Nýi tíminn - 05.10.1961, Blaðsíða 12

Nýi tíminn - 05.10.1961, Blaðsíða 12
'fi* Háskólabíóið nýja við Hagatorg. — (Ljósmynd Þjóðviljans A. K.). Hátíð HASKOLA ÍSLANBS á iöstudag og laugardag Hálfrar aldar afraæli Háskóla Íslands verður minnzt' Stefánssonar sem dr. Páii hefur 5 nýreistu samkomuhúsi skólans við Hagatorg n.k. -föstu- dag. Húsið verður þá jafnframt vígt, en daginn eftir verður haldin í því háskólahátíðin 1961 og þá verða m. a. 24 menn sæmdir heiðursdoktorsnafnbót. Ármann Snævarr háskólarekt- or, Þórir K. Þórðarson prófessor og Pétur Sigurðsson háskólarit- ari, skýrðu fréttamönnum frá til- tiögun hátíðahaldanna í gær. Háskóli Islands var vígður hinn 17. júní 1911, en tók til starfa 1. okt. s.á. Háskólaráð taldi sjálf- sagt, sagði rektor, að minnast 50 ára afmælisins með hátíðahöld- um, og af ýmsum ástæðum var talið heppilegra, að hátíðahöldin færu fram nú í byrjun október en 17. júní. Ennfremur þótti eðli- legt að bjóða hingað fulltrúum erlendra háskóla, sem Háskóli ís- lands hefur skipti við og íslenzk- ir stúdentar hafa stundað nám við. Þá • hefur háskólaráð enn- fremur staðfest ályktun háskóla- deilda um kjör heiðursdoktora, en þess má geta, að háskólinn hefur íram til þessa verið spar á að nota sér rétt sinn til að sæma menn doktorsnafnbótum í Kosið í Safnráð Kosriingu til Safnróðs Lista- safns ísiands lauk 30. september s.l. Talning atkvæða fór íram í gær. Kjörnir voru aðalmenn í Safnráð til fjögurra ára: Gunn- laugur Scheving og Þorvaldur •Skúlason, listmálarar, og Ás- mundu£ Sveinsson myndhöggv- <ari. Varamenn Sigurður Sigurðs- ; son og' Karl Kvaran. listmálarar, og'SigUrjón Ólafsson, mynd- liöggvari. heiðursskyni. Eru fáir af heiðurs- doktorum háskólans lifandi og t. d. aðeins 5 Islendingar. Fulltrúar erlcndra háskóla og og heiðursdoktorar Háskólahátíð sækir 31 fulltrúi 33 háskóla frá 14 löndum. Þar verður lýst doktorskjöri, og verða 24 menn sæmdir doktorsnafnbót, þar á meðal ein kona. Heiðurs- doktorar eru 2 í guðfræðideild, 4 í læknadeild, 6 í laga- og við- skiptadeild og 12 í heimspeki- deild. Nöfn heiðursdoktora eru í öðrum stað í blaðinu. Afmælissamkoma og háskóla- hátíð Hátíðasamkoman á föstudaginn hefst kl. 1.50 síðd. Þar flytur Ár- mann Snævarr háskólarektor ræðu, stutt ávörp flytja forseti Islands, menntamálaráðherra, borgarstjórinn í Reykjavík og dr. Richard Beck forseti Þjóðræknis- félagsins í Vesturheimi, kveðjur flytja dr. Sigurður Sigurðsson landlæknir, forseti Vísindafélags Islendinga, Sveinn S. Einarsson verkfræðingur varaformaður Bandalags háskólamanna, Matt- hías Jóhannesnen ritstjóri formað- ur Stúdentafélags Reykjavíkur, Hörður Sigurgestsson stud oecon formaður stúdentaráðs og fulltrú- ar erlendra háskóla. Frumflutt- ur verður háskólamars eftir Pál j ísólfsson og háskólaljóð Davíðs samið tónlistina við. Einnig verð- ur fluttur þáttur úr Hátíðaljóð- um Þorsteins Gíslasonar og þjóðsöngurinn. Sinfóníuhljóm- sveit Islands leikur undir stjórn dr. Páls, blandaður kór syngur, 1 einsöngvarar eru Þuríður Páls- dóttir og Árni Jónsson. Á háskólahátíðinni á laugar- dag flytur dr. Sigurður Nordal prófessor erindi, Guðmundur Jónss'on syngur einsöng, rektor lýsir kjöri heiðursdoktora, Krist- inn Hallsson syngur einsöng, rektor ávarpar nýstúdenta og af- hendir þeim háskólaborgarabréf. Um kvöldið verður veizla að Hótel Borg. Á athöfnina 6. okt. verður boðið úm 600 mönnum, en rúm er ætl- að fyrir um 400 háskólastúdenta. Á athöfn 7. okt. er boðið um 400 mönnum, en háskólastúdentar og háskólamenntaðir menn eru vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Þess er óskað að menn séu í dökkum fötum. Á afmælishátíð 6. okt. verða flutt hátíðaljóð Daviðs Stefáns- sonar við tónlist dr. Páls Isólfs- sonar. Hátíðaljóðin verða prent- uð í dagskrá afmælishátíðar. Fyrstu dagana í október kemur út rit um sögu Háskólans, er dr. Guðni Jónsson, prófessor, hefur samið samkvæmt ósk háskólaráðs. Er það 19 arkir og með mynd- um. Háskólaráð fól dr. Hreini Bene- diktssyni, prófessor, að annast útgáfu á sýnisbók íslenzkra hand- rita, sem rituð eru fyrir lok 13. aldar. Mun þetta rit koma út á næsta ári, en útgáfa þess er ráð- in í samvinnu við handritanefnd. Þá kemur út næstu daga stutt Aður lítt þskkt fslzndsbyggð uppgötvuð Hvar er Washingtoneyja? — Þessa spurningu lagði Sig- urður A. Magnússon fulltrúi fyrir fréttamenn í gær og mundi sjálfsagt vefjast fyrir fleirum en þeim að svara. En nú getum við frætt lesend- ur á bví að Washingtoneyja er í Michiganvatni í Banda- ríkjunum fyrir utan Green Bay, og það sem meira er: þar : mun hafa vérið fyrsta íslendingabyggðin vestanhafs. Fulltrúar Loftleiða kom- ust -á snoðir um þetta í aug- lýsingaferð sinni um Wiscons- fylki sem sagt er frá á öðrum stað . í blaðinu, en Sigurður A. Magnússon var meðal full- trúa í þejrri ferð. Saga íslendingabyggðarinn- ar á Washingtoneyju hefst eiginlega á Eyrarbakka um 1865. Þá er á Eyrarbakka kaupmaður að nafni Guð- mundur Thorgrímsen o.g í hans þjónustu Dani nokkur, William Wickman. Kaup- manninn dreymir eins og fleiri um að flytjast til vest- urheims og styður Wickman til ferðar þangað til að kynn- ast landkostum. Wickman fer til Wisconsin og af einhverj- um ókunnum ástæðum lendir hann á Washingtoneyju. Þar bjuggu þá aðallega Indíánar og nokkrar danskar og norsk- ar fjölskyldur. Mikil fiskveiði var þá í Michiganvatni 'og mun Wickman hafa skrifað um það heim til Eyrarbakka. Aldrei sneri hann aftur til ís- lands en ílentist á Washing- toneyju og bjó þar til dauða- dags. Árið 1870 flytjast svo fjór- ir einhleypingar írá Eyrar- bakka til Washingtoneyjar og næstu ár þar á eftir er straumur íslendinga um Milwaukee til eyjarinnar. Svo margir íslendingar fluttust á Framh. á 11. síðu. TÍMINN - V- - V " V Fimmtudagur 5. október 1961 — 1. tölublað. II Með þessu blaði hefst útgáfa Nýja tímans að nýju, | eftir að hafa stöðvast síðan um s.l. áramót. Astæðan ■ til þess að útgáfan stöðvaðist var tvennskonar. I : fyrsta lagi erfiður fjárhagur og í öðru lagi vand- ■ kvæði á að fá blaðið prentað vegna öfullnægjandi ; aðstöðu í prentsmiðju, sem úr mun nú verða bætt. ■ Það hefir greinilega komið í ljós að ýmsir hafa i saknað blaðsins, og er hví ráðizt í útgáfuna að nýju. ; ■ En þar sem allur kostnaður hefir hækkað til muna, ; verður ekki hjá því komizt að hækka áskriítargjald ; blaðsins upp í kr. 100,00 á ári. Jafnframt skal á það bent, að þrátt fyrir þessa hækkun mun Nýi tíminn ; vera eitt hið alódýrasta vikublað sem gefið er út ; hér á landi miðað við stærð og lesmál. Óhætt er að [ lofa því að ef áskriftargjöld fást almennt greidd, er ; hægt að láta blaðið koma reglulega út. Það er ein- • læg von þeirra, er að blaðinu standa, að allir vel- ; unnarar þess bregðist vel við og. sendi afgreiðslu • blaðsins, að Skólavörðustíg 19, áskriftargjald svo ; fljótt sem þeir hafa tök á. Það eitt mun tryggja j útgáfuna til frambúðar. Þar sem nú er aðeins eftir fjórðungur yfirstand- j andi árs, hefir verið ákveðið að láta eins árs áskrift- • argjald gilda fyrir bæði hann og næsta ár. Hins- i vegar er þess vinsamlega óskað, að sem allra flest- j ir af viðtakendum blaðsins greiði þessa upphæð fyr- ir næstu áramót, og munu þeir þá fá senda um hæl j kvittun fyrir áskriftargjaldi næsta árs. Því fleiri sem bregðast við á þennan hátt því auðveldara mun j verða að gera blaðið sem bezt úr garði. Þá viljum vér einnig biðja alla unnendur blaðs- ins að sýna það vinum sínum og kunningjum og j hvetja þá til að gerast áskrifendur. -Með góðri samvinnu okkar, er að blaðinu stönd- j um og þeirra, er óska að útgáfa þess haldi áfram, • verður bezt unnið að því tvíþætta verkefni að auka ; útbreiðslu þess og jafnframt gera það sem bezt úr j garði og fjölbreyttast. Með ósk um það árnum við : lesendum allra heilla. Ritstj. lesenda Sýnum samúð vora í verki öllum er í fersku minni, er vélbáturinn Helgi frá Horna- firöi fórst nýlega, á heimleið frá Englandi. Á honum voru 9 menn. Aðeins tveir björguð- ust, en sjö drukknuðu. Allt vaskir menn og á bezta aldri. Fjórir þeirra voru tengdir nánum fjölskylduböndum. All- ir skilja eftir sig fleiri eða færri harmþrungna ástvini. Þar á meðal ellefu börn, sem flest eru á unga aldri og öll nú orðin föðurlaus. Aldraðir foreldrar hafa og misst fyrir- vinnu sína. Víst er að þjóðin öll harmar þennan mikla mannskaða, en samúð vora í garð þeirra, sem um sárast hafa að binda, get- um vér einna helzt vottað með því að efna til nokkurs fjár- styrks þeim til handa, sem mest þurfa þess með. Vér vit- um að margir muni einmitt á þennan veg vilja votta syrgj- endunum hlýhug einn og hlut- tekningu. Dagblöðin í Reykja- vík og vér undirritaðir sókn- arprestar munu veita gjöfum manna viðtöku. Gunnar Árnason. Skarphéðinn Pctursson. Sváfnir Sveinbjarnarson. Sigurður A. Magnússon í fjörunni á Washingtoneyju ásamt John Hagen sveitarstjóra og dóttur Gundersons (Roy Gunnars- sonar) sem tók á móti Loftleiðahópnum í íslenzkum búningi.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.