulega og rétt- láta fuhdarstjóri og óskaði honum og fjölskyldu hans allra heilla. Tóku þingmenn undir þau orð með því að rísa úr sætum. Framhald á 11. síðu. ★ ★ Frá f j áröflunamefnd Alþýðubandalagsins Kosningaundirbúningur er nú hafinn af fulliun krafti. Margt kallar að og mörgu verður að sinna ef starfið á að vera í lagi. Flest verkefnin eru þess eðlis, að þvi aðeins verða þau leyst að FÉ SÉ FYRIR HENDI. Það má ekki verða að fjárskortur dragi úr starfi oklcar og minnki þar með sigurmöguleika okkar í kosningunum. Okkur hefur ætíð tekizt að sigrast á þeim vanda, þegar mik- ið hefur le.gið við, og svo mun einnig verða nú. En til þess að svo verði þurfum við stuðning allrp. velunnara Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið lieitir á alla fylgjendur sína að bregð- ast nú fljótt við og styrkja kosningasjóðinn. Öll framlög eru okkur jafn dýrmæt. Aðalatriðið er íað allir leggi eitt- hvað af mörkum, hver eftir sinni getu; þá verður vandinn leystur. Sérstaklega eru þau framlög dýrmæt sem koma fljótt. Söfnunargögn eru tilbúin og verða afgreidd á skrifstofu Alþýðubandalagsins. — Alþýðubandafegsfólk, takið sönn- unargögn — styrkið kosningasjóðinn. Gott starf gefur sigur. FJÁRÖFLUNARNEFNDIN. Alþingi ákveður að reistur skuli viti á Geirfugladrangi Áki Jakobsson neitaði að flytja ásamt öðrum fjár- veitinganefndarmönnum álvktunartillögu um það! fiií V: ■ Þrjór mótmælaorðsendingar aihentar Bretum Utanríkisráðherra, Guðmundur f. Guðmundsson, kall- aði forstöðumanna brezka sendiráðsins, hr. Summer- hayes, á fund sinn og afhenti honum þrjár mótmæla- orðsendingar þar sem íslenzka ríkisstjórnin mótmælir harðlega tilteknum atriðum í hernaðarofbeldi Breta hér við land undanfarið. Á fundi sameinaðs þing var nýlega samþykkt samhljóða svofelld tillaga til þingsályktunar, sem þingmenn allra flokka nema Alþýðuflokksins báni fram: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni áð gera í samráði við vitamálastjóra ráðstafanir til þess, að reistur verði svo fljótt sem við verðtir komið viti í Geirfugladrangi.“ í erindi dagsettu 13. þ.m. er rætt um þann atburð er brezkt herskip hindraði töku veiði- þjófsins Ashanti, sem lesendum Nýja tímans ©r vel kunnur, og segir svo m.a.: „Hér er um enn eitt dæmi að ræða, að hrezk herskip hindri íslenzk varðskip að skyldu- störfum og komi í veg fyrir að þau taki veiðiþjófa langt innan íslenzkra fiskveiðimarka. íslenzka ríkisstjórnin mót- thælir harðlega þessu augljósa toroti á alþjóðalögum og full- veldi landsins og geymir sér all- an rétt í þessu sambandi. fslenzka ríkisstjórnin hefur veitt því athygli, að í þessu tilviki hefur sú regla verið torotin, sem hingað til hefur verið fylgt, að brezk herskip komi ekki il veg fyrir töku brezkra togara, sem staðnir eru að veiðum innan fjögurra mílna frá grunnlínum." í annarri mótmælaorðsend- ingu er rætt um framferði hér- iskipsins Contest við varðskip- ið Maríu Júlíu, og segir m.a. ið Maríu Júliu, og. segir m.a. svo: „Atferli hiris brezka herskips varð eigi einungis til þess að hamla ferðum íslenzks varð- skips, sem v.ar að framkvæma lögboðin skyldustörf innan ís- lenzkra fiskveiðimarka, heldur stofnaði það einnig öryggi varð- skipsins og lífi áhafnar Þess í hættu. í þessu sambandi er einnig rétt að geta um atvik, sem varð 1. maí 1959 undan Álsey. ís- lenzka varðskipið Þór var að nálgast brezka togarann Kelly, GY-6, sem skemmt hafði net fyrir íslenzkum fiskibátum. Kom Contest á vettvang og sigldi þvert í veg fyrir Þór frá stefnu til bakborðs við íslenzka varðskipið. Tókst naumlega að forða árekstri. Þetta atferli. endurtók Contest tvívegis. Ríkisstjórn íslands mótmælir harðlega slíku atferli brezkra herskipa innan íslenzkrar lög- sögu. Þegar erlendum herskip- um er fyrriskipað að koma i veg fyrir lögregluaðgerðir inn- an fiskveiðimarka annars ríkis, er það lágmarkskrafa að lagt sé fyrir þau að virða .alþjóðlegar siglingareglur. Með skírskotun til orðsend- ingar sinnar, dags. í dag, varð- andi skyldustörf íslenzkra varð- skipa innan fiskveiðimarka landsins, endurtekur ríkis- stjórn íslands þá kröfu sína, að brezk herskip verði tafar- laust kvödd brott-“ í þriðju orðsendingunni er svarað mótmselaorðsendingu brezku stjórnarinnar út af því að Þór reyndi að taka land- helgisbrjótinn Arctic Viking, og lýkur orðsendingu íslenzku rík- isstjórnarinnar þannig: „Ríkistjórn íslands mótmælir enn harðlesa íhlutun brezkra herskipa innan íslenzkrar lög- sögu, telur hana skýlaust brot á alþjóðalögum og fullveldi landsins og 'krefst þess að her- skipin verði kvödd á brott án frekari tafar. Skal vakin athygli á því, að brezka ríkisstjórnin er eina rík- isstjórnin, sem hefur látið sér sæma að beita herskipum sínum til þess að koma j veg fyrir að íslenzk lögregluyfirvöld fái kom- ið fram lögum innan íslenzkra fiskveiðimarka. Hin óvopnaða íslenzka þjóð hefði ekki vænzt þess, að ríkis- stjórn lands, sem talið hefur verið vina- og bandalagsland, gripi til slíkra ráðstafana." Geirfuglaídrangur er sem kunnugt er lítið sker alllangt auðvestur af Reykjanesi, um 9 sjómílur úti af Eldeyjardrangi. Umhverfis Geirfugladrang eru aflasæl og fjölsótt fiskimið, auk þess sem drangurinn er á sigl- ingaleið flutningaskipa. Samkvæmt reglugerðinni um 12 sjómílna fiskveiðilandhelgi Íslands er Geirfugladrangur innan takmarkanna og skal dregin markalína í kringum hann 12 sjómílur frá honum. (Geirfugladrangur er nákvæm- lega á 63°35‘8 norðlægrar breiddar og 23°17‘3 vestlægrar lengdar). Mikil hætta hefur þótt á því að Geirfugladrangur liyrfi með öllu í sjó, bæði vegna þess að úthafsöldur ríða stöðugt á honum og brjóta smám saman niður en þó einnig og ekki síður vegna aðgerða erlendra manna. Á styrjaldarárunum notaði brezka hernámsliðið Geirfugladrang nefnilega sem skotmark við sprengju- kastæfingar flugmanna sinna. Og bandaríska her- námsliðið tók síðan við af Bretum og hefur um langt árabil alltaf öðru hverju haldið uppi sprengjukasti á dranginn. Karl Guðjónsson og Pétur Ottesen beittu sér fyrir að allir fjárveitinganefndarmenn Al- þingis flyttu þingsályktunar- tillögu þá sem birt er að ofan. Féllust 8 af 9 nefndarmönnum á það, en einn ncitaði, fulltrúi Alþýðuflokksins I nefndinni, Áki Jakobsson!! Vildi hann engan þátt eiga í flutn- ingi slíkrar tillögu og urðu flutningsmenn hennar því þessJ ir 8 fjárveitinganefndarmenn: Pétur Ottesen, Karl Guðjóns- son, Halldór Ásgrímsson, Magnús Jónsson, Sveinbjörn Högnason, Jón Kjartansson, Karl Kristjánsson og Halldór E. Sigurðsson. Tillagan var á dagskrá kvöldfundar sameinaðs þings í fyrradag, en kom þá ekki til umræðu vegna þess að fundur- inn varð ekki lögmætur eins og rakið var hér í blaðinu í gær. Á fundi sameinaðs þings í gær var tillagan svo tekin á dag- skrá samkvæmt sérstakri beiðni 9 þingmanna. Mælti fyrsti flutningsmaður, Pétur Ottesen, fyrir þingsályktunartillögunni í stuttri ræðu, lagði áherzlu á að nauðsynlegt væri til öryggis að reisa vita á Geirfugladrangi og koma þar fyrir radiomerkj- um. Væri hér um öryggisráð- stöfun að ræða sem brýna nauðsyn bæri til að hrundið yrði í framkvæmd sem allra fyrst. Fleiri tóku ekki til máls og var tillagan samþykkt með samhljóða atkvæðum sém á- lyktun Alþingis.

x

Nýi tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.