Litli Bergþór - 01.06.1991, Side 10

Litli Bergþór - 01.06.1991, Side 10
Kjaranstöðum. Á meðan ekki gangafleiri íbúið fylgir Múli Úthlíðardeild. Styrkurinn til Vatnsleysudeildar og Brœðratungudeildar er 5 krónum lœgri til hvorrar, en hér verður talið, en Haukadalsdeild er enn ekki til, en í þess stað Bólsdeild. Ból og Kjaranstaðir fá 15 kr. Rjómaflutningsdeildirnar fá styrk frá rjómabúinu sem hér segir: Úthlíðardeild 80 kr., Skálholtsdeild 55 kr. Bræðratungudeild 85 kr. Vatnsleysudeild 45 kr. og Haukadalsdeild 85 kr. Ef einhver deild nœr ekki eins langtogframan ergertráðfyrir, minnkar styrkur hennar að sama skapi. Þótt einhver eða einhverjir skerist úr leik meðfélagsflutning innan deildar, fœr hann eða þeir engan hluta úr deildarstyrknum. Þeir einir sem hafa sameiginlegan flutning fá styrkinn. Ef einhver deild hættirfélagsflutningifellurstyrkurinn niður. Breyta má deildarskipun þessari efhlutaðeigendur koma sér saman um það og stjórnin samþykkir. 10. gr. Stjórnfélagsins séskipuðþremmönnum. Formanni og tveim meðstjórnendum. Formaður skal kosinn árlega, en meðstjórnendur sitt árið hvor, til tveggja ára. Hlutkesti ræður hiðfyrsta sinni. Engir félagsmenn geta skorast undan formannskosningu 3 ár í röð. Formaður með aðstoð og samráði stjórnenda sinna, hafa íhendiallarframkvæmdirfyrirfélagið, ræður bústýru, sér umflutning smjörsins, heldur reikninga þess ásamt bústýrunni, boðar tilfunda og stjórnar þeim. Stjórnin ber ábyrgð á því, að ekkert glatist af eignum búsins sem hún getur aðgert. Formaðurfœrþóknunfyrir starfsitt, eina krónufyrir hvern félagsmann. 11. gr. Tvofundi skal halda ífélaginu árlega og aukafundi efþarf. Annar fundurinn skal haldinn í desember eða janúar og er hann aðalfundur, en hinn að vorinu áður en búið tekur til starfa. Á aðalfundi skulu lagðirfram reikningarfélagsins, endurskoðaðir af þar til kjörnum endurskoðunarmanni. Kosin stjórn búsins og endurskoðunarmaðurfyrir næsta ár og ræddþau Litli - Bergþór 10 mál er rjómabúið snerta og félagsmenn óska. 12. gr. Andvirði smjörsins geta félagsmenn fengið að nokkru jafnóðum og það selst. Smjörpeningar allir leggist í banka í Reykjavík. Formaður einn getur gefið út tékkávísanir fyrir búsins hönd. Ekki má borgafélögum meira fyrir smjörið en svo að nóg sé eftir til reksturskostnaðar og vaxta og afborgana aflánum. 13. gr. Rjómabúið vill leitast við að koma áfót sjóðvísi - varasjóði. Sjóðurinn skal stofnaður með landssjóðsstyurknum 1913. Árlegar tekjur sjóðsins eru tekjuafgangur, sem ekki nemur einum eyri á hvert smjörpund. Aðrar tekjur sjóðsins auk vaxta erárlega leggjastvið höfuðstól eruþærsem nefndar eru Í3. gr. og 8. gr. Reikningur sjóðsins skal árlega fylgja rjómabúsreikningnum. Um meðferð og notkun sjóðsins skal nánar ákveðið í skipulagsskrá 14. gr. Á vorfundi skal ákveðið hvenœr búið tekur til starfa það ár. 15. gr. Eigi má leggja búið niður nema það hafi verið rætt áður ítarlega á tveim fundum og samþykkt með 213 hlutum greiddra atkvæða allra félagsmanna. Síðasti fundur ráðstafar eignum félagsins. 16. gr. Lögum þessum verður eigi breytt nema á aðalfundi. Til þess að lagabreyting nái gildi þarf hún að vera samþykkt með 213 hlutum greiddra atkvæða. 1 öðrum málum ræður afl atkvæða. 17. gr. Með lögum þessum eru úr gildifelldar reglur fyrir rjómabúið við Torfastaði dagsettar í Skálholti 1. des. 1905 svo og allar aðrar samþykktir sem gjörðar hafa verið og fara í bága við lög þessi. Rjómabússtýra 1914 er Guðný Kristjánsdóttir kona Sumarliða Grímssonar og er kaup hennarþá 45 kr. Árið 1916 eru laun bústýru 14 kr. á vikuen hjálparstúlku 5 kr. á viku. Það árer vænst að komi allt að 1000 pund til búsins af vörum og er ráðstafað til ökuþórs. Þetta eru vörur sem koma á Iðuhamar. Flutt þaðan á hestum af Halldóri í Hrosshaga. Þetta ár byrjar búið í 10. viku sumars

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.