Nýi tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 5

Nýi tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. maí 1963 NÝI TÍMINN SlÐA 5 Umkjör listamanna íNoregltrúarbrögð og mdlastreitu Norski rithöfundur- inn Ragnhild Mageröy dvaldist á íslandi nokkrar vikur í vor. — Fréttamaður Þjóðvilj- ans hitti frú Mageröy að máli áður en hún hélt heimleiðis og spjallaði við hana um rit hennar og erindi út hingað; kjör lista- manna í Noregi og ým- islegt það er deilum veldur með frændum vorum. svo sem trúar- brögð og málstreitu. — Þér skrifið skáldsogur frú Magéröy? — Já. fyrsta bókin mín heit- ir Gunnhiidur og kom út 1957. Siðan kom Útskúfuð kona 1958 og Ástin spyr ekki 1960. Blaðamaðurinn minnist nú þess að hafa lesið sér til að frú Mageröy hafi til að bera mikla þekkingu á því völund- „ arhúsi, sem nefnist sálarlíf kvenna. og umhverfislýsingar hennar þyki frábærar — En um hvað fjalla svo þessar bækur? — Til þess að geta svarað þyrftj ég helzt að skoða efnis- ágripið á kápu bókanna. svarar frú Mageröy og hlær. En í stuttu máli sagt er þetta „trilógia“. Fyrsta bókin hefst um aldamótin 1800; verkið tek- ur yfir alla síðustu öld, og lýs- ir þrem ættliðum. Gunnhildi. dóttur hennar og dóttur-dóttur Ættinni fylgir bölvun. sem ekkj léttir fyrr en trúin á bölvunina hverfur. Inn í þetta vefjast svo ýmis atriði. svo sem gömul og rótgróin hjátrú bvggðarinnar. Einnig koma til ’sögunnar trúarstefnur, svo sem Haugianismí og síðar heittrú- árstefna. Ég reyni að lýsa þeim áhrjfum sem tiðarandinn á- '$amt yfirspenntri trú — og þjátrú — getur haft. — Já vel á minnzt hvað getjð þér sagt okkur af trúar- lífi frænda vorra Norðmanna? Við hofum mikið heyrt af því látið — f Noregi er mikið um yf- irspennt trúarlíf Gott daemí eru allar þser dejlur. er orðið hafa í vetur um Áge Samuel- sen Hann er heimatrúboðsmað- ur. sem bannar kristnurr mönnum að leita læknis! Einn ig má nefna skáldið Överland sem kalla mætti trúaðan heið- ; ingia En framar öðru er bað Hallesby, sem ber að þakka i eða kenna. Hann hefur varp- að skugga sínum yfir Nore<? allan áratúgum saman. Það er heimatrúboð hans. ásamf hinum ýmsu sértrúarflokkum sem heldur lífinu í trúarlífi Norðmanna. — Hver '%r afstaða yðar t;' bessara mála? — Á ungiingsárum mínum var ég mjög trúuð. Helzt vildi ég verða trúboði eða prestur. Frá þessu ' hef ég horfið sið- ar. En ég vil samt vera leit- andi. Ekkj þó svo að skilja. að ég haldj fast við gamla guðshugmynd, og hugsi mér guð sem gamlan mann síð- skeggjaðan Gjarnan vil ég vera í snertingu við eitthvað, sem er meira en mennjrnir. eitthvað. sem er allt. AAálstreita — Þegar trúmálum sleppir, hvað getið þér sagt okkur um hina þjóðaríþrótt Norðmanna, málstreituna? l(AG\'i!l!.D M-V .r.fUíV <S>- GUNHILD ).-w í< I, i t. s roii, (.:■> c. Eiri'hókarina.^""' ,i!“’ — Hvað skal segja. svarar írú Mageröy mæðulega. — Þessi deila á sér gaml- ar rætur, og það er erfitt að útskýra þessi mál fyrir þeim hamingjubörnum, sem sloppið hafa við allt slíkt þras. Vand- ræðin eru t.d. þau. að nú er ekki ejngöngu um að ræða ríkismál og nýnorsku, heldur hefur verið reynt að steypa þeim saman í svonefnda sam- norsku Rithöfundafél. norska klofnaði um þessi mál, og einkum um afstöðuna til sam- norskunnar. Sjálf skrifa ég ríkismál. en nota mjkið orð úr mállýzkum. Samtöl öll skrifa ég að sjálf'ögðu á mál- lýzku, enda er það í samræmi yið umhverfi bóka minna. f seinni bókunum hef ég þó fækkað mállýzkuorðum að mun. Það var að úndirlagi út- gefandá míns,1 ' sém' kvartaði undan því. að það sém ég skrifaði væri á stundum óskilj- anlegt! — En hvert er svo erindi yðar hingað út til fslands? — Það er nú saga að segja írá því. Ég hef verið að glíma við Gunnhildi kóngamóður í þvi skyni að skrifa um hana skáldsögu. Rejmdar er vafamál, hvort ég lýk þvi verki, Gunn- hildur er mér erfið viðureign- ar. En í fyrra sat ég á Há- skólabókasafninu i Osló og las mér til um þetta tímabil. Svo var mér bent á, að Sigurður Nordal hefði skrifað grein um Gunnhildj i Samtið og saga. í heilan mánuð þrælaðist ég á Nordal, og varð margs visari. Nú var ég farin að komast nið- ur í málinu. Þá kom frændi minn Hallvard Mageröy að máli við mig og skýrði mér frá því, að Norsk-íslenzka fé- lagið hefði í hyggju að gefa út safn af smásögum ungra. is- lenzkra höfunda frá seinni ár- um. Margir Norðmenn líta ís- land þeim augum, að það sé sögueyjan fremur öðru, okkur brestur þekkingu á nýrri bók- menntum íslenzkum, og við fylgjumst ekki nógu vel með þvi hvað þið hafið fylgzt með. Nú. ég settist við að þýða. og hér er ég komin, ég fékk styrk tii þriggja vikna dvalar hér, og Loftleiðir gáfu mér ókeyp- is far. Smásagnasafn Við spyrjum, hverjir séu þessir ungu smásagnahöfund- ar, og kemur i ljós, að þeir eru þrettán. of margir upp að telja — Þýðið þér smásögur allra þessara höfunda? — Nej. tvær af þeim sögum. sem ég hef þýtt. koma í þessu smásagnasafni. Það er þjóf- urinn eftir Agnar Þórðarson. og Stríðið við mannkyn eftir Geir Kristjánsson. Þá sögu hef ég reyndar nefnt í þýðingu Kampen mot speilbildene, þar eð orðrétt þýðing gæti valdið Ragnbild Mageröy rithöfundur. misskilningi. Ég get ekki sagt með vissu, hvenær þetta smá- sagnasafn kemur. en vonandi verður þess ekki langt að bíða. — Þér hafið kynnzt starfs- félögum yðar hér á landi? — Já, sannarlega! Ég var hálf hrædd um að ég yrði að dúsa ein á herbergi. án þess að kynnast nokkrum manni, en það fór á aðra leið. Allir hafa keppzt við að gera mér dvölina sem skemmtilegasta. og ég hef kynnzt fjölmörgu fólki. Sigurð Magnússon hitti ég á flugvell- inum, og Kristmanp Guð- mundsson var fyrsti maður- inn, sem ég hitti á hótelinu. Svo má neína útvarpsstjóra og Jón Engilberts svo einhverjir séu nefndir. Ásmundur Svejns- son hefur bókstaflega hejllað mig. Skrifið þér umfram allt. að mér hafi aldrei fundizt ég vera útlendingur hér. — Hvaða kynni hafið þér annars haft af íslenzku menn- ingarlifi? — Tíminn er að sjálfsögðu alltof naumur til að þau getj orðið sérlega mikil. Ég hef þó séð Pétur Gaut i Þjóðleikhús- inu. Gunnar E.yjólfsson þótti mér sérstaklega góður, einkum fyrir það. að hann var eins góður gsma’,] sem ungur, en á því vill oft verða misbrestur Ætti ég að gagnrýna eitthvað. væri það helzt dauði Ásu. Þar sitja leikendur alltof langt hvor frá öðrum, og það skap- ast engin snerting þeirra á milli. En hér er e.t.v. leik- stjórn um að kenna. Og í höll Dofrans stal Dofrinn sjálfur allri senunni. — Þér minntuzt á, að þér hefðuð fengið styrk til ís- landsfarar Hvað getið þér sagt okkur um kjör norskra rithöf- unda. er mikill munur á þeim og kjörum íslenzkra rithöf- unda? — Ég hef það á lilfinning- unni, að kjörum rithöfunda á íslandi sé mjög ábótavant, 0g mikill munur sé á, hve betri þau eru i Noregi. Nú er þess að gæta að kjör norskra lista- manna hafa nýlega tekið mikl- um stakkaskiptum til hins betra. Styrkir allir hafa ver- ið stórum auknir, og ber eink- um að nefna Vinnustyrk ríkis- ins til listamanna. Stærstu styrkirnir eru veittir til þriggja ára, og nema 15 þús. norskum krónum ár hvert. eða 45 þús. norskum krónum í allt. Að sjálfsögðu erú ekki allir styrkirnir svo háir. En þess ber einnig að geta, að þessir vinnustyrkir i,eru - veittjr^ án tillits til listgreina, þannig fá t.d. þýðendur slíka styrki og einnig gagnrýnendur. Dæmi þess er rithöfundurinn Magli Elster. sem í þetta sinn fékk vinnustyrk sem gagnrýnandi. en ekki sem rithöfundur. Á þessu ári hafa að ég held 64 rithöfundar fengið slíkan vinnustyrk Höfundarlaun En það léttir einnig mikið aðstöðu rithöfunda, að þeir hafa það sem kalla má „grund- vallarsamning" (normalkontrakt) og gildir hann í Noregi. Dan- mörku og Svíþjóð. Samningur þessi er saminn af fulltrúum rithöfunda og útgefenda. Til að útskýra hann nánar getum Raett við norska rithöfundinn Ragnhild Mageröy við tekið dæmi af sjálfri mér. Þegar ég gaf út fyrstu bók- ina fékk ég 12,5% af verði óinnbundinna eintaka þegar söluskattur hafði verið dreginn frá. Þetta gilti að 3000 seldum eintökum. Eftir það steig pró- senttalan í 15. Þegar maður verður félagi í rithöfundafélag- inu stigur svo prósenttalan enn. Þá fá menn 15% af 5000 seldum eintökum, en 20% af því, sem fram yfir þá tölu fer. En svo er að minnast á út- varp. Þegar rithöfundur les sín eigin verk inn á stálþráð, fær hann fyrir óbundið mál 10 kr. norskar i upplestrar- laun á mínútu. Þegar þessu er útvarpað fær hann einnig höfundarlaun, sern eru jafn há, þannig að i rauninni er gjaldið 20 kr. norskar á mínútu. Ef einhver annar. t.d. leikari. les verkið. fær höfundurinn höf- undarlaun. Fyrir ljóð eru þessir taxtar tvöfalt hærri. Fyrir útvarps- leikrit af venjulegri lengd eru borgaðar 4000 norskar krón- ur. Sé leikritið endurtekið, fær höfundur 6000. En sem sagt, ég hef það á tilfinningunni, að hjá ykkur séu þessi mál allt of skammt á veg komin. 0g hér sé gagn- gerðra úrbóta þörf. Þamnig sagðist frú Ragnhild Mageröy frá. Við þurfum ekkj lengi að reikna til að komast að þvi, að hún hefur lög að mæla. kjaramál íslenzkra lista- manna eru í megnasta ólestri, og mikjlla úrbóta þörf. Frú Mageröy hélt heimleiðis fyrra sunnudag 28. apríl. Við þökk- um þessari gáfuðu og skemmti- legu konu fyrir spjallið. J. Th. H. LYFJASALA 0G VIÐREISN Viðreisnin er söm við sig Alþingi samþykkti nýlega frumvarp til lyfsölulaga. Það var flutt af ríkisstjóminni, enda ber það mjög keim af þeirri viðreisn, sem hún kenn- ir sig við. Hagsmunir framleið- enda og seljanda lyfja eru vandlega tryggðir í þessum nýju lögum, en hinsvegar minna hirt um hag og heill þess fjölda, sem lyfja neytir. í lögunum er svo ákveðið, að leyfi til að reka lyfjabúð skuli aðeins veita einstaklingum. Sveitarfélögum. sjúkrasamlög- um og öðrum hagsmunasam- tökum almennings má aldrei veita slíkt leyfi. Lyfjasölugróð- inn skal renna óskiptur til fárra einstaklinga og umfram allt ekki falla almenningi i skaut. Á fleiri vegu eru hagsmunir lyfjakaupmanna tryggðir í þess- um lögum. og skal það ekki rakið nánar hér, að einu atriði undanskildu, enda jaðrar það atriði, að mínum dómi, við hneyksli í heilbrigðislegu til- liti. Lyfjaneyzla og gróðafýkn Lyfjagerð og lyfjasala er ein af arðvænlegustu atvinnugrein- um, sem um getur í heimi hins óihefta einkaframtaks. og hafa voldugir auðhringar því tekið hana á sína arma. Þeir fram- leiða lyfin í stórum stíl og ofurkappi, sem gróðavonin ein hella þeim yfir mannfólkið af fær skýrt. 1 tilraunastofum fer fram þrotlaus leit nýrra lyfja, og þegar slík finnast, er viðleitnin sterk að koma þeim sem fyrst á markaðinn, — koma þeim í peninga. Framleiðendur verja Eftir ALFREÐ GÍSLAS0N lækni gífurlegu fjármagni í áróðurs skyni og auglýsinga, en sá kostnaður skilar sér aftur með vöxtum og vaxtavöxtum. Það er lyfjaneytandinn, sem borgar brúsann. Að jafnaði sækja lyfjafram- leiðendur fast á um frjálsa sölu nýrra lyfja, en heilbrigðis- stjómir og læknar þybbast nokkuð við vegna almannaör- yggis. Því miður hefur sú fyr- irstaða oft reynzt of veik, og eru mörg sorgleg dæmi þess nú hin síðustu ár. Thalidomid og vansköpun Illræmdasta dæmið um ónógt eftirlit heilbrigðisstjóma með starfsemi lyfjaframleiðenda er thalidomidhneykslið svonefnda. Leyfð hafði verið um skeið ó- takmörkuð sala þessa lyfs. og það mikið verið auglýst. eins og títt er um ný lyf. Árið 1961 kom upp úr kafinu. að lyf þetta hafði hryllilegar aukaverkanir. Ef konur neyttu þess á fyrstu mánuðum meðgöngu. áttu þær á hættu að ala vansköpuð böm, og þannig komu í heiminn mörg hundmð böm á ámnum 1961 og 1962. Þessi bitra reynsla varð til þess, að heilbrigðisstjómir víðs- vegar um lönd vöknuðu við þessum efnum var auðsjáan- lega ábótavant og ekki vanþörf nýrra hemla á starfsemi lyf.ia- framleiðenda. Að sjúklingum var haldið lyfjum, sem enginn vissi hvort skaðlegar verkanir hefðu eða hve miklar. Viðbrögð brezkra „Sennilega eru allir á einu máli um þörfina á nýrri hindr- un, er sérhvert nýtt lyf verður að sigrast á, áður en sala bess er leyfð“. Með þessum orðum Framhald á 4. síðu.

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.