Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 4
4 =RITSTJÓRNARSPJALL Við upphaf 9. árgangs Þegar blað hefur komið út samfellt í 8 ár, þó ekki séu nema 3 blðð á ári, er líklegt að það sé búið að finna sér nokkuð fast form og móta ákveðna stefnu í vissum greinum. Form og stefna ræðst af ákveðnum þáttum, svo sem rót- um og viðhorfum fólksins sem að því vinnur. Rætur Litla- Bergþórs eru að sjálfsögðu hjá Ungmennafélaginu og fólk- ið sem leggur hönd að útgáfu hans er flest Biskupstungna- fólk á besta aldri. Nafn blaðsins er tengt gömlu þjóðsög- irnni um Bergþór í Bláfelli, og leiðir það til þess að oft er hugað að fortíðinni. Reynt er að halda til haga menningar- verðmætum m.a. með því að birta frásagnir roskins fólks. Einnig er oft tínt til eitthvað sem finnst í gömlum ritum og talið er vekja áhuga lesenda. 'Ifengslin við Ungmennafélag- ið eru rækt með því að birta ffásagnir af starfi þess, og áformað er að næsta blað verði helgað 80 ára afmæh félags- ins, sögu, starfi og framtíð þess. Blaðið lætur sig einnig miklu varða mannlífið hér í sveit- inni, velferð fólksins, hveiju er ábótavant og hvað er vel gert. f þessu skyni er t.d. nýlegur þáttur um atvinnumál og,, Eins og mér sýnist“, þar sem ætlast er til að einn mað- ur sé sérstaklega til kvaddur í hveiju blaði til að segja meiningu sína. Hér verður ekki að sinni farið mörgum orðum um ffarn- faramálin. En til að ýta undir má óska þess að draumar um hitaveitu um alla sveit og hjúkrunarheimih í Laugarási rætist áður en langt um líður. Þá má einnig þakka starf leikskólans Álfaborgar, ffamkvæmdir við stækkun Reyk- holtsskóla og umbætur á umhverfi þar, svo eitthvað sé nefnt. Sama má segja um áform um íbúðabyggingar, bæði fyrir aldraða og til kaupleigu. Að lokum skal svo þakkað hljóðlátt starf sem felst í því að fara til aldraðs fólks og aðstoða það við þrif bæði á hús- næði og sjálfu sér eftir því sem það hefur þörf fýrir og ósk- ar sjálft. Það er gott að vita sig búa í samfélagi, sem aðstoð- ar þá sem eru hjálpar þurfi. Amór Karlsson SET SET SET SET SET Vatnsrör Garðslöngur Hitaþolin vatnsrör Dropavökvunarkerfi Drenrör og frárennslisrör EYRAVEGI 43-45 P.O. BOX 83 800 SELFOSS ICELAND SÍMI (TEL.) 99-1399

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.