Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 18
Fjórir karlar á ferð Það mun hafa verið 13. júlí 1981 sem við fórum fjórir karlar norður yfir fjöll í Húnavatns- sýslu og suður Arnarvatnsheiði og suður í Borgarfjörð. Þeir sem voru í þessari ferð voru Einar Gíslason, Kjarnholtum, Þórarinn Guðlaugsson, Fells- koti, Greipur Ketilsson, Sel- fossi, Ingimar Einarsson frá Kjarnholtum nú búsettur á Hvanneyri. Ekki man ég alveg hvað við vorum með marga hesta, þeir munu hafa verið nær 20. Okkur gekk illa af stað úr byggð. Ætluðum að reka, en þeir hlupu sinn í hveija áttina. Svo við urðum að ná þeim í aðhaldi og leggja við þá og teyma inn fyrir afréttargirðingu. S vo rákum við þegar komið var á veginn og allt gekk vel inn yfir Sandá. Settum hestana þar í girðingu og gistum þar í bragganum. Lögðum snemma af stað og riðum greitt inn í Fremstaver. Þar vorum við búnir að mæla okkur mót við Ingimar, sem ætlaði að koma ríðandi vestan úr Borgarfirði, en hann var ekki kominn, svo við stoppuðum þarna dálítið. Fórum svo upp á veg, stoppuðum bíla sem voru á norðurleið. Hjá þeim fengum við þær fréttir að hann væri skammtundan áinneftirleið svo við héldum áfram inn að Hvítá. Settum hestana í girðingu sem er þar, girtfyrir fjallhesta. Eftir dálitla bið Ícom Ingimar kátur og hress og hafði verið á ferð alla nóttina, því hann fór degi seinna af stað en hann ætlaði, því hann varð að sjá um nautastöðina degi lengur en hann bjóst við, því vinnufélagi hansvarfjarverandi. Viðtókum okkur fljótlega upp og riðum greitt inn Hvítámes og gistum þar í sæluhúsinu og áttum þar góða nótt. Vöknuðum snemma í sól og blíðu og nú voru teknir hestar, lagt á og drifið sig af stað og þá leiðina inn með Fúlukvísl og inn úr Þjófadölum til Hvera- valla. Það er dásamlega falleg leiðíbjörtu veðri ogblíðueins og var þennan dag. Við stopp- uðumsvolítiðíÞjófadölum. Svo riðum við yfir Þröskuld, inn með Búrfjöllunum, inn að varnar- girðingu og yfir Stélbratt til Hveravalla. Settumhestanaþar í girðingu, fómm svo að hitta húsvörðinn til að panta gistingu, en nú var gamla húsið upppantað af Isurunum. Svo við urðum að vera í húsinu sem er óupphitað á Öldunni, en það var komið með gasofna, svo í því varð sæmilegur hiti. Þamavar fyrir hópur kennara úr Hrunamanna- hreppi að fara norður í land í skemmtiferð. Viðvomm þarna dagkjurrt., vorum því þarna í tvær nætur. Seinna kvöldið var haldin kvöldvaka af þýskum ferðamannahópi sem var búinn að ferðast hér mikið. Farar- stjórinnvarkona,þýsk,enbúsett hér á landi og gift Islendingi og ég kannaðist við hana. Við vorum saman í bændaför til Norðurlanda. Nú kvöddum við Hveravelli og starfsfólk með kæm þakklæti, tókum hesta, lögðum á og riðum í norðurátt, fyrst götuslóða norður yfir verin, þar til við komum á veginn hjá Seiðisá. Nú var haldið sig við bflveginn um stund, stoppuðum við aðeins á góðum högum við Kúlukvísl. Þangað smöluðumviðTungna- menn í gamla daga, rákum það saman á eyrum þar sem kvíslin rennur í Blöndu og tókum úr sumarfé ográkum í Seiðisárrétt. Svoekkimeiraumþað. Eghef skrifað um það áður. Nú fómm við veginn áfram, fórum veginn framhjá Sandbúðum og yfir SandárstokkaogKólkuhól. Þar norðan við fórum við út af veginum á algjöra vegleysu rétt vestanvið Veiðivötnin. Nú tók Greipur við stjóm. Hann hafði farið þetta áður. Þetta var ógreiðfær vegur á köflum en þetta gekk sæmilega og niður að Forsæludal í Vatnsdal komum við um kvöldið og var okkur þar tekið af mikilli alúð og sjálfsögð gisting fyrir menn og hesta. Búið var að útbúa gerði með rennandi vatni fyrir hestana. í Forsæludal höfðu lengi búið systkini, nú orðin öldruð, Ólafur og Sigríður, og höfðu orð á sér fyrir hagmælsku oggóðargáfur. Ólafurstundaði mikið veiðar í Friðmundar- vötnum en þangað var langt að sækja frá Forsæludal og við veiðar í vötnunum dmkknaði hann, var þar einn og var farið aðlengjaeftirhonum. Varhans leitað og fannst hann drukkn- aður í vötnunum. Sigríður átti eina dóttur og hún var komin inn þangað með mann, með það í huga að taka þar við búi. Ég hringdi nú í Mosfell til þeirra heiðurshjóna Einars og Bryndísar og lét þau vita hvar ég væri staddur. Þau vildu strax um kvöldið sækja mig til gist- Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.