Litli Bergþór - 01.06.1989, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.06.1989, Blaðsíða 7
Hvítárvatn. Inngangur um höfundinn og ættingja hans: Grein þessi er meira en 100 ára gömul því hún birtist í blaðinu Þjóðólfi í Reykjavik árið 1883. Höfundurhennar, Sigurður Pálsson (f.1815, d. 1897), varsonurPálsGuðmundssonarbónda íHaukadalog JóhönnuGamladótturfráArnarholti. KonaSigurðarvarÞórunnGuðmundsdóttir. Hún vardóttirGuðmundar Eiríkssonar (f. 1791, d.1866) og konu hans Guðbjargar Jónsdóttur (f.1797, d.1860). Þau bjuggu fyrst á Helgastöðum svo á Fossi í Hrunamannahreppi en síðar Dann bæ, og oft hefur hann einnig vliðdal í Mosfellssveit. i Haukadal og hefurGuðmundurjafnan verið kenndurvið fengið nafnbot af ríkidæmi sínu. Þau bjuggu svo síðast í Sigurðurog Þórunn bjuggufyrstá Spóastöðum, en síðar í Haukadal. Þau áttu ein 17 börn og munu aðeins 5 þeirra hafa komist til fullorðinsára, Jóhanna, Ketill, Greipur, Pálína og Jón Guðmann. Jóhanna (f. 1842, d. 1890) átti ung son með Guðmundi Ingimundarsyni frá Seli í Grímsnesi. Hann hét Páll og bjó á Spóastöðum um síðustu aldamót. Síðar bjó hún með manni sem hét Guðmundur Jónsson og var sagður "norðlenskur að ætt". Þau bjuggu í Bryggju frá 1876 til 1881, síðan íTortutil 1887og loks í Borgarholti eittár. Fyrstaárið í Bryggju áttu þau son, Sigurð að nafni. Ekki veit ég hvað varð um feðgana, en Jóhanna mun hafa dáið hjá foreldrum sínum á Laug. Ketill (f. 1854, d. 1878) trúlofaðist Guðrúnu Guðmundsdótturfrá Stóra-Fljóti, og fóru þau að búa í Höfða. Ketill veiktist á fyrsta búskaparári sínu og dó "eftirfulla árslegu í gikt", eins og segir í kirkjubók Haukadalskirkju. Nánar er frá þessu sagt í grein eftir Þórð Kárason um Guðrúnu í Höfða í Bergþór, 1. tbl 2. árg. árið 1966. Greipur (f.1855, d.1910) og kona hans Katrín Guðmundsdóttir frá Stóra-Fljóti, bjuggu í Bryggju og Haukadal. Meðal barna þeirra varGuðbjörg, sem bjó í Haukadal og á Felli, móðir Auðarogþeirrasystkina, Sigurður, semvarskólastjóri íHaukadal.faðirBjama, Greips, Þóris og Más og Jóhanna, móðir Katrínar í Fellskoti og þeirra systkina. Pálína giftist Katli Sveinssyni frá Hamarsheiði í Gnúpverjahreppi. Þau bjuggu fyrst á Laug og í Bryggju en fóru síðan til Ameríku og munu eiga afkomendur þar. Jón Guömann (f.1862, d.1910) giftist Vilborgu Jónsdóttur, sem mun hafaverið fædd í Bryggju. Jón og Vilborg bjuggu á Laug og áttu mörg börn og meðal þeirra er Guðmundur bóndi á Kjaranstöðum. Heimildir: Árnesingaþættir eftir Sigurð Hli3ar,manntöl og fl. A.K. Lýsing á Hvítárvatni og svœðinu kringum það. Eftir Sigurð Pálsson í Haukadal. Hvítárvatn er annað stærsta stöðuvatn í Árnessýslu: þaö liggr norðarlega á Biskupstungna afrétti, og er þangað ekki full dagleið frá bygö. Lengst ervatniö frá norðri til suðurs, en beygist þó lítið eitt til landsuðurs. Hvítá rennr úr suðrenda þess. Vestan við það er löng grjótalda, sem kölluð erSkálparnes; en norðast liggr jökull fram á hana:þaö er skriöjökull sem gengr af Langjökli og steypist hann ofan í vatnið fyrir vestan norðrenda öldunnar;brotnar þar jafnóöum framan af honum;jökulstykkin berastfram í vatnið; en eftir stendr geysi-hár jökulhamar, sem gnæfir yfir vestrhorni vatnsins. Fyrir norðrhliö vatnsins liggr hátt fjall, sem heitir Skriöufjall, það er alþakið eintómri skriðu sunn- anmegin, ofan f rá brún og niðr f vatn, en norðanmegin liggr Langjökull fram á þaö, og hylr þá hliö þess. Vestan við það er skriðjökullinn, sem áðr er getiö; en austan viö það er annar skriðjökull, hinum líkr, þó meö þeim mismun, að jökulhamarinn stendr á þessum staönum upp yfir hárri og brattri grjótbrekku; steypast þaöan feikistór jökulbjörg niðr í vatnið. Svo mikið djúperí norörhluta vatnsins, aðjökulbjörginfestasig þar ekki; en þegar þau koma suðrhluta þess, fara þau að standa botn, er þar þó víst 5-6 faðma djúp, og mörg standa þau 2-3 faðma, eða meira, upp úr vatninu. Austan við skriðjökulinn eraftr háttfjall, sem liggr að norðanverðu fast í jöklinum ; það er mikiö ummáls og beygist nokkuð austr með vatninu. Út úr landnorðshorni vatnsins gengr skálmynduö hvilft inn í fjalliö; myndast þarvogrútúrvatninu, mjórímynnið, en nokkuð víðr fyrir innan og hér um bil kringlóttr. Alstaðaruppf rá honum-nema útsunnan, er að vatninu veit-eru brekkur hvilftarinnar bæði háar og snarbrattar; Litli-Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.