Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 10

Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 10
Minning Guðmundur Ingimarsson Nú fer að fækka þeim sem fæddir eru fyrir og um aldamótin. Einnþeirra, Guðmundurlngimarsson, oftastkallaðurfráEfri-ReykjumíBiskupstungum, kvaddi þennan heim eftir níutíu ár og þrem dögum betur. Eg hygg að hann hafi verið orðinn hvíldinni feginn, enda þrekið búið. Guðmundur var heiðursfélagi í Ungmennafélagi Biskupstungna. Því finnst mér rétt að minnast hans í Litla- Bergþóri, blaði Ungmennafélagsins. Hann gætti sjóðs félagsins í nokkur ár og einnig var hann bókavörður í bókasafni félagsins í Aratungu. Þegar Guðmundur var gjaldkeri U.M.F.Bisk. í kringum 1920 var krónan þess virði að þörf var á góðri gæslu hennar, sem ég efast ekki um að hafi verið í góðum höndum hans. Leiðir okkar Guðmundar, eða Munda eins og hann var oftast kallaður, lágu fyrst saman 1955 er hann flyst að Torfastöðum til Ketils Kristjánssonar og Ingibjargar Einarsdóttur systurdóttur sinnar. Hann fékk að hafa kindur hjá mér og þar með hófust okkar kynni. Mundi var góður fjármaður og hafði yndi af kindum. Mundi bjó víða en stutt á hverjum stað. Hann bjó í Hólum, erfiðri jörð, einnig í Mjóadal fyrir norðan. Einnig bjó hann á Efri-Reykjum og ráðsmaður var hann á fjárbúi Sauðs sf. á Þóroddsstöðum í Grímsnesi. Áður hafði Mundi verið fjármaður á fjárræktarbúinu að Hesti í Borgarfirði. Hann starfaði einnig að garðyrkjustörfumáSyðri-ReykjumogáEspiflöt. Hin síðari ár vann hann byggingavinnu á Laugarvatni, meðan þrek leyfði. Síðan áttiMundi heimili hér allmörg ár og átti jafnan kindur. Mundi var vel greindur og hafði fengið menntun í Flensborgarskóla, sem þótti góð skólaganga á hans uppvaxtarárum. Hann var vel ritfær og hafði góðarithönd. Hann vann aðbyggðalýsingu Suðurlands ásamt fleirum. Hann átti margt góðra bóka og las jafnan mikið. Mundi var eins og einn af heimilisfólki hér á bæ í mörg ár. Ég held að þar hafi ekki borið skugga á. Ég á Munda margt að þakka, því hann var góður á heimili, snyrtimenni og skemmtilegur. Þá hygg ég að bömum mínum hafi þótt vænt um hann og hafi það verið gagnkvæmt. Ég votta aðstandendum hans samúð. Þökkfyrir samfylgdina. Sigurjón Kristinsson, Vegatungu. NÝLA6NIR TEIKNINGAR VIÐHALD Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI LAUGARÁSI BISKUPSTUNGUM V.SÍMI: 98-68984 H.SÍMI: 98-68845 Litli - Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.