Litli Bergþór - 01.06.1989, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.06.1989, Blaðsíða 15
Vísnaþáttur - frh. Þó að varla þykifín þér ég kveð þau öll í vil. Eins þó vísan sé ei vönd, vina mín sem hlustar á. Hún þó lýsir hugarlönd hvarma skína djásnin þá. Kann að meta kvœðaþing konan betur hér um slóð. Því í vetur þetta syng þrykki' í letur munaljóð. Þá skulum við sjá tvær vísur, sem eru um sama efni og áþekkar, en hátturinn er ekki sá sami. Fyrst skammhent: Núfer vetur brátt að víkja, vitjar gleðin mín. Sumardýrðin senn mun ríkja sólin úti skín. Þarna eru síðlínur stýfðar og aðeins fimm atkvæði. Berumþaðsamanviðdraghendu. Frumlínur þar eru jafnlangar og í skammhendu en síðlínur óstýfðar og sex atkvæði: Efað veturfæri ‘ að víkja vœri margur kátur. Hugur léttist, hjartað líka, heyrast mundi hlátur. Ég gerði einusinni vísu um yngsta strákinn okkar S tefán. Hátturinn er fráhend dvergh- enda. Líka kallað ljúflingslag. Stefán stúfur, strákur Ijúfur, sterkur vel. Hann sér leikur, lipur, keikur, létt með þel. Einn hátturinn heitir úrkast. Næsta vísa er undir þeim hætti: Langt er síðan lét égfala létta stöku. Ekkert hérna um að tala eina vöku? Ungur maður sem var oft svefnugur, fékk þessa áminningu: Lúrir margan daginn drengur dottaðfœr. Meðan safnastfrískumfengur feginn hlœr. Hátturinn er dverghenda. Þegar líður að kirkjuferð er eins gott að gá til veðurs a.m.k. að vetrarlagi. Um þá óvissu eru þessi sléttubönd: Þyldi núna vekja vind varlafyrir messu. Skyldi heyra sagða synd sálartötri þessu. Og lesið afturábak: Þessu tötri sálar synd sagða heyra skyldi. Messu fyrir varla vind vekja núna vildi. Enn er einn háttur sem heitir því fallega nafni stefjahrun. Maður nokkur kvartaði yfir því, í gamni, að sér héldist illa á kvenfólki. Hann fékk þessa hringhenda: Margan dreng af daðursþörf drósir lengi þrá. Eftirfengin unaðshvörf, allar gengu frá. Löng hefur biðin verið á þessum vetri að það tæki að vora og hlýna: Litli-Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.