Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 11

Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 11
Eins og mér sýnist. Þegar ég fyrst kom í þessa sveit langaði mig að kynnast félagslífinu og ganga í eitthvert eða einhver félög. Ég fór að grennslast fyrir um hvað hér væri á boðstólum og spurði ráða hér og þar. Það sem mér var helst bent á að forðast, var Kvenfélagið, því með inngöngu í það myndi ég glata öllu mínu frjálsræði þegar eitthvað væri um að vera í sveitinni. Eftir því sem mér skildist yrði ég nánast þræll Kvenfélagsins. Mínar heimildamanneskjur sem ekki voru í Kvenfélaginu létu sko ekki plata sig í eitthvert “bakarafélag”. Eftir 2 ár í sveitinni var ég orðin nokkuð forvitin um hvað héldi konum í Kvenfélaginu fyrst þetta væri svona mikill þrældómur og ákvað að prófa, sérstaklega vitandi það, að fyrsta árið væri maður bara áhorfandi að puðinu, einskonar aðlögunartími, sem mér fannst mjög gott. Nú þremur góðum Kvenfélagsárum síðar, skil ég ekki af hverju ég byrjaði ekki fyrr. BAKSTUR! Nei hann hefur sko ekki plagað mig. Ég held svei mér þá að skólinn hafi oftar á þessum tíma þurft á mínum “baksturshæfileikum” að halda en Kvenfélagið. Nefndarstarfið er skemmtilegt og fjölbreytt og gefur einstaklingnum rúm til að njóta sín með nýjar hugmyndir. Margt má gera betur í Kvenfélaginu og konurnar verða líka að vera virkar til að starfið geti verið skemmtilegt. Það er líka þessi neikvæða mynd af Kvenfélaginu sem búið er að mála á veggi sveitar- innar, sem skemmir fyrir starfinu og er það miður. Kvenfélög hafa áorkað miklu í tímanna rás, en nú eru breyttir tímar, breyttir siðir og venjur. Það þarf ekki að þýða að Kvenfélögin eigi ekki rétt á sér, það þarf bara að gæða þau auknu lífi og það kemur með nýju blóði. Því segi ég þetta, kona góð, þú skiptir máli í okkar starfi, komdu og kynnstu starfmu af eigin raun. Með kveðju. Guðrún, Daltúni. HJÚPUR HF. HJÚPUR HF. Flúðum 801 Selfoss Sinú 98-66780 Söluskrifstofa Bolholti 4 105 Reykjavík Sími 91-680425 Einangruð hitaveiturör úr stáli Einangrun fyrir plasthitaveitur Leggjum plasthitaveitur Ráðgjöf við hönnun hitaveitna Litli - Bergþör 11

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.