Litli Bergþór - 01.03.1988, Page 10

Litli Bergþór - 01.03.1988, Page 10
10 FERÐASAGA FRÁ 1928 Einar Gíslason Ég ætla að segja lítillega frá ferð okkar þremenninga sem ferðuðumst á hestum norður yfir Kjöl og um sýslur norð- anlands, austur að Jökulsá á Fjöllum og suður Sprengi- sand. Félagar mínir voru Guðmundur Ingimarsson Efri- Reykjum og Sigurmundur Einarsson frá Drumboddsstöð- um. Við fórum þegar lokið var smalamennsku, mörkun og rúningi, sem mun hafa verið um 20. júní 1928. Ég ætla nú að segja lítillega frá undirbúningi ferðarinnar. Við vor- um með tjald, hitunartæki og viðleguútbúnað, vorum með þverbakstöskur sem í voru matföng, plögg og ýmislegt til ferðarinnar. Við miðuðum við að tjalda og hafa náttstað þar sem við höfðum góðan haga fyrir hestana, svo gistum við hjá kunningjum, stundum þegar kom í byggð. Við fórum með 10 hesta að heiman, svo keypti ég ágætan reiðhest þegar kom norður í Blöndudal og annan norður í Kelduhverfi, það er að segja við Mundi Ingimars keypt- um hann saman, því það var nú farinn að minnka hjá manni farareyririnn. Það bar ekkert sérstakt til tíðinda norður yfir hálendið. Að kvöldi þriðjudags komum við niður í Blöndudal, að Guðlaugsstöðum. Eg var þar vel kunnugur, og gistum við þar um nóttina og fór þar vel um bæði menn og hesta. Nú vorum við ákveðnir í að fara eitthvað lengra vestur í sýslu, sérstaklega í Vatnsdahnn. Eirikur Grímsson frá Syðri- Reykjum bjó í Ljótshólum, þar komum við og þáðum góð- gerðir. Nú kom til tals að við ætluðum vestur í Vatnsdal. Þá segir hann: Ég ríð með ykkur skemmstu leið vestur yfir fjall, sem hann og gerði. Við komum á brúnina fyrir ofan Marðamúp, alveg um sólaruppkomu, þá var falleg sjón að sjá yfir Vatnsdalinn. Við fómm heim að Marðamúp og hittum bónda og skiluðum honum reifi af fuUorðnum hrút, sem við rúðum suður í Kúluveri. Þama dmkkum við kaffi, svo var haldið vestur yfir Vatnsdalsá að Haukagili. Þar bjó Agústa Grímsdóttir frá Syðri-Reykjum og Eggert maður hennar. Þama sváfum við í 2—3 tíma og þegar við vomm búnir að þiggja góðgerðir, þá riðum við af stað út að Saurbæ þar sem GísU Jónsson frá Þórormstungu og Katrín Grímsdóttir frá Syðri-Reykjum bjuggu. Þar nutum við góðgerða og ánægjulegrar samverustundar með heima- fólki. Við urðum að gæta okkar að slóra ekki lengi á bæj- um því við höfðum takmarkaðan tíma til ferðarinnar. Nú lagði Gísli bóndi á lítið taminn rauðan fola og reið með okkur út dalinn og fór vel á með þeim enda var Gísli orð- lagður snilldarhestamaður. Þeir vora miklir vinir, faðir minn og GísU og sagt var að í Þjófadölum í fjallferð þegar þeir kvöddust hafi orðið til þessi vísa: ,,Nú er hlátur ný- vakinn, nú er grátur tregur,“ en svo vom það nú nokkuð margir sem vildu eigna sér þessa vísu, ekki meira um það. vísu, ekki meira um það. Nú emm við komnir að Hnausum í Þingi. Þar bjó 'IUngnamaður, Erlendur frá Miklaholti, en hann var þá ekki heima. Við dmkkum þar kaffi hjá húsmóður. Svo kvöddum við þar Gísla og þökkuðum honum skemmtilega samfylgd. Nú riðum við greitt austur þingið og yfir á Reykjabraut og stoppuðum ekki fýrr en á hlaði í Ljótshól- um, þar sem Eiríkur varð eftir og við þökkuðum honum mikið góða leiðsögn og samveru. Næsti áfangi var austur yfir Blöndu og komum að Ey- vindarstöðum í Blöndudal. Þar var ég kunnugur, hafði komið þar nokkuð oft, því Þorsteinn sonur Jóns bónda var með mér á Hólum. Þarna var gaman að koma, það var allt glaðsinna músíkalskt söngfólk og Jón bóndi mikill hesta- maður og átti fallega og góða hesta. Jón bóndi reið með okkur úr hlaði á gæðingum sínum og áður en við skildum var ég orðinn eigandi að einum þeirra, brúnum gullfal- legum gæðing. Það fór nú svo a ég gat ekki átt hann lengi, 't

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.