Nýi tíminn - 05.10.1961, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 05.10.1961, Blaðsíða 5
Fyrir helgina hitti Þjóðvilj- samið eina af merkari bókum, bezt að ráða heilt. inn að máli Árna Björnsson, cand. mag., en hann er á för- um til Greifswald í Austur- Þýzkalandi, þar sem hann verð- ur lektor í íslenzkum fræðum við norrænudeild Ernst-Moritz- Arndtháskólanss. Árni er 29 ára að aldri, fæddur að Þorbergs- .stöðum í Dölum árið 1932 en hefur átt heima í Reykjavík írá fermingaraldri. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953, hóf nám sama haust í íslenzkum_ fræðum við Háskóla íslands og lauk cand. mag.-prófi í janúar 1961. Eft- ir fyrrihlutapróf 1956 dvald- ist hann rúmlega eitt ár í Prag sem fulltrúi Stúdentaráðs Há- skóla íslands og starfsmaður Aiþjóðasambands stúdenta. — Hefur íslenzka verið kennd áður við skólann í Greifswald? — Já, dr. Bruno Kress, sem er forstöðumaður norrænudeild- ar háskólans, hefur kennt ís- lenzku þ,ar, en nú vill hann auka íslenzkukennsluna. Dr. Kress hefur stundað nám hér við háskólann og hann hefur sem skrifuð hefur verið um íslenzka hljóðfræði. Síðasta ár- ið fyrir stríð kenndi Ingvar Brynjólfsson menntaskólakenn- ari einnig íslenzku í Greifs- wald en á undan honum kenndi þar Eiður sálugi Kvar- an nokkur ár. — Ertu ráðinn til langs tíma? — Ég er ráðinn til tveggja ára. — Er þetta kunnur háskóli? — Háskólinn í Greifswald er yfir 500 ára gamall og mjög vel þekktur, einkum lækna'deildin. — Hver eru tildrög þess, að þú ræðst þarna austur? — Bruno Kress, sem á marga góðkunningja hér á landi. skrifaði nokkrum þeirra og bað þá að benda sér á mann í starfið. Við mig töluðu meðal annars af þeim sökum dr. Alex- ander Jóhannesson og dr. Björn Sigfússon og varð það úr, að ég afréð að fara, enda ráðlögðu mér það allir þeir menn hér við háskólann, sem ég treysti — Hvað hefur þú starfað hér heima síðan þú laukst prófi? — í sumar var ég við athug- un á sögustöðum í Dalasýslu á vegum Menningarsjóðs, sem hefur á prjónunum útgáfu á sögustaðalýsingu um ,allt ís- land. — Af hverju kýst þú heldur að hverfa til starfa úti en að fá þér atvinnu hér heima, t.d. kennslu? — Launakjör úti eru miklu betri en þau, sem fást hér heima. Hitt er þó miklu meira atriði, að þarna gefst meira tóm til þess að sinna áfram- haldandi rannsóknum t.d. í germanskri menningarsögu. Hámarks vinnutími þarna verður aðeins 12 tímar á viku. Hér heima þurfa menn að kenna um 40 stundir á viku auk heimavinnu til þess að hafa ofan í sig ,að éta, og eftir það eru menn yfirleitt svo þreyttir, að þeir hafa ekki þrek til að sinna vísindastörfum, enda segja prófessor.ar okkar, að það sé reynslan að ágætir menn, sem útskrifast úr ís- lenzkum fræðum við háskól- ann og byrja kennslu, t.d. í gagnfræðaskóla, losni oft ekki úr henni >allt sitt líf. — Ertu ekkert smeykur við að fara þarna austur fyrir fyrir , tjaldið“ eins og ástand- ið er nú í heimsmá’unum. Ber- línardeiþm . í,ajgl^í«ni»ai frv.? — í fyrsta lagi hef ég enga trú á öðru en að um deilumál- in verði samið, en brjótist stríð út á annað borð, tel ég mig sízt óhultari hér í Reykjavík með herstöð á næstu grösum. — Hvenær ferðu austur? — Ég fer á mánudaginn kemur, 2. október. Við þökkum Árna fj;rir .við- talið og óskum honum góðrar ferðar og góðs gengis í starfi sínu í Greifswald. Árni vann um skeið á námsárum s'num sem prófarkalerari hjá Þióð- vi’jsnum og kona hans, VU- borg Harðardó'tir, hefur einn- ig unnið hjá b’.aðinu sem próf- . arka’esari og vinnur þar pú . sem blaðamaður. Vilborg. er við BA-nám í Háskóla íslands og hyggst ljúka því um miijj- , an vetur, en að því loknu mun hún halda til Greifswald á eftir manni sínum. Þau hjóp. eiga tvö börn. iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiimiiiiiiiiiiiMiiiiiiiummiiii! iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiimiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiimmiiiimiiiimiiiiiiiiimmmmmimmmmmEmmmmimimi VIRKJUN JOKULSÁR A FJðLLUM GANGI FYRIR NðRSÁRVIRKJUN ^ —• Alit sveitarstjórnarfiilltriía í Þingeyjarsýslum Sl. sunnudag komu fulltrúar j fareppsnefnda í Þingeyjarsýslum j og bæjarstjórnar Húsavikur sam- an til fundar á Húsavík til að ræða virkjun Jökulsár á Fjöll- nm. Samþykkti fundurinn álykt- un, þar sem talið er „að þegar á allt er litið, muni þjóðhags- lega réttara að virkjun Jökulsár verði gerð á undan virkjun Þjórsár til stóriðju, jafnvel þó að orka Þjórsár reynist samkvæmt áætlun ekki dýrari en Jökulsár". Jóhann Skaptason sýslumaður og Áskell Einarsson bæjarstjóri é Húsavík boðuðu til fundarins allar hreppsnefndir í Norður- og Suður-Þingeyjarsýslu, auk bæjar- stjórnar Húsavíkur. Mættu menn úr öllum hreppum nema Flat- eyjarhreppi og Fjallahreppi, alls 61 fulltrúi. Elnnig., vtajr mætfur á fundinum Rögnvaldur Þorláks- son byggingarverkfræðingur, að ósk fundarboðenda. Flutti Rögn- valdur erindi um virkjunar- xnöguleika JÖkulsár og um rann- sóknir þær, sem fram hafa far- ið á þeim en að erindinu loknu urðu almennar umræður um málið. Svofelld ályktun var gerð með samþykki allra fundarmanna: „Sameiginlegur fundur hrepps- nefnda Norður- 'og Suður-Þing- eyjarsýslna og bæjarstjórnar Húsavíkurkaupstaðar, boðaður af sýslumanni þessara héraða og bæjarfógeta Húsavíkur, haldinn í samkomuhúsinu á Húsavík sunnu.daginn 24. sept. 1961, lýsir yfir því, að hánn telur eitt allra þýðingarmesta viðfangsefni og skyldu þjóðfélagsins, að leitast við að koma í veg fyrir ósam- ræmi milli landshluta í afkomu- skilyrðum þegnanna. Látur fundurinn svo á, að miklir áframhaldandi flutningar fólks til búsetu í þéttbýlinu, sem myndazt hefur við Faxaflóa og þar í grennd, stofni til þjóð- hagslegra erfiðleika í stórum stíl og hlutfallslega því meiri erfið- leika, sem sú þróun á sér leng- ur stað. Þetta telur fundurinn að hafa beri í huga við allar nýjar, stórar þjóðfélagslegar at- vinnulífsframkvæmdir nú og eftirleiðis og yfirleitt við hvers- konar stuðning hins opinbera við atvinnulífið í landinu. Komið þá ekki sízt til greina að fram- kvæmdir séu gerðar í þeirri röð, sem heppilegast er til jafnvægis að því er búsetuna snertir. Fundurinn bendir á, að at- vinnulífið á Norður- og Norð- austurlandi vantar mótvægis- kraft gegn aðdráttarafli. atvinnu- stöðvanna syðra. Hefur þessvegna hugmyndín um að virkja Jökulsá á Fjöllum fyrsta íslenzkra fall- vatna til stóriðju, yerið fagnað hér um slóðir sem heppilegri jafnvægisframkvæmd, er nauð- syn líðandi stundar kallar eftir. Utaf því sjónarmiði, sem til mun vera, að virkjun Þjórsár eigi að ganga á undan virkjun Jökulsár á Fjöllum, végna mann- fjöldans, sem þegar sé búsett- ur syðra og þeim mörgu, sem þangað flytjast árlega — og þetta eigi að gera jafnvel þótt Þjórsárvirkjunin yrði fyrirsjá- anlega óhagkvæmari til stóriðju — leggur fundurinn áherzlu á, að sú skoðun er byggð á öfug- um forsendum. Fundurinn telur hiklaust, að þegar á .allt er litið, muni þjóð- hagslega réttara að virkjun Jök- ulsár verði gerð á undan virkj- un Þjórsár til stóriðju jafnvel þó að orka Þjórsár reynist skv. áætlun ekki dýrari en Jökuls- ár. Með skírskotun til þess, er' að framan greinir, tekur fundurinn einhuga undir ályktun síðasta Alþingis, sem skoraði á ríkis- stjórnina „að láta hraða gerð fullnaðaráætlunar um virkjun Jökulsár á Fjöllum og athugun á hagnýtingu orkunnar til fram- leiðslu á útflutningsvöru og úr- ræðum til fjáröflunar í því sambandi“. Fundurinn lýsir yfir þakklæti til Alþingis fyrir þá ályktun og treystir því, að þeir þingmenn, sem fluttu þingsályktunartillög- una, fylgi málinu fast eftir áfram“. Sósíalistískun ‘ ríkin hafa bara tvo d fimmtán VÍNARBORG 20*9 — Aðalfull- trúi Sovétríkjanna á ársfundi hinnar alþjóðlegu kjarnorku- málastofnunar, prófessor Vassilí Emiljanoff, kvartaði undan því í framsöguræðu sinni á fundin- um, að framkvæmdanefnd stofnunarinnar væri að mestu leyti skipuð mönnum frá vina- ríkjum Bandaríkjanna. Hann benti á að aðeins tveir af fimmtán mönnum í fram- kvæmdastjórninni væru rá sós- íalistísku ríkjunum og sagði að slíkt misræmi hlyti að torvelda heillaríkt samstarf innan stofn- unarinnar. argar Styðjum s — verða alltaf kjörorð S.Í.B.S. Þannig fórust Þórði Bene- diktssyni, framkvæmdastj. berklasjúklinga orð á fundi meö blaðamönnum síðastl. fimmtudag, er skýrt var frá næsta fjáröflunardegi sam- takanna, berklavarnadegin- um sem verður n.k. sunnu- dag. Fé bað sem inn kemur á berklavarnadaginn getur hvorki reist samtökin við né fellt þau, 2—3 hundruð þúsund kr. skipta ekki svo miklu máli fyrir S.í. B.S., en ef salan gengur vel, gef- ur það okkur, sem störfum fyr- ir samtökin, byr undir báða vængi, það er hvatning um að halda áfram á sömu braut — og það skiptir mestu máli. Sagt er að þörfin fyrir SÍBS sé engin nú, miðað við það sem áður var. En , það , er ekki , rétt,: :Við höfujp ákvéfiið afPÍ6ta;’e^ki staðar nun'ið yið að h.jálga sftýþ- úm til sjóífsbjargar. og því höf. u'm 'við tekið aðra • sjúklinga en berklasjúklinga á hæli okkar, svo sem brjóstholssjúklinga og tauga- og geðsjúklinga, auk ann- arra öryrkja. í okkar þjóðfélagi er mikil þörf á að hjálpa. öryrkjunum, þeir munu nú vera um 3000 í öllu landinu og aðeins lítið brotjlá}úklinga.,og ypíii,.. [Nfífðuflöndin þeirra hefur fengið tækifæri til að komast aftur á réttan kjöl í atvinnulífinu. Þessvegna ákváð- um við að reisa Múlalund og nú hafa 75 öryrkjar dvalið á Múlalundi og margir þeirra hafa komizt þaðan í vinnu sem full- gildir starfsmenn. Á Múlalundi starfa nú 45 ör- yrkjar. Árið 1960 voru vinnu- stundir öryrkja á Múlalundi 40678 og á fyrra helming þessa árs voru þær 23715. Verðmætin sem fóru gegnum hendur öryrkj- anna á Múlalundi sl. ár námu samtals 2 millj. 214 þús. kr„ þeir fá greidd laun samkvæmt Iðjutaxta og eftirspurn eftir vinnu á Múlalundi hefur verið gífurleg. Tala þeirra sem bíða nú eftir vinnu er milli 60 og 70 manns. Því miður hefur ekki tekizt að fullnýta húsið vegna fjárskorts og stendur því efsta hæðin óinnréttuð og ónothæf, og þarf hún vissulega að fullger- ast sem fyrst. Á Reykjalundi eru einnig öll vistpláss fullskipuð og margir á biðlista og ætti þetta að nægja til að sýna fram á, að SÍBS er enn þörf og mun ávalít verða, svo framarlega sem samtökin geri sitt bezta til að halda réttri stefnu. Styðjum sjúka til sjálfs- bjargar — verða ávallt kjörorð SÍBS. ' ,|0" • ,GV ' - í sumaf' *'komurh víð '*á fót yinnuútvegúharsttíð fyrir ör- ' yrkja Og' leituðu 90 örvrkjar til ' hénnar fyrsta mánuðinn. ‘ 49 báðu um hjálp í átvinnuíéít óg fengit 12 þeirra atvinnú sem fullgildir starfsmenn. SÍBS hefur verið í norrænum, samtökum berklasjúklinga und- anfarin ár. en i sumar var stofn- að alheijpsb.andalag brjósthols- beðin um að aðstoða samtök í öðrum löndurn sem skemmsa eru . á veg komin. Oddur Ólafsson yfirlæknir á Reykjalundi var kosinn varaformaður alheims- samtakanna. Þannig fórust fulltrúum S.f. B.S. orð á fundinum með blaða- mönnum. Því má bæta við að blað samtakanna og merki verða seld um land allt n.k. sunnudag og merkin verða jafnframt happdrætti, þar sem dregið verð- ur um nokkra vinninga. 'T. ’ Fimmtudagur 5. október 1961 — NÝI TÍMINN -- t$

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.