Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.03.1988, Blaðsíða 8
8 =VIÐTALIÐ Jón Þ. Þórólfsson tekur leikstióra tali Edda Vilborg Guðmundsdóttir leikstjóri. Það ríkir alltaf dálítil eftirvænting, þegar til stendur að setja upp leikrit hér í 'IUngunum. Heimilislíf á mörgum bæjum raskast, þegar æft er svo til öll kvöld og oft fram á nætur, félagsheimilið er upptekið meira og minna vikum saman. En allt stefnir þetta að einu marki, leikurinn æsist jafnt og þétt fram að frumsýningu, endapunktinum, sem leikaramir kvíða flestir íyrir en væntanlegir áhorfendur hlakka jafnmikið til. Kannski ekki eingöngu til að sjá eitt- hvert meistaraverkið verða holdi klætt á fjölunum, heldur einnig, og trúlega ekki síður, til að sjá samsveitunga sína bregða sér í hin ólíklegustu gervi. Það voru nákvæmlega 11 dagar til frumsýningar á leik- ritinu ,,Ó þú“, sem U.M.F. Bisk. er að setja á svið þetta ár- ið. Blaðamaður L.B. fór því á stúfana, króaði leikstjórann Eddu Vilborgu Guðmundsdóttur af og spurði hana nokk- urra spuminga. Fyrst að sjálfsögðu um hana sjálfa. ,,Nú í stuttu máli“ sagði Edda ,,er ég fædd í Reykjavík á Þorláksmessu 1943, búsett í Reykjavík, gift og á 2 upp- komin böm. Foreldrar mínir em bæði úr Vestmannaeyj- um. Ég bjó á Selfossi í 4 ár og þar fékk ég leiklistarbakter- íuna. Þegar svo bömin vom vaxin úr grasi, fór ég í Leik- listarskóla íslands, stundaði þar nám í 4 ár og útskrifaðist 1977. Síðan þá hef ég verið í leiklist meira og minna. Leikið með Alþýðuleikhúsinu. Iðnó og nú síðast í Leikhús í kirkj- unni, Kaj Munk. Auk þess samdi ég og stjómaði leikverki sem í léku heymarlausir unglingar og var þetta liður í norrænni leiklistarhátíð. Þetta verk er svo það þriðja sem ég stýri úti á landi.“ Blm: ,,En svo við víkjum nú að þessu leikriti sem þið emð að setja upp núna hér í Aratungu, hvað getur þú sagt mér um það?“ Edda:,,í þessu verki er fjallað á nýstárlegan hátt um ást- arsögu Indriða og Sigríðar, sem allir þekkja og til sögunnar em kvaddar ýmsar persónur, þekktar og óþekktar eftir þörfum. Það er gert svona létt grin að þessu, en ástin er sú sama. Leikritið er skrifað af áhugaleikfélagi í Reykjavík sem nefnist Hugleikur. Þau hafa samið öll sín leikverk sjálf og eru einmitt núna að æfa framhald þessa leikrits og ætla að koma og sýna það hér í Aratungu fljótlega. Og það má gjaman koma fram að þau hafa verið okkur mjög hjálpleg og aðstoðað á allan þann hátt sem þau hafa getað.“ Blm: ,,Nú hefur þú leikstýrt bæði atvinnuleikurum og áhugaleikumm, hver er munurinn?" Edda: ,,I rauninni em kröfumar alltaf þær sömu, það er að fólk geri eins vel og það getur. Það sem gildir einfaldlega er vinna og aftur vinna. En að sjálfsögðu hlýtur að vera munur á lærðum og ólærðum og aðstæður engan veginn þær sömu í leikhúsi þar sem allir hlutir em til og í félags- heimili úti á landi, þar sem nánast allt vantar. En það sem áhugaleikarinn þarf að hafa til að vega upp á móti tækni atvinnuleikarans er leikgleðin. Hvað er meira töfrandi en leikhópur sem skín af leikgleði og það hlýtur að smita áhorfendur. Aftur á móti ef leikgleðina vantar, þá er líka botninn dottinn úr.“ Blm: „Finnst þér gamanleikur sem þessi eiga betur við áhugafélög úti á landi?“ Edda: ,,Já, vegna þess að tilgangur áhugaleikara í sveit með að setja upp leikrit hlýtur að vera sá að koma saman og skemmta sér. Eins er lfka hætta á að þyngri verk skili sér ekki sem skyldi og að því ógleymdu að áhorfendur fýs- ir síður að sjá slík verk“. Og að þessum orðum sögðum þakka ég Eddu fyrir við- talið og óska leikhópnum okkar góðs gengis. Ég skora á alla að fjölmenna á sýningar og sýna þannig í verki að við kunnum að meta framtakið.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.