Litli Bergþór - 01.03.1988, Side 13
FRETTIR
Góugleði
Sú nýbreytni var tekin upp í félagslífi sveitarinnar að
húsneftid Aratungu stóð fyrir svokallaðri góugleði þann
20. febrúar síðastliðinn.
Þótti mörgum tímabært að létt yrði aðeins á þeirri örtröð
sem rikt hefur í kringum þorrablótið margfræga.
Þama gafst þeim sem haft hafa horn í síðu fyrirkomulegs
þeirrar hátíðar, gott tækifæri til að skemmta sér á „menn-
ingarlega" vísu. Nú, svo hafa sumir kvartað undan
skemmtanaleysi yfirleitt og þá aðallega fyrir hjónafólk hér
í sveit. Sem sagt, góugleði var haldin með pomp og pragt,
góðum mat og vel fram bomum, opnum bar og öllu til-
heyrandi, aðstandendum til mikils sóma. Eitt vantaði
bara, það var fleira fólk tii að skemmta sér.
Hvað um það, tilraunin var góð og þær 100 sálir sem
mættu, skemmtu sér hið besta og eitt enn, þama var
hljómsveit, sem kunni að spila eitthvað við allra hæfi.
Mættu fleiri aðilar, sem standa fyrir uppákomum í Ara-
tungu, taka það til athugunar. § ^
Frá vinstri: Kristín Laugarási, Elínborg Iðu,
Guðrún Laugarási, Perla Reykholti.
TVær kátar úr Laugarási, Brynja og Fríður.
Tkpað — fundið
Mikið ágætu sveitungar!
Jæja, nú er lokið hinni mikið svo ágætu góugleði i Ara-
tungu og er vel, því að það er álitið að flestir, ef ekki allir
hafi skemmt sér vel.
Kvenfélagið sá um matargerð ogskreytingu í sal. Við vor-
um heldur sárar á sunnudeginum þegar ganga átti frá
blómavösum og öðm, og tókum þá eftir að það vantaði þrjá
blómavasa sem við keyptum fyrir þessa hátíð og notuðum
til þess að skreyta borðin með. Þeir em litlir með grönnum
hálsi, merktir með vatnsheldum svörtum tússpenna á
botninum með stöfunum K.F.B. ’88, sem þýðir að Kven-
félagið á þessa hluti, og þykir okkur miður að hafa þá ekki
nógu marga næst þegar við leggjum á veisluborð. Þannig
að mikið þætti okkur vænt um ef einhver, einhverra hluta
vegna, hefur vasa með þessari lýsingu í fómm sínum, vildi
skila honum. Þá væri gaman að sjá þá endurheimta á eld-
húsborðinu í Aratungu, einhvem næstu daga. Þangað er
auðvelt að lauma hlutum og eins að athuga hvort einhver
kannast við tertudiska sem hafa orðið viðskila við sína
eigendur.
Við veitingakonur þökkum svo kærlega fyrir að hafa
fengið að þjóna svona ágætis veislugestum á fýrmefhdum
dansleik svo og annað sem við höfum verið beðnar um.
Thkk kærlega fyrir.
Fjárlögum flett
I fjárlögum 1988 em sérstakar fjárveitingar til fjögurra
stofnana og verkefna í Biskupstungum. Það er:
1. Skálholtsskóli, almennur rekstur, kr. 6.056 þúsund.
Þar frá dragast sértekjur, kr. 390 þúsund.
2. Geysir í Haukadal, almennur rekstur, kr. 860 þúsund.
3. Lagfæringar á ferðamannaaðstöðu við Gullfoss, kr. 200
þúsund.
4. Biskupstungnahreppur, skólabygging, kr. 2.000
þúsund.
A.K.
Leiðrétting
I erindinu um Haukadal, sem birt var í síðasta tölublaði
L.-B., var vitnað í Aldamótaljóð. Þar var rangt farið með
nafn höfundar, því hann er Hannes Hafstein en ekki Einar
Benediktsson.
A.K.