Litli Bergþór - 01.06.1989, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.06.1989, Blaðsíða 23
Atvinnumál. Aukin uppbygging - auknir atvinnumöguleikar! Nú er verið að undirbúa stofnun fyrirtækis hér í sveit til að framleiða einingar í veggi og þök húsa. Forsaga þessa máls er í stuttu máli sú að Límtré h.f. fékk styrk til að vinna að svo- nefndu iðnþróunarverkefni. Niðurstaða þess var sú að hag- kvæmt væri að framleiða hér þak - og veggeiningar eftir annars vegar dönsku einkaleyfi og heitir verksmiðjan sem framleiðir þær í Danmörku TÁSINGE TRÆ, og hins vegar norsku, og heitir verksmiðjan í Noregi LETT- TAK. StjómLímtréssamþykkti að bjóða hreppunum sem aðild eiga að því að nota þessa niðurstöðu. Ákveðið var að vinna að stofnun fyrirtækis um þetta á svipuðum gmndvelli og Límtré, enda var í sam- starfssamningi milli sveit- arfélaganna um stofnun þess alltaf gert ráð fyrir að Límtré væri aðeins fyrsta skrefið íþessu samstarfi. Kjörin var samstarfshópur, sem í eiga sæti oddvitar hreppanna og fram- kvæmdastjóri Límtrés. Þessi hópur komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að rétt væri að velja verksmiðjunni stað í Reykholti í Biskupstungum. Ergertráðfyrir að hún rísi á hreppslandinu á Norðurbrún. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan kosti um 40 milljónir kr. Áformað er að hlutafé fyrir- tækisins verðikr. 20 milljónir og munu hrepparnir kaupa um 51 % af því. Skiptist það þannig að í hlut Biskupstungnahrepps kemur 5.620.000,-, Gnúpveijahrepps kr. 1.400.000,-, Hrunamannahrepps kr. 2.180.000,-, og Skeiðahrepps kr. 1.000.000,-. Sótt verður um lán hjá Byggðastofnun til að greiða þetta með, og standa vonir til að fasteigna-og aðstöðugjöld af verksmiðjunni geti staðið undir afborgunum af þeim. I upphafi er gert ráð fyrir að fastráða 5 starfsmenn í fram- leiðslu en lausráða 5-10 menn, en við full afköst munu starfa þar 15-18 menn og að auki 2-3 við hönnunogsölu. Áþriðjastarfsári er áætlað að velta verði komin í um 100 milljónir króna. Tæknilegur undirbúningur er unnin hjá Límtré og er áætlað að hann kosti um 4,4 milljónir fram að stofnun fyrirtækisins. Límtré mun verða hluthafi í þessu fyrirtæki, en ekki hefur verið. ákveðið hvort allt þetta fé verður lagt fram sem hlutafé. „... œttiframleiðsla að geta byrjað í ársbyrjun 1990. ... s A þriðja starfsári er áœtlað að velta verði komin í um 100 milljónir króna. “ Áformað er að stofna hluta- félagið í ágúst í sumar og verði upp úr því hafist handa um að byggja verksmiðjuhúsið og ætti framleiðsla að geta byrjað í ársbyrjun 1990. Allt er þetta þó háð því að áætlanir standist, svo sem að lánastofnanir telji fyrirtækið lánshæft og takist að safna nægu hlutafé. Ráðinn hefur verið starfsmaður til að sjá um undirbúning þessa fyrirtækis og er gert ráð fyrir að hann verði framkvæmdarstjóri þessa.m.k. tilaðbyijameð. Hann hefur raunar staífað við þetta verkefni frá upphafi. Sá heitir Sigurður Guðmundsson og er bæði byggingameistari og viðskiptafræðingur að mennt. Hann er búsettur í Hafnarfirði en á sumarhús á Syðri-Reykjum I. Kynningarfundur var haldinn um þetta í Aratungu 9. maí sl. Á honum vom um 40 manns og þar skráðu 28 sig sem væntanlega hlutafj árkaupendur. Nafn á hlutafélagið verður end- anlega ákveðið á stofnfundi en þá þarf að liggja fyrir tillaga sem samkomulaggeturorðiðum. Hér eru nokkrar uppástungur: Skýli, Létteining, Kjöreining, Ylein- ing, Léttþak, Skjólholt, Skjól- eining, Léttholt,Límeining. A.K. Mín uppástunga er ÞAKÞIL. En ég held að BERGÞIL myndi nú selja mest. Litli-Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.