Litli Bergþór - 01.06.1991, Side 24

Litli Bergþór - 01.06.1991, Side 24
staðtilRonggumihuta. Villtumststrax,enkomum brátt að kofa, þar sem út kom maður með sveðju, heldur óárennilegur. Við spurðum þó til vegar, en hann hummaði bara og labbaði svo á undan okkur og sló grasið í vegarkantinum niður á báðar hendur með sveðjunni. Okkur leist ekki meira en svo á þetta, en leiðin var mjög ógreinileg, svo sennilega hefðum við ekki fundið hana hjálparlaust. Maðurinn reyndist vera á leiðinni að kofa ca. 1/2 tíma gang frá gistihúsinu og allur kvíði okkar vegna sveðjunnar óþarfur! Þökkuðum honum góða samfylgd - og villtumst auðvitað samstundis þegar við skildum við hann. Eftir að hafa spurt aftur og fengið nánari leiðbeiningar, löbbuðum við í eina tvo tíma gegnum gamlan fallegan frumskóg, eftir stíg, sem næstum var horfinn í laufi, barrnálum og burknum. Ahrifaríkt að ganga þarna, heyra brakið og marrið í trj ánum, vita ekki almennilega hvort þetta væru dýr, eða hvaða dýr.... Sáum þó engin dýr nema fugla og fiðrildi. Hefðum sennilega verið varaðar við ef við ættum á hættu að mæta ljónum eða eiturslöngum á leiðinni?!?.. Komum að lokum niður á vegarruðning og fylgdum honum síðasta spottann til Ranggurnihuta. Þar fórum við inn á Siboro gistihúsið, og leist svo vel á fjölskylduna, að við ákváðum að stoppa og gista." Batakfólkið, sem býr á öllu þessu svæði í kringum Tobavatn, er kristið, en annars er meirihluti Indonesa múslimir. Fólkið var yfirleitt mjög vingjarnlegt og opið, óðfúst að tala við mann og jafnvel sýna manni hýbýli sín og búskaparhætti. Enskukunnáttan var ekki alltaf upp á marga fiska, en með hj álp orðabókar, og þess hrafls, sem við höfðum lært í indónesísku, var hægt að fræðast heilmikið. Og ef það vareitthvað, sem indónesar kunnu að meta, þá var það þegar við ferðamennirnir, reyndum að tala indónesísku. Sérstaklega voru konurnar opnar og óþvingaðar, enda húsbóndar á sínu heimili, með fjárráð og lyklavöld í sínum höndum. A því lék enginn vafi! Karlmennirnir voru hinsvegar hinir verstu slæpingjar, höfðu mest yndi af því að sitja á matsölustöðum, við spil og "gambra"drykkju eða spila á gítar og syngja ástarsöngva til annarra kvenna! - Fólkið þama var reyndar upp til hópa ákaflega músíkalskt og það vareftirverumínaáSúmatra, semég "uppgötvaði" að ég gæti ekki ferðast lengur gítarlaust, og keypti mér ódýran gítar næst þegar ég kom til Penang. Eftir að hafa klifið fjallstind hinumegin á eyjunni og baðað okkur í heitu hveravatni, héldum við til baka til Tuck Tuck Timbul 11. júní. Þar var slegið upp afmælisveislu með kókosvíni og briddsspili, því við vorum svo heppnar að hitta hollending, sem spilaði líka bridds! 'Sjáið tindinn, þarnafór ég". Fjallið, sem við Anna klifum á Samósireyju. Geitur eru líka velkomnar í Guðshús á Samósir. Eftirlíking af Batakhúsi á toppi kapellunnar Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.