Nýi tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 3

Nýi tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 3
Fiinmtudagur 16. maí 1963 Nfl TIMINN SiJA ^ MÁ TREYSTA FRAMSÓKN? r A HVILDAR DACINN Samvizku- spurning Nú líður að því að kjósend- ur geri upp við sig hverjum flokki þeir eigi að veita braut- argengi í kosningunum í sum- ar. Flestir hafa vafalaust tek- ið ákvörðun nú þegar, en þó munu allmargir eiga í nokkru hugarstríði. Ég hygg að efa- semdir steðji nú einkum að ýmsum þeim sem áður hafa kosið Framsóknarflokkinn. 1 stjórnmálaspjalli sem ég hef átt við menn hefur ein spurn- ing hljómað öðrum oftar: Hvað heldurðu a'ð Framsókn- arfiokkurinn geri — eftir kosningar ? Þetta er samvizku- spurning sem margir eru að reyna að meta í huga slnum af einlægni og alvöru, og úr- slit kosninganna munu að verulegu leyti fara eftir þvi mati. Og það er ekki sízt af- staða Framsóknarflokksins til Efnahagsbandalagsins sem veldur hugarstríðinu. Auðvitað er auðvelt að svara slíkum spurningum með almennum getsökum og jafn létt verk að mótmæla getsök- unum. En þess gerist ekki þörf að láta hæpið hugboð marka niðurstöður sínar. Öll- Um má vera Ijós ferill Fram- sóknarflokksins í átökumum um aðild Islands að Efnahags- bandalagi Evrópu, og af reynslunni læra menn að spá um framtíðina. Erlendur með aðild Það hefur áður verið rifj- upp hér í blaðinu að í ágúst 1961 ákvað ríkisstjómin að senda formlega umsókn um aðild Islands að Efnahags- bandalagi Evrópu. Bar ríkis- stjórnin málið undir öll helztu fjöldasamtök landsmanna. og öll nema Alþýðusamband Is- lands guldu því jáyrði að um- sókn skyldi send. I þeim hópi voru m. a. Stéttarsamband bænda og Samband íslenzkra samvinnufélaga, en fulltrúi þess var Erlendur Einarsson sem sæti á í framkvæmda- stjórn Framsóknarflokksins. Timinn lýsti stuðningi við þessa ákvörðun í forustugrein þar sem sagt var að aukaað- ild myndi henta Islandi bezt. Þegar þessar staðreyndir hafa verið rifjaðar upp hefur Framsóknarforustan svarað því til að þessar ákvarðanir í ágúst 1961 hafi verið teknar í fljótræði. Þegar leiðtogamir hafi áttað sig á því hvert stjórnarflokkamir vom að fara hafi þeir þegar tekið af skarið og lýst yfir andstöðu Framsóknarflokksins. Þessi málsvörn er óheiðarleg og ó- sönn, eins og nú skal rakið með nokkmm dæmum. Þórarinn með aðild 14. janúar 1962 — fimm mánuðum eftir að tekin var efnisleg ákvörðun um að sækja um aðild að Efnahagsbanda- lagi Evrópu — birti Tíminn grein um málið. Þarvarráðizt harkalega á þá menn sem vör- uðu við aðild að Efnahags- bandalaginu. Blaðið sagði með fyrirlitningu: „Þeir, sem vilja enga aðild að bandalaginu, mála fjand- ann á vegginn og telja hina mestu hættu á ferðum, ef við forðumst ekki öll skipti við það.“ Segir blaðið að slíkt sjónar- mið sé „fjarstæðukennt“ og leggur síðan áherzlu á sína eigin stefrnu: „Ef skynsamlega er haldið á málum, ætti að vera hægt áð ná sérsamningum við bandalagið, t. d. líkt og Grikk- land, án þess að við þyrft- um að skerða rétt okkar og sjálfstæði, Fjarstæða er að ætla þeim þjóðum, sem eru að- ilar að bandalaginu, svo illt, að þær muná beita okkur við- skiptaþvingunum og ofríki, ef við gerumst ekki fullgildir að- ilar. Hér er um að ræða vin- samlegar þjóðir sem eiga að virða og munu skilja sérstöðu okkar, ef málin eru lögð rétt fyrir þær .... Því geta fylgt verulegar torfærur, ef við höfum ekk- ert samstarf og engin tengsl við bandalagið. Jafnvel þótt við reiknum með þvi, að vina- þjó'ðir okkar sem eru í banda- laginu. beiti okkur ekki við- skiptaþvingunum, ættum við samt á hættu að dragast út úr þeirri eðlilegu þróuni, sem nú er að verða á samstarfi vestrænna þjóða. Þess vegna er eðlilegt að við leitum eftir að hafa gott samstarf við bandalagið, t.d. með því að tengjast við það á þann hátt, sem bandalagssáttmálinn ætl- ast til að hægt sé fyrir þær þjóðir, sem ekki telja sig hafa aðstöðu til að verða beinlr að- ilar. Þetta er sú leið, sem Grikkir hafa valið, og Svíar, Svisslendingar og Ansturríkis- menn ætla sér að fara.“ Þanmig tók Framsóknar- flokkurinn af skari'ð — fimm mánuðum eftir að hann sá hvert stjómarflokkamir voru að fara! Og menn skyldu taka eftir því að höfundur þessarar áróðursgreinar fyrir aukaað- ild að Efnahagsbandalagi Ev- rópu heitir Þórarinn Þórarins- son. sá hinn sami sem nú lýs- ir sér dag hvem sem vamm- lausum baráttumanni gegn hverskonar aðild. Morgunblaðið fagnar Þessi grein Þórarins Þórar- inssonar vakti mikinn fögnuð í Morgunblaðinu. 16. janúar 1962 birti það ritstjómar- grein þar sem skrif Þórarins vom sögð „mjög ánægjuleg“ og kölluð „öfgalausar hug- leiðingar“. Undir fyrirsögnun- unum „Framsókn með auka- aðild“ og „Þolir ekki bið“ skrifaði Morgunblaðið: „Mjög þýðingarmikið er, að sem víðtækust samstaða gæti skapazt um þau skref, sem stigin verða og eftir skrifum Tímans að dæma virðist ekki vera mikili munur á sjónar- miðum lýðræðisflokkanna Skiptir þá minnstu máli. hver afstaða kommúnista er.“ Og í fomstugrein daginn eftir sagði Morgunblaðið und- ir fyrirsögnunum „Afstaðan til Efnahagsbandalagsins. Víð- tæk samstaða": ,.Öllu lengur verður ekki dregið að taka afstöðu til Efnahagsbandalagsine, ef við eigum ekki að einangrast frá okkar elztu og beztu mörkuð- um og þeim þjóðum, sem okk- Erlendur Einarsson: Sam- þykkti að sótt yrði um aðiid. Þórarinn Þórarinsson: Mælti með aukaaðild. Eysteinn Jónsson: Sat í leyni- nefnd til að undirbúa aðild Islands. Helgi Bergs: Sat í leyninefnd og flutti áróðursræður um Efnahagsbandalagið. ur em skyldastar. Full ástæða er til að ætla, að Framsóknarflokkurinn vilji taka ábyrga afstöðu til máls- ins og láta þjóðarhagsmuni sitja í fyrirrúmi.“ Samþykki það sem Erlend- ur Einarsson hafði gefið í ágúst 1961 stó'ð þannig ennþá sem afstaða Framsókn^r flokksins. Framsóknarleic togar í nefnd En um þessar mundir ha. ýmislegt fleira gerzt í mál- inu. I ágúst 1961 hafði Tim- inn mælzt til þess að stjóm- arandstaðan fengi að taka þátt í undirbúningi málsins. Morgunblaðið svaraði 22. ágúst að fráleitt væri að „kommúnistar" fengju nokk- urs staðar nálægt að koma, en „hins vegar telur Morgun- blaði'ð eðlilegt, að fulltrúar Framsóknarflokksins hafi að- stöðu til að fylgjast með framvindu mála, úr því að einhver von virðist til þess, að þeir ætli að taka heilbrigða afstöðu í þessu mikla hags- munamáli." Þetta fyrirheit itrekaði Bjami Benediktsson þáver- andi forsætisráðherra í út- varpsræðu í október 1961, og hafði Morgunblaðið þessi um- mæli eftir honum 27. október: „Sagði ráðherrann að á- nægjulegt væri, að Framsókn- arflokkurinn vildi a.m.k. þessa stundina hugleiða ábyrga af- stöðu til Efnahagsbandalags- ins. og meðan svo væri, vildi ríkisstjómin að sjálfsögðu hafa heils hugar samstarf við Framsóknarflokkinn um þetta mikla vandamál...... Á að vera unnt að hafa samstarf við Framsókn um undirbúning og athugun aðildar okkar að Efnahagsbandalaginu, þó hún liakli áfram að vera utan rík- isstjórnar.“ Athyglisvert er að í sam- bandi við þetta mál orðar Bjami Benediktsson aðild Framsóknar að rí'kisstjóm. En niðurstaðan varð sú að komið var á laggirnir sam- starfsnefnd hernámsflokkanna allra til þess að f jalla um að- ild Islands að Efnahagsbanda- Iaginu. Af hálfu Framsóknar áttu sæti í niefndinni Eysteinn Jónsson. núverandi formaður Framsóknarflokksins, og Helgi Bergs, ritari flokksins. Margir munu minnast þess að Helgi Bergs flutti um þær mundir margar áróðursræður um bandalagið, 5 samtalsþætti í útvarpinu, á fundum í Suð- urlandskjördæmi og á ráð- stefniu hjá svonefndri „Frjálsri menningu". Stjórnmála- ályktun Eysteins I febrúar í fyrra — sex mánuðum eftir að Erlendur Einarsson hafði samþykkt að send skyldi umsókn um aðild Islands að Efnahagsbandalag- inu — var haldinn aðalfundur miðstjómar Framsóknar- flokksins. Þetta var mjög sögulegur fundur, því að á honum hætti Hermann Jónas- son formennsku Framsóknar- flokksins en Eysteinn Jónsson tók við. Þar var samþykkt mikil stjórnmálaályktun, þar sem hinn nýi formaður gerði grein fyrir þeirri stefnu sem hann vildi beita sér fyrir á vettvangi innanlandsmála og itanríkismála. Hvað halda menm að hafi staðið í þessari ályktun um Efnahagsbandalag Evrópu, það mál sem Tíminn segir nú réttilega að skeri úr um örlög og framtíð íslenzku þjóðarinn- ar? Ekki eitt einasta orð. 1 stjórnmálaályktun Framsókn- arflokksins, fyrstu ályktun- inni sem Eysteinn mótaði sérstaklega, var þagað ger- 'amlega um aðild Islands að Ifnahagsbandalagi Evrópu. 'ln hins vegar hefur auðvitað ærið átt við bandalagið, þeg- \r svo var komizt að orði 5 kaflanum um utanríkismál at íslenzíku þjóðinni bæri að hafa „sérstakt og nánast sam- starf við þær þjóðir. sem eru henni skyldastar og næstar, og þess vegna á hún heils hugar að taka þátt í vestrænu samstarfi með því móti. sem samrýmist smæð hennar og sérstöðu.“ ,Sök þeirra engu minni" Og enn héldu formaður og ritari Framsóknarflokksins á- fram að starfa „heils hugar“ í leyninefndinni sem átti að ganga frá aðild Islands að „vestrænu samstarfi“. Allt sumarið 1962 hélt þessi sam- vinna áfram og Tíminn birti ekki aukatekið orð þar sem vara’ð væri við aðild Islands að Efnahagsbandalagi Ev- rópu. En 25. ágúst s.l. hlaust gerðust þau tíðindi að Tíminn birti merkilega grein eftir Jón Árnason, fyrrverandi banka- stjóra, en hann hefur frá upp- hafi barizt gegn því af ein- urð og drengskap að Islend- ingar yrðu fjötraðir við Efna,- hagsbandalag Evrópu. Fyrir ofan grein Jóns stóð fyrir- sögnin „Oi-ðið er frjálst“, en þann vamagla notar Tíminn þegar hann kemst ekki hjá því að birta greinar sem ritstjórn- in er andvíg. Og til enn frek- ara öryggis var einnig sett athugasemd fyrir neðan grein- ina þar sem ritstjómin lýsti yfir því að hún væri ósam- mála greininni. I grein sinni gagnrýndi Jón Ámason m. a. harðlega hyemág reynt ,tværi að .fara bak við þjóðina í öllum við- ræðum og samningum um að- ild Islands að Efnahagsbanda- lági Evrópu. Hann komst svo að orði: „Yfir öllu þessu máli hefir hvílt óskiljanleg leynd til skamms tíma. Hefir leyndin verið afsökuð með því, að hér væri um „viðkvæmt utanríkis- mál“ að ræða. Nú er erfitt að greina milli þess. hvað kalla má utanríkismál og ininanrík- ismál. Reyndar var því ein- hverntíma lýst yfir að ríkis- stjómin mundi bera málið undir Alþ.. áður en endanleg ákvörðun yrði tekin, Mikið var. Þessi feimni við að ræða málið hér opinberlega var því undarlegri, þar sem bæði á Norðurlöndum og í Stóra- Bretlandi var rætt og deilt um hugsanlega þáttöku í Efnahagsbandalaginu fullum fetum, á löggjafarþingum, op- inberam fundum, og í dagblöð- um þessara landa. en íslenzk- ir stjómmálamenn virðast oft leita sér fyrirmynda að hátta- lagi símu hjá nágrannaþjóðum þessum. Frá því hefir að vísu verið skýrt, að forystumönn- um Framsóknarfl. hafi verið skýrt frá gangi málanna jaJn- óðum. En þeir hafa lika þag- að og ER ÞÁ SÖK ÞEIRRA ENGU MINNI EN STJÓRN- ARFLOKKANNA í þessum „StrompIeik“.“ Sök Framsóknar er engu minni en stjómarflokkanna, er þannig dómur Jóns Áma- sonar í ágúst í haust — heilu ári eftir að Erlendur Einars- son lýsti samþykki sínu við að send skyldi umsókn um að- ild Islands. Hentistefna „Skiptir þá minnstu má’i hver afstaða kommúnista er“ sagði Morgunblaðið 16. janú- ar í fyrra. þegar það fagnaði hinum ,.ánægjulegu“ og „öfgalausu“ skrifum Þóraiin' Jón Ámason: Sök Framsókn- arleiðtoganna engu minni en stjórnarflokkanna Þórarinssonar. En „kommún- istar“ höfðu ekki legið á liði símu meðan leiðtogar Fram- sóknarflokksins vora önnum kafnir við þátttöku sína í Strompleik stjómarflokkanna, og eins og jafnan fyrr hlutu margir Islendingar það heið- ursheiti, þeirra á meðal sá heilsteypti maður. Jón Áraa- son fyrrverandi bankastjóri. Allt frá þvi í ágúst 1961 höfðu þeir menn sem andsfæð- ir vora aðild Islands að Efna- hagsbandalagi Evrópu lagt kapp á að kynna þjóðinni málavexti. Haldnir vom margir fundir, gefin út rit, birtar greinar í blöðum og tímaritum, og sérstaka athygli vakti það þegar hinn víð- kunni norski prófessor dr. Ragnar Frisch kom til Is- lands. 1 fyrrahaust hafði þetta umfangsmikla starf borið þann áramgur að augljóst var að andstaðan gegn þátttöku Islands var orðin ákaflega víðtæk, þannig að leiðtogunum var ekki lengur stætt á þvi að pukra með málið í samstarfs- nefnd hernámsflokkanna. Þá — og þá fyrst — breytti forusta Framsóknarflokksins um afstöðu. Ástæðan var ekki snögg skoðanaskipti leiðtog- anna eftir eins árs makk, héldur einvörðungu óttinn við kjósendur. Þarna birtist henti- stefnan í sinni lágkúrulegustu mynd, og mönnum sem ein- hvers meta drengskap og heil- indi í opinberu lífi hefur ó- sjaldan orðið flökurt síðustu vikurnar þegar Framsóknar- Ieiðtogarnir hafa Iýst forustu sinni í baráttunni gegn aðild íslands að Efnahagsbandalag- inu. Spurning sem svarar sér sjálf Spuming manna um það hvort hægt sé að treysta for- ustu Framsóknarflokksins svarar sér sjálf. þegar reynsl- an er látin tala, Er hægt að treysta Erlendi Eimarssyni sem samþykkti það í ágúst 1961 að send skyldi umsókm um aðild Islands að Efna- hagsbandalaginu? Er hægt að treysta Þórarni Þórarinssyni sem mælti persónulega með aukaaðild 14. janúar í fyrra og hrakyrti þá menn sem mál- uðu fjandann á veggimn? Er hægt að - treysta Eysteini Jónssyni sem starfaði í leyni- nefnd með stjómarflokkunum í heilt ár til að undirbúa að- ild Islands að Efnahagsbanda- laginu? Er hægt að treysta Helga Bergs sem var með Eysteind í nefndinni og samdi ókjör af áróðursræðum um verðleika Efnahagsbandalags- ins? Ef til vill væri hægt að treysta þessum mönnum ef þeir kæmu heiðarlega fram við þjóðina. vi'ðurkenndu fyrri mistök sín og færðu rök að því að þeir hefðu skipt um skoðun á einlægan og alvar- legan hátt. En þegar þeir Ijúga til um það 5 dag sem beir sögðu og gerðu í gær, hvers er þá að vænta af þeim ' morgun? — Austri.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.