Nýi tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 1

Nýi tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 1
TÍM Fimmtudagur 16. maí 1963 — 22. árgangur — 10. Itölublað. ÚtvarpsumræBur 4. og 5. jání \ Ákveðið hefur verð að útvarpsumræður stjórnmálaflokkanna vegna Alþingis- h kosninganna verði 4. og 5. júní, það er þriðjudag og miðvikudag í vikunni fyrir j kosningar. Hefur þegar verið dregið um röð flokkanna, og verður Alþýðubanda- I lagið annað í röðinni fyrra kvöldið, fjrrst síðara kvöldið. LUM BAN DÁRfSKA SENDIRÁÐSINS H OKURTEISI 0G RUDDASKAPUR 11 VOPN BENEDIKTSSONAR ■ „Bjarni Benediktsson hefur verið kunnur að því að leggja áherzlu á ókurteisi og frunta- skap sem beztu aðferðimar til þess að berj- ast við aðra“ segir í einni af njósnaskýrslun- um til bandaríska sendiráðsins. • Auk hinna skipulögðu njósna um ein- staklinga sem daemi hafa verið birt um hér í blaðinu gefa spæjararnir skýrslur um at- burði og menn sem þar koma við sögu, og fátt er svo smávægilegt að ekki sé talin á- stæða til að skýra frá því. Umsögnin um barátliuaðferðir Bjama Benediktssonar .formanns Sjálfstæðisflokksins, er í skýrslu til bandaríska sendiráðsins um ó- eirðimar fyrir utan sovézka- sendiráðið 7. nóvember 1956. Þar er greint frá bví, að hópur stúd- enta hafi verið bar undir forustu Péturs Benediktssonar banka- Btjóra, og síðan segir svo: „Vér crum ekkl í neinum vafa um það að Ihaldsmcnn reyndu að undirbúa þessa litlu skemmtiferð; en eins og ævinlega fórst þeim óhönduglega að skipuleggja fólk til athafna. Vert er að veita því athygli að drengskaparandi ríkti allan timann, meðal MÓTMÆLA- LIÐS ÞESS SEM PÉTUR HAFÐI FORUSTU FYRIR. (Nákvæmari þýðing væri að kalla bankastjór- ann Pésa. þar sem notað er gælu- nafn um hann í njósnaskýrsl- unni). VERT ER AÐ STALDRA VIÐ ÞESSA ATHVGLISVERÐU STAÐREYND. 1 hvert skipti scm einhver úr hópnum, þcim hópi sem enginn hafði forustu fyrir, reyndii að kasta eða kastaði ein- hverju í Sendiráðshúsið, mátti heyra hrópin NEI og EKKI frá MÓTMÆLALIÐI ÞVl SEM LAUT FORUSTU, og áminningar frá LEIÐTOGUNUM um að van- helga ekki göfugan málstað með því að lúta að ómerkilegum til- tektum. Af þessu megið þér marka, að einhver annar en Bjarni Benediktsson skipulagði þessar athafnir, vegna þess að Bjarni Benediktsson hefur verið yel kunnur að því að leggja á- herzlu á ÓKURTEISI OG RUDDASKAP sem beztu aðferð- irnar tll að berjast við aðra“. Framkvæmdi aðferð Bjarna Njósnari bandaríska sendiráðs- ins hefur auðsjáanlega mætur á þeim aðferðum sem hann eignar Bjama Benediktssyni, því hann kveðst sjálfur hafa fylgt baráttu- aðferðum hans. Skýsla hans er dagsett 8. nóvember 1956 og bar segir ennfremur svo: „Tíminn hefur verið naumur til að gefa skýrslu um einstakl- inga og atburði; vér tókum þátt í mótmælaaðgerðunum í gær- kvöld, og ef þér hafið lesið und- irskriftina undir myndinni neðst á forsíðu Tímans í dag, þar sem því er haldið fram að Einar Ol- geirsson haíi orðið fyrir verstu hnjaski af öllum, vitið þér nú hver olli því. Þetta „versta hnjask", sem lögregluþjónamir urðu aðallega fyrir: fremur en hann, var verk eins einstaklings og ekki hófjsins; vegna þess að hann var kominn út úr hópnum þegar hann varð fyrir því; hóp- urinn gat ekki gert veslings skepnunni mikið, því hann var umlukinn sex lögregluþjónum; tveir á undan honum tveir á eftir, og tveir til hliðar.“ Auðséð er að njósnarinn telur sig hafa þjónað bandaríska sendi- ráðinu vel með athöfnum sínum, auk þess sem munnsöfnuður hans er einkar fróðlegur. Skýrsla á skýrslu ofan En þetta er aðeins bráðabirgða- skýrsla; „Nauðsynlegt er að vér semj- um nákvæma yfirlitsskýrslu um mótmælaaðgerðimar sjálfar, og einnig nauðsynlegt að vér semj- um þrjár sérskýrslur um þrjú aðaleinkenni mótmælaaðgerðanna eins og þær komu oss fyrir sjón- ir. Hinn auðmjúki undirlægju- háttur sumra lögregluþjónanna fyrir Rússunum, ekki sízt Sig- urðar Moses Þorsteinssonar varð- stjóra. er staðreynd sem semja þarf um sérstaka skýrslu. Sjálf- Framhald á 2. síðu. Vé fuxrp no 4ouH tbé Oonjwrfetiiw &U iiy to prop&yo tfeA*.XiU|* jftuntf alwayef t.h«y wr* ipaxpert. hfwá* •organiiíUg„s«opXi». tof *■ irorthjr prmmSM M2&S SHS XEMOH3TRATOS3 LED BT PS3S* TSAT PAÖT 13 HOXSWORTHX SNOUQH TO QQWSRt CPOIf* Whenoyör eByone f rom tb» próVg unloá orowá* tri«á or álá bnrX *nything . tba Legation BulXding* om covXá bear oria* of Ml and. BKKI froa tSD 3TRAT0ES, atsá romottBtr&tion* froa th*ir I»BAXER3 nH to profan* a Tiobla purpo** Jby atoopitíg to potty trioke* Tou oan »*a thao *oaí*on* othor than Bjami Banedikta- aon organizod thi* thing# hecau** Bjayni Be?»édiict**0tt ha*. heen notábXe for atreasing DI300URTS3T AHD RUEBH333 a* tb* heat aaans to coahat othér** Skömmtunarstjórnin hernámsflokkanna var samstjórn allra aðvörun til fólks um að velt þeim flokkum ekki brautar gengi til nýrrar samstjórnar. MORGUNBLAÐIÐ birtir í gær myndir af skömmtunarscðlum, biðrödum og rifjar upp dæmi um vöruskort og gefur í skyn að úrslit kosninganna kunni að Ieiða til þess að það ástand hefjist á ný. SKÖMMTUNARSEÐLAR þeir sem Morgunblaðið birtir myndir af eru frá 1948. Þá var forsætisráðherra á Islandi Stefán Jóbann Stefánsson. utanrIkismAlarAðherra og dómsmálaráðherra var Bjarni Benediktsson, núver- andi formaður Sjálfstæðis- flokksins, og frá þeim flokki var einnig í stjórninni Jó- hann heitinn Jósefsson. MENNTAMALARAÐHERRA var Eysteinn Jónsson, núverandi formaður Framsóknarflokks- ins, og frá þeim flokki var cinnig Bjami heitinn Asgcirs- son. viðskiptamAlarAðherra — ráðherra skömmtunarseðla, vöruskorts og svartamarkaðs- brasks — var Emil Jónsson, núverandi formaður Alþýðu- flokksins. SÓSlALISTAFLOKKURINN var einn í stjórnarandstöðu og gagnrýndi sérstaklega hið ömurlega ástand f viðskipta- málum. StJ RlKISSTJÓRN sem Morgun- blaðið notar nú sem grýlu var þannig samstjórn her- námsflokkanna þriggja, nú- verandi formenn þeirra aiira áttu sæti í henni. Hótanir Morgunblaðsins um að slík stjórnarstefna kunni að verða tekin upp aftur á Islandi er Griski föðurlandsvinurini< Manolis Glezos hiaut Len:in- verðlaunin í ár. Glezos var Iát inn laus á árinu sem leið, e» þá hafði hann setið f fangelsi í þrjú ár. Hann var dætndur f fimm ára fangelsisvist fyrir að „vinna með kommúnistískum njósnaflokki". Aðrir sem hlutu Lenín-verð- launin fjrrir starf í þágu frið- arins voru: Modibo Keita, for- seti i Mali, Georgi Traikoff vararforsætisráðherra BúlgaJu og brasilíski arkitektinn Oscar Niemeyer sá sem teiknaði höf- uðborgina Brasilíu. i I I I í i i! Málaöan niósnaranna Uppljóstranir þær sem þjóð- viljinn hefur þegar birt um njósnir bandarískra sendi- ráðsins hafa vakið mikla at- hygli og umræður meðal al- mennings. Og ekki hafa við- brögð hernámsblaðanna vak- ið minni athygli. Málgögn Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir bví þegar í upphafi að þau ældu slíkar njósnir sjálfsagð tr og eðlilegar. en síðan haía bau gersamlega misst málið, bagað af öllum kröftum. Þessi blöð hafa þó ekki alltaf þagað þegar njósnir hef- ur borið á góma. Þau hafa skrifað um það ófáa'- síður, hvílíka andstyggð þau hefðu á njósnum, að þvílík iðja væri ósamboðin nokkrum ís- lenzkum manni, að það væru fjandmenn Islands sem efndu til njósna, En þess ber að minnast að allt þetta umtal hemámsblaðanna hefur mið- azt við njósnir um hemaðar- framkvæmdir Bandaríkjanna á Islandi. En þegar sannaðar eru við- urstyggilegar njósnir erlends sendiráðs um Islendinga sjálfa, um einkamál, fjöl- skylduhagi, skoðanir lands- manna, þá verða viðbrögðin önnur. Þegar sannað er að scndiráð Bandaríkjanna hefur hcrskara af Islendingum á launum í sérstakri njósna- skrifstofu, lætur spæjara sína vaða inn á heimili grandlauss fólks og snapa upp „fréttir“ um nágrannana, hnýsast, snuðra og stcla, þá eru ritstjórar hernámsblað- anna hinir ánægðustu og virðast líta á njósnara sem sannar þjóðhetjur. Enda hafa þeir ekki borið við að mót- mæla því að aðstoðarmenn njósnaranna sé að finna á flokksskrifstofum Sjáifstæðis- flokksins, Framsóknarfiokks- ins og Alþýðuflokksins. Þang- að sæki njósnaskrifstofa bandaríska sendiiráðsins vit- ncskju um stjórnmálaskoðan- ir Iandsmanna. Þessi viðbrögð sýna að her- námsblöðin öll líta á sig sem málgögn Bandaríkjanna en ekki íslenzk málgögn. Þau em aðeins viðkvæm þegar þau halda því fram að verið sé að njósna um styrjaldarvið- búnað Bandaríkjanna, en ekki þegar sannaðar em njósmr um tslendinga sjálfa. bá verða Morgunblaðið, Tíminn, Alþýðublaðið og Vísir að svip- stundu að málgögnum njósn- aranna. Á sama hátt er rannsókn- arlögreglan undir yfirstjóm Bjama Benediktssonar dóms- málaráðherra auðsjáanlega skjól og hlíf þeirra sem njósna um Islendinga. Hún hefur að sjálfsögðu frá upp- hafi vitað um þessar njósn- ir, hún hefur nú fengið í hendur sönnunargögn sem ættu að gera henni auðvelt fyrir að hremma njósnara og draga þá fyrir lög og dóm. En hún gerir ekki neitt frek- ar en hemámsblöðin; hún lít- ur auðsjáanlega ekki á það sem hlutverk sitt að gæta laga og mannréttinda. begar tslendingar eiga í hlut. i !

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.