Litli Bergþór - 01.06.1989, Blaðsíða 8

Litli Bergþór - 01.06.1989, Blaðsíða 8
Hvítárvatn - frh. Hvítárvatn - Skriðufell. víöast eru þær grasi vaxnar, hvönn og ýmsu blómgresi. Undirlendi erþarlítiö, nemadálítil malareyri viö vogsbotninn, þar sem lækr fellr úr hlíðinni ofan í hann. Vogr þessi kallast Karlsdráttr. Sunnanmegin vogsinsgengrhöfðifram ívatniöúrfjallinu. Af honum er mjög fagrt og einkennilegt útsýni og þó nokkuö stórskorið. Skriöjöklarnir blasa þar andspænis viö, meö sínum ógnandi brúnum, alþaktir hroöalegum sprungum og geigvænum gjám. Ef hiti er eöa regn heyrir maör iðulega skelli og skruðning, því þá eru jökulbjörg við og við aö hrapa ofan í vatniö, en þau sem komin eru langt niör í vatnið líta út til aö sjá eins og út þanin segl á hafskipi. Þau eru ýmist fleiri eöa færri eftir veöráttu, því ekki eru þau alllengi aö bráöna þegar hlýtt er. - Sunnan í höfðanum erfögr grasbrekka meö margskonarblómgresi. Fram meö honum kemr Fróöáog fellr ívatniö sunnan undir honum. Hún kemr fram úr Fróðárdal, sem liggr milli fjalls þess er nýlega var getiö og Hrefnubúöa,-svo heitir fjall eigi alllítiö. Dalrinn er grösóttr, og gengr hann alveg fram aö vatni. Fróöáerbergvatn. HinumeginviöHrefnubúöir kemr fram Fúlakvísl, þaö er jökulvatn, og kemr úr Langajökli í 2 kvíslum, erönnurfellr um Miödali en hin um Þjófadali, og koma saman fyrirofan Þverbrekkur. Báöum megin Fúlukvíslar eru allmiklir mýraflákar fram aö vatninu. Mýraflákinn fyrir sunnan hana heitir Hvítárnes; þaö er mikið víölendi, noröan frá Fúlukvísl suör aö Tjarná og ofan frá Kjalhrauni fram aö Hvítárvatni. Víöa er Hvítárnes ilt yfirferöar vegna bleytu, en víöa er þar gras mikið, og ágætt haglendi einkum fyrir stórgripi, enda er engi iö bezta ef í bygö væri; sér í lagi meö fram Tjarná. Tjarnir eru þar víöa og ósarúr þeim; þar er mikið af álftum. Tjarná er ekki stór; hún kemur úr mörgum tjörnum og fellr í vatnið sunnarlega ; Svartá þó nokkru sunnar, og eru mestmegnis þur og blásin hrjóstr milli þeirra. Svartá verör úrtveim kvíslum; kemrönnur upp austan undir Kjalfelli, en hin fyrir hrauniö sem gengr fram aö Gránunesi. Kjalfell er hátt fjall á fjóröungamótum. Fróðárdalur - Leggjabrjótur. SkammtfráþvísérennstaöinnþarsemReynistaöar- bræör uröu úti ; sést þar stór hrúga af sauða og hrossa beinum. Frá útfalli Svartár er eigi alllangt þangaö sem Hvítá fellr úr vatninu. Leifarsjást affornvirkjum á þessu plássi. Fyrir austan Tjarná, ofanvert má sjá rústir af talsverðum tóftum ; raunar eru þær mjög niðr sokknar, en þó má sjá nokkurnveginn fyrir sex tóftum ; ætla ég þaö hafi hlotið aö vera bær, þó ekki gæti ég gjört mér Ijósa hugmynd um húsaskipun. Áöörum staöfyrirframan Svartá hefi ég einnig séö leifar af byggingu ; þar er raunar örblásiö, þó sér þar til tófta ; aska er þar og beinarusl, og ýmsir smáhlutir af járni haf a f undizt þar. Ekki er ólíklegt aö víðar finnist þar fornleifar ef vel er eftir tekiö. í Karlsdrætti, vestanvert viö lækinn, sjást rústir af allstórri hústóft, víst 20 álna langri, en víddin sést ógjörla. Þaö er varla efi á aö þar hefir veriö veiðiskáli. Svo segja gömul munnmæli, aö til forna haf i þótt eins gott að eiga mann viö Hvítárvatn eins og í góöri hlutarvon viö sjó ; og önnur munnmæli segja aö nafnið Karlsdráttrsé svo til komið aö þegar menn hættu aö stunda veiðiskap í vatninu, þá hafi karl einn haldiö henni lengst áfram. Hann lagði net í vog- armynnið; en af því hann haföi ekki bát, þá haföi hann þaö ráö, aö leiða folaldsmeri yfir fyrir voginn en lét folaldið bíöa í bandi ööru megin viö mynniö. Þegar merin kom þar á mótsviö, batt hann vaö viö hana, og slepti henni svo ; svam hún þá yfir umtil folaldsins og drógvaðkarlsinsmeösér. Hanngekksvoyfirfyriraftr og dróg út netið á vaðnum. Þaö hefir án efa staðið í sambandi viö aöra deyfð og aftrför landsmanna á miðöldunum, aö þeir hættu aö stunda veiðiskap í Hvítárvatni; því enn er bæöi vatnið og allar ár, sem í þaö falla, fullar af silungi, mest bleikju, og mun ávalt svo hafa verið. Þaö var nú sér í lagi þetta, sem kom mér til aö vekja eftirtekt á Hvítárvatni. Ég er viss um, aö færi menn aö stunda veiðiskap þar aftr, þá gæti þaö orðið álitleg bjargræöisuppspretta fyrir næstu sveitir. En þetta Litli-Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.