Nýi tíminn - 15.03.1962, Qupperneq 7
„Við heimtum Jakob", segja siómennirnir — "
Hér rœðir hann um leyndardóma síldarinnar
dldveiðunum árið 1961
Stærsta síld sem veiðst hefur f heiminum svo vitað sé. Hún er 46.5 cm löng og veiddist út af
Melrakkasléttu 1955 á Hrafni Sveinbjarnarsyni. sildin er tíu ára gömul, en meðalstærð sílda A
þeim aldri er 35 cm. Áður var ekki vitað um stærri síld en 42 cm langa. I fyrra veiddist 44
sm. síld við Kolbeinsey.
íaður Jakobs. (Ljósm. Þjóðv. A.K.)
sanni segja að þessi aðferð
hefur hvergi borið betri árang-
ur en hjá okkur. Sem dæmi um
þetta má nefna, að í samvinnu
við norskan starfsbróður höfum
við reiknað út stærð norska
síldarstofnsins árlega síðan
1953, og eru þessir útreikningar
eingöngu byggðir á merkingar-
tilraunum Islendinga á Norður-
landsmiðum.
— Þið talið um síldarstofna,
eru margir síldarstofnar hér?
— Hér við land eru þrír meg-
instofnar: íslenzka sumarsíldin,
hryggnir aðallega í júlí, ís-
lenzka vetrarsíldin, er hrygnir
í marz-apríl. Svo er hluti af
norsku vorgotssíldinni hjá okk-
ur á sumrin, en hún greinist
aftur í norðlægan og suðlægan
stofn.
— Þú talaðir áðan um rann-
sóknir á torfumyndun.
— Já, hegðun síldarinnar,
torfumyndunin, hefur mikla
þýðingu fyrir veiðarnar. Torfu-
myndum rannsökum. Við fyrst
og fremst með leitartækjum.
Þar er mest komið undir um-
hverfi síldarinnar, sjónum sjálf-
um,' — en þar erum við komn-
ir inn á svið starfsbræðra
minna, en þær ' rannsóknir
þeirra eru mjög mikilsverðar
sem undirstöðurannsóknir varð-
andi síldina. Slíkar rannsóknir
hafa reynzt ómetanleg hjálpar-
gögn við síldarleitina. ÖIl skyn-
samleg síldarleit verður að
byggjast á skipulcgum umhverf-
isrannsóknum.
— Hvernig hafa þessar að-
ferðir ykkar reynzt við að afla
nauðsynlegrar vitneskju um
síldina?
— Ennþá vitum við ekki með
vissu um stærð íslenzku síld-
arstofnanna, en öll okkar gögn
benda til þess að þeir hafi ver-
ið í talsverðum vexti á undan-
förnum árum .og ættu að geta
staðið undir verulegum veiðum.
Það er meðal annars af þessum
orsökum að lögð hefur verið á
það megináherzla að koma af
stað vetrarsíldveiðum sunnan-
lands, einkum eftir að veiði-
tæknin breyttist svo, að slíkar
veiðar eru framkvæmanlegar.
— Hvenær hófust vetrarsíld-
veiðar?
— Eiginlegar vetrarsíldveiðar,
þ.e. veiðar eftir áramót, hófust
ekki fyrr en 1961. Þær voru að
vísu reyndar 1960, en um miðj-
an janúar hvarf síldin. 1 fyrra
tókst að fylgja göngunni eftir
til febrúarloka, og eftir stutt
hlé í marz hófst svo vorsíldar-
vertíðin, þannig að nokkrir
bátar stunduðu eingöngu síld-
veiðar með herpinót á árinu
1961, hreyfðu engin veiðarfæri
önnur en herpinót. Á árinu 1961
eru því mörkuð tímamót í ís-
Ienzkum síldveiðum. Þetta á-
samt góðri sumarvertíð gerði
það að síldveiðar íslendinga
urðu meiri á árinu 1961 en
nokkru sinni í sögu landsins.
Það er draumur okkar að
hluti flotans geti stundað slik-
ar veiðar árið um kring.
— Og hvaða þýðingu hefði
það að sá draumur rættist?
— Það er fyrst og fremst ör-
yggi fyrir útveginn ef þorsk-
veiði bregzt. I öðru lagi spar-
ar það mikinn tíma sem annars
fer í það að skipta um veiðar-
færi haust og vor og búast til
hýrra veiðat og í þriðja lagi
sparar það mjög mikið fé, því
að það er mikil fjárfesting i
veiðarfærunum einum eins og
nú er, bátarnir byrja með línu,
taka síðan net og á sumrin
þurfa þeir síldarnætur. Bátur
sem stundar alltaf sömu veið-
arnar þarf ekki að kaupa allar
þessar tegundir veiðarfæra held-
ur getur notað sömu veiðar-
færategund allt árið.
— Er ekki hægt að segja að
ykkur hafi sótzt sæmilega í
þessum rannsóknum?
— Á síðustu árum hefur
þekking okkar á göngum síld-
arinnar aukizt gífurlega. í stað
kenninga eru nú smátt og smátt
að koma staðreyndir. Enda þótt
við verðum enn töluvert að
sætta okkur við getgátur einar,
þá eru staðreyndir smátt og
smátt að leysa kennisetningar
af hólmi. En fullkomna þekk-
ingu á hínum margslungnu eig-
inleikum síldarstofnanna fáum
við ekki nema með aukni^m og
mjög ítarlegum rannsóknum, —
en til þeirra þurfum við rann-
sóknarskip.
— Hvað er til marks um ár-
angurinn af þessum rannsókn-
um ykkar?
— Með hjálp undirstöðurann-
sókna hefur t.d. hin síðustu ár
veriS unnt í síðari hluta júní
að gera nokkra grein fyrir veiði-
horfum og um miðjan júlí hef-
ur svo allnákvæm greinargerð
um veiðihorfur verið birt. Á
ýmsu hefur oltið um júní-
„spána“, en hin seinni ‘hefur
ævinlega reynzt rétt. Á þennan
hátt hefur sparazt mikill tími
og mikið fé við það að veiði-
skipin hafa getað haldið sig að
Vangamynd af nokkrum
síldum
bezta veiðisvæðinu og látið hin
eiga sig.
— Ertu bjartsýnn um síld-
veiðar okkar í framtíðinni?
— Já, ég er bjartsýnn um
framtíð síldveiðanna, þrátt fyrir
að norski stofninn hefur minnk-
að mikið á undanförnum árum,
þá hefur aukin þekking á síld-
argöngunum og aukin veiðitækni
valdið því að veiðarnar verða
jafnari og öruggari ár frá ári.
En þrátt fyrir þetta vantar
mjög margt á þekkingu okkar
ennþá og ennfremur má benda
á að við ráðum ekki við nátt-
úrulögmálin, sem gætu haft á-
hrif á gang síldveiðanna, eins
og t.d. þegar síldin gengur að
eins í smátorfum og er óveiðan-
leg. Eðli síldarinnar er að vera
í torfum, en stundum finnsthún
aðeins í smáum torfum, svo
smáum að það er ógerningur að
veiða hana í herpinót. Líka
Þrír ungir sovézkir vísinda-
menn við stærðfræðistofnunina
í Novosibirsk í Síberíu hafa með
aðstoð rafeindaheila leyst gátur
ritmáls Maya-indiánanna.
Frá þessu er sagt í tímariti
UNESCO, Courrier. Margir hafa
spreytt sig á að ráða þessar gátur
á undanförnum öldum. Menn hafa
haft nokkra vitneskj.u um talmál
Mayanna, en engum hefur tekizt
fyrr en nú að lesa myndletur
þeirra sem skráð er bæði á stein-
töflur í musterum þeirra í Mið-
Ameriku og einnig hefur varð-
veitzt á nokkrum leturströngum.
Með aðstpð rafeindaheila tókst
sovézku vísindamönnunum að
lesa úr letrinu £ tveimur ströng-
unum. Þeir byggðu á þeirri tii-
gátu enn eins sovézks fræðimanns
að leturmyrídimar gætu bæði
táknað einstök hljóð, samstöfur
og jafnvel heilar setningar.
Myndletrið var “þýtt” á tákn-
kemur fyrir að torfurnar eru
svo styggar að þær nást ekki.
Það olli aflabrestinum 1960.
— Hverjar voru orsakir þeirr-
ar styggðar?
— Sumarið 1960 var fæða
síldarinnar fiskilirfur í stað
þess að vera rauðáta. Fiskilirf-
urnar eru miklu hraðsyndari
svo torfurnar splundruðust við
það að síldin elti uppi fæðuna.
Því minna sem fæðutegund síld-
arinnar hreyfir sig, því rólegri
verða torfurnar. Slík atriði
setja stærst spurningarmerki við
veiðihorfurnar.
— Veldur vélaskrölt veiði-
skipanna engri styggð?
— Það er enginn efi, að mikil
skipaumferð getur undir vissum
kringumstæðum valdið styggð,
hinsvegar höfum við aldrei orð-
ið varir við að mælitækin hafi
valdið styggð.
Talið berst að starfinu í landi
og Jakob segir: — Það má ekki
gleyma því að ég nýt starfs-
krafta prýðilegra samstarfs-
mannai þeirra Viktoríu Krist-
jánsdóttur, Egils Jónssonar og
Sverris Guðmundssonar. Maður
gæti ekkert gert ef maður hefði
ekki gott fólk.
.•— Og hvað um framtíðar-
verkefnin?
— Við vitum ennþá sáralítið
um hrygningu íslenzka síldar-
stofnsins. Það hefur alltof lítið
verið unnið að nákvæmum
rannsóknum á hrygningarsvæð-
um og uppvexti síldarinnar, —
þar er mikið framtíðarverkefni.
Svo eru enn stórar eyður í
þekkingu okkar á göngu ís-
lenzka síldarstofnsins og stærð
hans. Að þessu verður að vinna
á næstu árum. Ennfremur þarf
að rannsaka hegðun norður-
landssíldarinnar, sem er blanda
af íslenzka síldarstofninum og
þeim norska. Það munu ára-
skipti að því hvor stofninn er
ráðandi. Okkur vantar meiri
vitneskju um göngu norður-
landssíldarinnar, en hún hefur
reynzt afdrifarík fyrir sumar-
síldveiðarnar. Þótt ekki sé fleira
nefnt sérðu að það er enginn
skortur á framtíðarverkefnum.
Svo óskum við að lánið leiki
við Jakob í eltingaleik hans við
síldina, og sjómönnunum og
þjóðinni mikils síldarafla.
mál okkar tíma, gatakort rai
eindaheilans og hann leysti eim
erfiðustu gátu málvísindanna i
40 klukkustundum. Umræddl’
textar reyndust vera spádóms
tímatöl Maya-prestanna og va*
þar að finna lýsingar á athöfnuir
guðanna alla daga ársins.
Vísindamennirnir þrír, Évreiri
off, Kossaroff og Ústinoff, er
nú að vinna að þriggja binda rit
verki um rannsóknir sinar. í
fyrsta bindinu verða textarnir i
handritunum tveimur, á mál
Mayanna og í þýðingum á rúss
nesku og spænsku, í öðru tæm
andi skrá um táknin og í þý
þriðja gatakortin og niðurstöðu
hinna stærðfræðilegu útreikning'’
Það má búást við fleiri tíðinc
u.m í málvísindum frá stærí
fræðistofnuninni i Novosibirsl
því að Courrier skýrir frá því a<
hafnar séu þar rannsóknir á hir
um svokölluðu Rongo-Rongc
textum frá Páskaeynni.
Gátur ritmáls Mayanna
ráðnar austur i Siberíu
Fimmtudagur 15. marz 1962
NÝI TÍMINN — P