Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 16
Svslumannsekkjan oa stólsjarðirnar í Litla-Bergþór, sem út kom í maí s.l. erstórfróðleg grein eftir Arnór Karlsson, um sölu stólsjarðanna. Það vakti athygli Arnórs, að tvær jarðanna, (Austurhlíð og Stórafljót) keypti Sigríður Þorsteinsdóttir á Móeiðarhvoli. Það kemur fram í greininni, að Jón Jónsson (Johnsen lögsagnari) (1773- 1842), sem bjó bæði á Drumboddsstöðum og í Skálholti, var sonur umræddrar Sigríðar. Um Sigríði á Móeiðarhvoli sjálfa eru kannski ekki varðveittar svo miklar heimildir, en ættmenn hennar, venslafólk og sumir afkomendur hafa verið talsvert áberandi, bæði hér á landi og erlendis. Hér verður reynt að gera nokkra grein fyrir þeim, einkum þeim sem átt hafa heima í Biskupstungum. Sigríður Þorsteinsdóttir var dóttir Þorsteins Magnússonar, sem var sýslumaður í Rangár- þingi á átjándu öld. Faðir Þor- steins var Magnús lögsagnari á Espihóli, Björnssonar sýslu- manns, Pálssonar sýslumanns, Guðmundssonar. Þorsteinn sýslumaðurMagnússonvarð“... sá fyrsti Islendingur, sem tók reynslupróf í lögspeki með góðri heppni.” Sagt er að hann hafi tekið upp nokkra vinnuhag- ræðingusemsýslumaður. ístað þess, að vista sakamenn, þar til hægt væri að taka mál þeirra fyrir á Alþingi, þá hafi hann látið hálshöggva þá heima í héraði, sem varð honum miklu útgjaldaminna. Hann vartalinn auðugasti maður á Islandi á sinni tíð, ásamt Brynjólfi sýslumanni t Hjálmholti íFlóa. MóðirSig- ríðar var Val gerður dóttir B j arna ríka á Skarði, Péturssonar, í Tjaldanesi, Bjarnasonar sýslu- manns á Staðarhóli, Péturssonar sýslumanns, sonar Staðarhóls- Páls. Móðir Þorsteins á Móeiðarhvoli var Sigríður eldri (d. 1725) dóttir “Bauka-Jóns” (1643-1690) sýslumanns og biskups Vigfússonar. Bauka- Jón var sýslumaður í Mýrar- sýslu, Borgarfjarðarsýslu og Snæfellsnessýslu en var rekinn úr embætti, því sannað þótti, að hann hefði keypt neftóbak af Englendinum í stórum stíl, en slfkt var bannað á tímum einok- unarinnar. Þegar búið var að reka hann úr sýslumanns- embættinu hélt hann til Kaupmannahafnar og reyndi að fá embætti sitt aftur, en fékk ekki. Karl var samt ekki af baki dottinn, og keypti þá biskups- embættið á Hólum í Hjaltadal fyrir þúsund silfurpeninga, kannski sýnir það best, hver verðbólga hefur verið frá því á dögumJúdasarískariot. Bauka- Jón varð maður kynsæll og meðal bama hans, auk Sigríð- anna tveggja, var Þórdís (Snæfríður Islandssól) síðari kona Magnúsar í Bræðratungu Sigurðssonar. Kona Bauka- Jóns varGuðríður (1645-1707) Þórðardóttir prests í Hítardal, Jónssonar, talin ágætiskona. Vigfús faðir hans var sýslu- maður Rangæinga, hann var GíslasoníBræðratungu,Hákon- arsonar og Margrétar dóttur síra Jóns Krákssonar. Móðir Jóns var Katrín, Erlendsdóttir sýslu- manns á Hvoli, Asmundssonar Skyldu þeir Hreinn og Arnór hafa verið byrjaðir á ekkjuspjallinu þegar þessi mynd var tekin? Ætli aörar séu enn óspjallaðar? Hreinn og Arnór á áttræöis- afmæli Umf. Bisk. á Stórólfshvoli, launssonar, Þor- leifs lögmanns, Pálssonar á Skarði. Sigríður Þorsteinsdóttir á Móeiðarh voli, sú sem hér er áður nefnd, vargift Jóni (1740-1788) sýslumanni, Jónssyni (1630- 1740) prests í Stafholti, Jóns- sonar (1649-1718) sýslumanns í Einarsnesi, Sigurðssonar (1618-1677) sýslumanns í Einarsnesi. Einarsnesungarhafa af sumum verið taldir mestir áhrifamenn íslenskirá sinni tíð, þeirra sem ekki báru ættarnöfn og varla finnst í þeirra hópi maður, sem kemst neðar í virð- ingastiganumen prestur. Kona Sigurðar í Einarsnesi var Ragnheiður Torfadóttir (1651- 1712) prests í Gaulverjabæ. Torfi (1617-1689) í Gaulverja- bæ kemur talsvert við sögu í SkálholtieftirGuðmundKamb- an, en Torfi var bróðursonur Brynjólfs biskups Sveinssonar (1605-1675) og vildi biskup jafnan hafa hann í nokkurri nálægð. Tvö af börnum Sigríðar Þorsteinsdóttur bjuggu í Tung- unum. Jónlögsagnari varbóndi á Drumboddsstöðum og í Skál- holti, eftir að hann hafði lokið Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.