Litli Bergþór - 01.06.1989, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.06.1989, Blaðsíða 24
Starf Skálholtsskóla og framtíðin. Vetrarstarf Skálholtsskóla. Góður maður spurði mig, hvort nokkur starfsemi væri í Skálholtsskóla í vetur. Hann sagði mér einnig, að sveitungar okkar spyrðu sig hins sama. Þessu er til að svara, að um 700 manns hafa sótt námskeið og verið á ráðstefnum í skólanum í vetur. Flestir þessara hafa verið þátttakenduránámskeiðum, sem skólinn hefur staðið fyrir. Að auki hefur skólinn gengið til samstarfs með ýmsum aðilum og haldið námskeið. Þriðji hóp- urinn hefur síðan fengið aðstöðu í skólanum fyrir námskeið. Fjórði hópurinn, sem ekki er talinn með hér, eru fundarmenn á alls konar fundum, s.s. nær- sveitungar á aðalfundi sauð- fjárræktenda og undirbúnings- fundir um Farskóla Suðurlands og annað í þeim dúr. Er mjög gleðilegt, að heimamenn finni sig æ betur heima í Skálholts- skóla. Það hefur verið yfirlýst stefna mín, að reyna að opna skólann fyrir starfssemi heima- manna. Dæmi um þetta eru kvöldnámskeið, sem hófust fyrir rúmlega tveimur árum. Viðgerðir og ný skólastefna Síðasta skólaár var skólahlé, þrátt fyrirfjöldanámskeiða. Þegarég kom til skólans fyrir tveimur og hálfu ári, tók ég þá stefnu að reka þrenns konar skólastarfsemi: heimavistardeild, kvöldfræðslu ogstandafyrirnámskeiðum. Ég hugsaði hina síðari þætti sem tilraunastarf í ljósi þess, að heimavistardeild átti undir högg að sækja. Reynslan sýndi einnig, að Skálholtsskóli átti við sama vanda að stríða sem margir aðrir heimavistarskólar. Nemendur þeir, sem sóttu til skólans, þörfnuðust meiri þjónustu en skólinn hafði mannafla til. Skólanefnd ákvað því, að reka ekki heimavistamám 1988-89. Samþykktu menntamálaráð- herraráætlanirskólanefndar. Var ákveðið að nota hluta kennslukvóta til viðgerða á húsnæði skólans og móta nýja skólastefnu. Að þessu tvennu hefur verið unnið og gengið vel. Margir hafa undrast, að skólanum skyldi hafa verið úthlutuð rífleg fjárveiting á árinu 1989. Skýringin er einföld. Skólahúsinu var aldrei lokið og viðhaldmjöglítið. Eftirlitsmenn ráðuneytis gerðu sér grein fyiir hinum miklu skemmdum, sem voru að verða vegna viðhaldsleysis. Niðurstaða margra funda var sú, að ráð væri að gera átak í viðhaldsmálum og fékkst góð fjárveiting á árinu til að ljúka skólabyggingunni og koma í gott horf. Viðgerðirhafa staðið yfir og mun skólahúsnæðið í lok ársins væntanlega verða komið í gott horf. Lok byggingaframkvæmda. Þá hefur Kirkjuráð samþykkt, að ljúka byggingu skólans til að skapa betri rekstrarmöguleika og auka fjölbreytni í skólahaldi. Standa nú yfir samningar við ráðuneyti um fjárveitingar til þessa. Viðbygging verður teiknuð á árinu og framkvæmdir væntanlega hafnar á næsta ári. Áætlað er, að byggja heima- vistarálmu með 20 herbergjum til viðbótar þeim 10, sem fyrir eru. Þá er áætlað, að byggja fjölnota sal fyrir ráðstefnur, sýningar, kennslu og létta Litli-Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.