Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 9
Ungar vísur - Tónleikar Gott og gaman I Biskupstungum. í Biskupstungum er gott aö vera, ekki neinum leiöist hér. Nóg er hér aö gera, llæra, vinna og skemmta sér. Hér íþróttirnar iökar fólk og stendur sig bara vel. Gott er aö hafa hólk þegar fariö er uþp á mel. Garðyrkjubýlin mörg hér standa, grænmetisgróöur út um allt. í veglegum húsum til allra handa er hitinn mikill og aldrei kalt. Auöur Jónasdóttir 11 ára. Frá hreppsskrifstofunni: f|J Hreppsnefnd hefur samþykkt aö fastir fundir hreppsnefndar veröi annan þriöjudag í hverjum mánuöi, nema í júlí og ágúst. Fundirnir hefjast kl. 13:00 og eru öllum opnir. Erindi sem taka á fyrir þurfa aö berast til oddvita fjórum dögum fyrir fund. Dagskrá veröur hægt að fá á hreppsskrifstofu daginn fyrír fund. Oddviti. Frábær menningaratburður! I I |Um Jónsmessuleytið í vor kom með póstinum .skrautritað blað, þar sem boðaðir voru [minningartónleikar um Margréti Grúnhagen á [Miðhúsum í Aratungu að kvöldi 1. júlí. Þar fluttu • fjögur böm Margrétar og Sighvatar á Miðhúsum Itónlist. Helga, Ingunn og Geirþrúður sungu saman | við undirleik Hjálms, Hjálmur og Helga léku samleik |á píanó og blokkflautu. Ingunn söng einsöng við jundirleik Hjálms og hann lék einleik á píanó. |Tónleikamir vom vel sóttir og var ljóst að fólk kunni vel að meta að fá tækifæri til að hlusta á góða tónlist um leið og það vottaði minningu Margrétar á iMiðhúsum virðingu sína. lAðgangur var ókeypis, en í lok tónleikanna var Ifjölskyldunni afhent minningargjöf um Margréti, að |upphæð kr. 150.000,- frá kirkjusóknunum fjórum í jTungunum sem þakklætisvott fyrir hennar mikla .framlag til kirkjutónlistar í sveitinni. A.K. Frá tónleikunum í Aratungu. Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.