Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 22

Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 22
Umhverfis jörðina... (5. þáttur) "Lítil" ferðasaga í nokkrum þáttum, eftir Geirþrúði Sighvatsdóttur á Miðhúsum. Singapore - Malaysía - Súmatra. Jœja góðir hálsar. í síðasta pistli var ég víst á leiðinnifrá Sri Lanka til Singapore , og það var maí 1982. SINGAPORE. Flugið með Air Lanka til Singapore var lúxus, og gaf forsmekkinn af því sem koma skyldi. Singapore er með hreinustu og best skipulögðu borgum. Skýjakljúfar, breiðstræti og trjálundir. Fólkið, sem aðallega er kínverjar, er eins og klippt útúr nýjasta tískublaði, hreint, slétt og fellt og straufrítt. - Dömurnar málaðar og snyrtar, mennirnir með slifsið og buxnabrotin í lagi. - Við pössuðum ekki alveg inn í myndina þarna, ómálaðar í krumpuðu bómullarfötunum okkar. Til að halda borginni ómengaðri, eru lög, sem banna að rusli sé hent á götuna, og þeir sem verða uppvísir að því að henda t.d. sígarettustubb frá sér, fá háar fjársektir. Eins er bannað að flauta, þannig að umferðin gengur hljóðlaust og skipulega fyrir sig. Aróður gegn hávaðamengun er allsstaðar, við sáum m.a. ansi góða skyrtuboli með áletruninni: "Varist hávaðamengun, notið fingramál". Og undir var mynd af fingramálinu. Við stoppuðum stutt í Singapore í þetta sinn, ekki nema 4 daga. Og eftir að hafa komið bakpokum okkar fyrir hjá enskum hjónum, sem Gauja kannaðist við, skruppum við til Malaysíu og Sumatra. - Sá skreppitúr tók reyndar þrjá og hálfan mánuð,- MALAYSÍA. Við ferðuðumst fyrst frá Singapore norður eftir austurströnd Malaysíu, til lítils bæjar, sem heitir Beserah. Þarfórumviðm.a.ífiskitúreinndaginn, með þeim innfæddu. Lögðum af stað um 6 leitið um morguninn á báti á stærð við meðal trillu. Litli - Bergþór 22 Klukkutíma stím var á miðin, sem voru hinumegin flóans, alveg uppi í landsteinunum. Þarvar kastað á 2 torfur af smáfiski (5-10 cm síli) með hringnót og netið dregið inn með handafli, með aðstoð hjálparbáts. Hálf frumstæð aðferð, en þó mun tæknilegri en staura-fiskimennirnir á Sri Lanka, sem dorga þessi sömu síli, en bara eitt og eitt í einu. Það tók þá eina 3-4 tíma að ná inn þessum tveimur köstum, og afraksturinn, nokkrar körfur af smáfiski, var síðan seldur á markaðinum í næsta bæ. Ekki veit ég hvemig 12 manna áhöfn og fjölskyldur þeirra fóru að því að lifa af þeim 112 malay síudollumm, sem þeir fengu fyrir fi skinn (ca. 400 Ikr "82). Kannski ekki nema von að þeir reyndu að drýgja tekjurnar, með því að selja ferðamönnum aðgang að veiðiferðunum. Frá Beserah fómm við enn lengra norður með ströndinni, til Rantan Abang að skoða risaskjaldbökur, sem á þessum árstíma (maí - júlí) koma þar upp á ströndina til þess að verpa eggjum sínum í sandinn. Þær koma eingöngu upp úr sjónum á nóttunni, og aðeins á afmörkuðu svæði þarna í kringum Rantan Abang. Þetta var í byrjun varptímans og ekki margar skj aldbökur sem komu upp, en þriðju nóttina sem við vöktum tókst okkur þó að sjá eina. Risastórt ferlíki, um tonn að þyngd, sem baksaðist um í sandinum, stynjandi og blásandi. Þegar hún var búin að verpa, hafði hún mikið fyrir því að grafa aukaholur, til að villa um fyrir eggjaþjófum, og baksaðist svo að lokum örmagna aftur til baka og hvarf í sjóinn.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.