Litli Bergþór - 01.06.1991, Side 11

Litli Bergþór - 01.06.1991, Side 11
eða í lok júní. Þá kernur til álita að fá bílflutning á smjöri í sambandi við hreppabúin. Árið 1917 ersmjörframleiðslabúsins3478pund. Árið 1918 er vorið seint á ferðinni og byrjar búið ekki fyrr en 22. júlí. Árið 1921 er haldinn fundur í júní í rjómaskálanum. Þá eru lesnir upp fjórir ársreikningar og eru þeiróendurskoðaðir. Þarkemur fram að óreiða hefur verið hjá reikningshaldara sem mun hafa verið Þorsteinn Þórarinsson á Drumboddsstöðum. 11. júní 1922 eru lagðir fram allir reikningarbúsinsfráárinu 1916- 1921 mikið til athugasemdalaust. Árið 1922 eru framleidd 645 kg og eru seld á kr. 5 kílóið,en félagsmenn fengu 4,56 kr. í sinn hlut. Þá er rekstur búsins farinn að ganga illa. Þá er orðin skuld uppá kr.1186,- og hún hjá Þorsteini Þórarinssyni en hann hafði yfirtekið hana hjá íslandsbanka en þar höfðu verið vanskil. Árið 1927 eru kosnir þrír menn til að ráðstafa eignum búsins. Eru það þeir, Einar í Holtakotum, Þórður á Stóra-Fljóti og séra Eiríkur á Torfastöðum. Þann 27. des. sama ár er haldinn fundur á S tóra-Fljóti til aðráðstafa skuldum búsins. Þá er útbúinn víxill við Selfossbanka uppá kr.1375,-. Síðan eru eigendur búsins gerðir þar ábyrgir. Þar með er saga þessa reksturs öll. Árið 1924 leggja 9 bændur úr Grímsnesi inn rjóma í búið. Það eru þeir Guðmundur ÖgmundssonEfri-Brú, HalldórSigurðsson Syðri- Brú, JónSigurðsson Búrfelli, BenediktEinarsson Miðengi, Sigríður Jónsdóttir Fossi, Magnús Jónsson Klausturhólum, Ámundi Sveinbjömsson Klausturhólum, Guðmundur Þorleifsson Björk, og Guðmundur Einarsson Stóru-Borg. Ég ætla að reyna að gera grein fyrir rjómabússtýrum, en þar er skortur á upplýsingum í fundargerðum og auk þess hjálparstúlkum. Fyrsta bústýran mun hafa verið Guðrún Jónsdóttir og var austan úr Mýrdal. Hún hefur líklega farið til útlanda. Næst á eftir henni virðist hafa verið Sigurveig eða Sigurlaug og var víst Norður- Þingeyingur. Þámun Guðný Kristjánsdóttir hafa tekið við búinu, sennilega 1912. Þá lýkur hún prófi frá Mjólkurskólanum á Hvítárvöllum. Þau Sumarliði og Guðný búa í Torfastaðakoti 1915-1918. Velgæti verið að hún hafi starfað við búið áþeim árum. Þá mun Guðríður Guðmundsdóttir föðursystir Ingólfs á Iðu hafa verið bústýra sennilega 1918-1921. Þá mun Vilborg Bjarnadóttir systir Lofts Bjarnasonar á Iðu hafa verið síðasta bústýran eða 1922-1927. Eftir sögn Valdimars Pálssonar á Selfossi, héldu rjómapóstar til á Spóastöðum. Þeir fóru alla daga austur í Skálholt, Laugarás upp að Höfða og Hrosshaga og sömu leið til baka til að skila tómu brúsunum. Einn þeirra var Gvendur putti, lítill vexti. Annarhét Ólafur stórog mikill og mun hafa verið afi Magnúsar Kjartanssonar alþingismanns. Þá munu Eiríkur eldri í Fellskoti hafa flutt rjóma í búið og einnig Erlendur Bjömsson og Erlendur í Dalsmynni og sjálfsagt margir aðrir. Hjálparstúlkur voru í búinu og er ein nefnd áður það er Kristín Pálsdóttir. Þá veit ég að Arnheiður Magnúsdóttir systir Böðvars á Laugarvatni og Jónína Kristjánsdóttir á Hvítárbakka voru hjálparstúlkur. Fyrirárið 1911 er einn vetur búið í rjómaskálnum. Er það Vigdís Björnsdóttir og Þormóður Þormóðsson fyrri maður hennar, þá Litli - Bergþór 11

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.