Nýi tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 11

Nýi tíminn - 16.05.1963, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. maí 1963 NÝI TIMINN StBA JJ Fyrir skömmu bar það til hér á íslandi, að á markaðinn komu kynjamögnuð armbönd, og þótti mörgum mikið til koma. En íslendingar hafa fyrr orðið aðnjótandi kynja- lyfja og kynjatækja allskonar. Skal hér lítillega á það drep- ið, og er aðalheimildin háskólafyrirlestur, er Sigurjón jóns- son læknir flutti, og prentaður er í safnritinu Samtíð og saga 1 948. Kynjalyf og kynjatœki ililllllíilii W '**** Illiillli mmmm nmimttx'n •«**>, >í.*»•»«• íHn. í» ; Mmm-í' ám má im Vkflftd * ........ Það mun hafa verið á ár- unum upp úr 1860, sem Har- lemsolia og Wunderkronessenz bárust til landsins. Króness- enzinn og grassían. en svo nefndi alþýða manna þessi lyf, náðu þó ekki að festa rætur hér. En krónessenzinum fylgdi nokkurskonar með- mælabréf, og er það fyrirboði þeirrar auglýsingastarfsemi, er koma skal. Fyrirsögnin er á þessa leið: ,,Hin 344. tilvís- un um hinn sanna, rétta og ó- svikna, konunglega, allra hæsta, einkaleifða Wunder- kronessenz. hvernig brúka skal og við hverjum sjúkdóm- um.“ Siðan kemur löng af- rekaskrá þessa „dýrindis- vökva“, og geta mann nokkuð skynjað heilbrigðisástand þeirra tíma, þegar þess er getið, að „þessi undradrykkur læknar áreiðanlega franzós, hversu vondur sem hann er“. Barnadauðinn. þesi ógnvaldur fyrri tíma, er þannig afgreidd- ur: „Ef ungbarn er óvært eða kránkt, þá þarf ekki annað en gefa þvi 2—3 dropa inn i móðurmjólkinni." Fari n/ú svo, þrátt fyrir undrameðali'ð, að ungbamið fái sjúkdóma svo sem mislinga eða bólu, kem- ur krónessenzinn enn til bjargar og .,útrekur“ þessa sjúkdóma með „makt og miklu veldi." og fast að orði kveðið í aug- lýsingum Framleiðandinn var danskur maður, Mansfeld- Biillner að nafni. Svo vel auðgaðist hann á elixír sin- um, að skömmu fyrir alda- mótin var hann talinn vell- auðugur. Naumast hefur lyf- salinn haft það fé af Islend- ingum einum saman, og er gott til þess að vita, að fleiri skyldu vökvans njóta Bramalífselexír Bramanum er svo lýst af framleiðanda sínum: „Brama er æðsti guð Inda, skapari heimsins og lífgjafi manna, og nafnið þýðir því lífgjafarans lífsdrykkur.“ Árið 1884 var gefinn út á íslenzku bæklingur til að kynna vöi-una. Kápan er myndskreytt og litauðug og hljóðar titilinn svo: ,.Brama-lífs-elixír vísindalega dæmt af dr. med. Alex. Groy- ið Reyndu Reykjavíkurapóte'k og apótekið í Stykkishólmi að framleiða sinn eigin Brama, en kom fyrir ekki. Lítill varð og árangur af viðleitni Schi- erbeck landlæknis til að vara almenning við þessu kynja- lyfi sem öðrum. Ritar hann árið 1885 „Viðvörun gegn Brámk-15fs-elixír“ en vei’ður þó að játa, að erfitt sé við að fást „meðan alþýða vill láta narra sig.“ Árið 1889 kom 4 markaðinn sá keppinautur Bramans. er að lokum gekk af honum dauðum. Það var Kína-lífs- elixír Valdemars Petersens í Friðrikshöfn. Að fyrirmynd Mansfeld-Bullners gaf Peter- sen út bækling til að auglýsa vöni sína, og kennir þar margra grasa skemmtilegra. Um gagndð af Kína-lífs-elixír er það talinn „vissasti vottur- inn. hve mikið selst af hon- um.“ Einkum leiðir Petersen Þessi auglýsing um „hinn stóra keisaralega konunglcga einka- leyfða Voltakross" b,,-tist > einu Reykjavíkurblaðanna nokkru fyrir síðustu aldamót. Keppinautar j Því miður hefur framleið- andinn ekki sloppið við bölv- un hinmar frjálsu samkeppni Þessu lýsir hann svo, og verð- ur nú beinlínis lýriskur: „Ágirndin hefur freistað ó- ráðvandra til að stæla þetta meðal mitt og láta sem þeirra væri það ekta og ósvikna. Eg geri það sannarlega ekki af eigingimi að vara almenning við þessu svikna meðali, held- ur knýr skyldan mig til þess, er ég hugsa til þess, hversu þetta svikria meðal getur spillt heilbrigði manna “ Bramalífselexír mun hafa borizt hingað skömmu eftir 1880. en verulega var tekið að auglýsa hann í blöðum hér 1884. Var þegnr auðsætt að hér hafði landinn fengið það lyf er hann vildi enda voi’U umbúðir hinar skrautlegustu AIMANTE TRADING CO., LTD. 2-742 .Tsunohazil shinjuku-ku Tokyo Japari. Vörumerki segularm bandanna. en“. Þar er skemmst frá að segja að Alex. þessi Groyen mun einbert hugarfóstur framleiðanda Sama máli gegnir um „vísindaleg læknis- fræðileg vottorð og viður- kenningar" sem ritinu fylgja. Braminn réð ríkjum um árabil á Islandi. Skylt er að geta þess, að framtakssamir íslendingar gerðu drengilega tilraun til að flytja þessa á- batasömu verzlun inn i land- athyglina að vottorðum og þakkarávörpum frá íslending- um, „því nú á tímum við- gengst svo mikið humbug, að maður getur ekki láð fólki þótt það sé tortrvarqjð en sín- um eigin löndum hlýtur mað- ur þó að trúa.“ (leturbr hér) Þá er hampað vottorði sem héraðslæknir nokkur hafði gefið, og telur Petersen auð- sætt að meðal sem „annar eins maður“ mæli með, sé gott. Svo eru menn að sjálf- sögðu beðnir að forðast eftir- líkingar. Það var ekki £yrr en 19ói2. sem lög voru sett í landi til höfuðs kynjalyfjum sem þess-' um. Innflutningstollur, svo og samkepnnin við Kínalífselixír- inn reið Bramanum að fullu. Valdimar Petersen lét þó ekki snúa á sig svo auðveldlega, heldur flutti fabrikkuna til Seyðisfjaj-ðar og slapp þannig við tollinn! En árið 1915 var sala áfengra drykkja bönnuð hér á landi, og með því að Kínalífselixírinn var litið ann- að en bitter tók fyrir þá framleiðslu Er Petersen þá úr sögunni. og hafði verið hinn mesti „athafnnTviaðuir“ um sína daga. íslands bitter Fleiri hafa kynjalyfin verið, en hér er talið. Nefna má Lifsvekjara Sybillu Maltose- præparat og Hannevigs gigt- áráburð, að ógleymdum Is- lands bitter. sem einkum var seldúr 5 Kaupmannahöfn og fylgdi þessi auglýsing: „Öde- læg kun ganske rolig Deres Mave. Islands bitter skal nok kurere Dem“ Af kynjalyfjum sfðari ára er kunnastur „Ál- inn,“ er lækna skyldi ban- væna sauðfjársjúkdóma. Þetta lyf hefur þó þá algeru sér- stöðu að framleiðandinn mun hafa trúað á meðalið statt og stöðugt, og vist er um það. að ekki var um fjárplógs- starfsemi að ræða. En nú vík- ur sögunni að kyn.jatækjun- um. Jakob Gunnlaugsson hefur maður heitiö og var stórkaup- maður í Kaupmannahöfn Jakobi þessum virðist hafa verið umhugað um velferð; landa sinna, vist er um það.| að hann hafði á hendi um- boðssölu fyrir Ufsvekjar? Sybillu Ekki lét hann þar staðar numið. heldur bauð falan svonefndan Voltakross og var „prófessor Heskier í Kaupmannahöfn" talinn upp- finnandi har.s. Auk þessa vari prófessorinn talinn ábyrgur I fyrir „Lífsins te,‘“ óviðjafn- anlegrj handsápu, er hann nefndi ,,Austurlandablómið“ og síðast en ekki sizt „elektro- motoriskum tannhálsböndum" sem ætluð1 voru börnum AUt var þetta falboðið Islending- um, en Voltakrossinn einn mun hafa náð einhverri út- breiðslu. Voltakrossinn læknaði að sjálfsögðu alla þá sjúkdóma,®- er Kínalífselixír og Brmi i-éðu bót á. og blóðnasir að au'ki. Þó slá þeir fé'agar Jakob og Heskier nokkurnj varnagla: „Þótt Voltakrnssinn veiti eigi strax linun og heilsu- bót. mega menn ekki hætta að brúka hann samt. Sjúkdóm- urinn getur verið þannig lag- aður að það liði margar vik- ur eða jafnvel mánuðir áður en maður finnur batann. en þegar maður er farinn að finma til batans gengur það vanalega mjög fljótt." Um notkunina er það að segja, að krossinn skyldi bera „á brjóstinu" í „silkibandi eða silkisnúru" og bláa hliðin jafnan snúa að líkamanum. Fyrir notkun skyldi krossinn liggja fimm mím’itur í volgu ediki Voltakrossinn Byrjað var að auglýsa Voltakrossinn í blöðum hér í október 1897. Segir i auglýs- ingunum. að krossinn framleiði rafmagnsstraum i likamanum og lækni með því ótrúlegustu sjúkdóma. Batavottorð og bakklætisávörn fvlsria autrlva- ingunni 5 vanálegum dúr, t.d. kveðst kona nokkur hafa fengið bata við „þrálátum veikindum“ eftir að hafa bi-úkað krossinn i „tænan klukkutíma“. Lækningu sína kallar hún . ofurlítið krafta- verk,“ og er það furðu bóg- vær lýsing. Ekki var Voltakrossinn aug- lýstur í blöðum hér nema fá- ein ár, og aldrei náði hann þeim tökum, sem kynjalj’fin höfðu á hugi manna. Mun nokkru hafa ráðið. nð skiln- ingslitlir menn svo - Jónas- sen landlæknir og Þoi’steinn Erlingsson skáld gei’ðu að honum harða bríð Einnig bárust gagnvottorð. m. a. frá Fi-iðriki nokkrum Eggerts- syni. Kveðst hann hafa borið .þennan fjanda" á brjósti sér í þrjá mánuði samfellt, og hafi sér smáverenað í lækn- ingar stað. Víst er um það. að upn úr aldamótunum er Voltakrossinn horfinn af markaðinum. Segularmbönd Og enin lætur „alþýðan narrast“ Nú eru komin segul- armbönd á markaðinn, og lækna þau að sögn framleið- enda eftiif ai-andi kvilla: „Axlaríg, háan og lágan blóð- þrýsting, andarteppu, tauga- þreytu. venjulega þreytu, gigt. svefnleysi, króniskan höf- uðverk kynhrörnun og getu- leysi til kvenna; viðhalda auk þess kvenlegri fegurð, efla heilsu þess aldraða og efla þrótt hins gamla.“ Að sjálf- sögðu eru ekki öll segularm- bönd jafn góð sum verða að teljast eftirlíkir.igar meðan önnur eru „stimp’uð" Engu skal spáð um það, hve lengi þau halda hér velli. En væri það ekki ráð, að reyna að ná sambandi við „prófessor Heskier" eða arftnka hans er- lendis og flyja inn svo sem nokkur hundruð „Elektromot- orisk tannhálsbönd“ Markað- urinn ætti þó altjent að vera öruggur. J. Th. H. Grímur Thomsen: Brama-lífs elexír Allskyns sótt jeg áður var og iðraverkjum kraminn, mitt væri horfið heilsufar hefði ekki komið Braminn. Kveisan stöðugt kvaldi mig, kalt var hennar gaman; nn hefir maginn sansað sig síðan jeg fjekk Bramann. Púlverin og pillurnar pundum tók ég saman, allt að einu eg eftir var áður en f jekk jeg Bramann. Mixtúrur og dropa eg drakk drjúgt, og það var sama; 'indir eins i sttifa stakk. ■r stanp ietr fjekk af Brama. Liúft er að vers lifs á ferð hó lítið ber tii ama; ódanðlegur að ieg verð ; éir of! HaMro Ttrama. Fyrsto heftí Réttar « m k, t?+ ei komið 1 hefti þ.a sí Réttj úmariti um bióðfé agsmál S4 lesmáksiður or Fiö1breytt að efni Einar Ol geirsson ritar greinarnar: lðn oylting ' matvælaframleiðslu íslendinga og Ísl4nzk alþýða! Bjargaðu sjálfrr þér, þá bjarg- arðu þjóðinni! >á á Stefán Sigfusson greinina Ejnyrkia- oúskapurinn oa vélvæðing andbúnaðarins Þýdda, arein- "r eru margs’’ h°ftinu víð- og ritfresnir t f: Á þessu ar' er ætlunin að ut' komi eigi færrT “n <5 hef*j og verði hvert 4-—s ark- ir eða lesmálssiður alls eitt hvað yfir 400

x

Nýi tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýi tíminn
https://timarit.is/publication/883

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.