Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 25
Frá Samosir-eyju héldum við til Bukittingi. fjallaþorps á mið-Súmötru. Á leiðinni þangað urðum við svo frægar að komast yfir miðbaug í fyrsta skiptið í þessari ferð. Seinna gerðum við okkur sérferð á miðbaug, hoppuðum yfir hann nokkrum sinnum, til þess að geta sagt drýgindalega: "Ojú, jú, við fórum nú þó nokkrum sinnum yfir miðbaug á ferð okkarum Asíu." (Miðbaugur er málaður á veginn). Bukittingi er fallegt þorp, hreint og þokkalegt, með fallega fjallasýn og svalara loftslag en niður við ströndina. Bærinn stendur á gljúfurbarmi, en hrikaleg frumskógivaxin gljúfur eru eitt af aðaleinkennum S u m a t r a . Hitabeltisrigningarnar hafa grafið allt miðhálendið í sundur, svo vegalagning er ekki auðveld, enda er Sumatra fræg fyrir lélega vegi og ævintýralegar rútuferðir! Við lentum samt ekki í neinum ævintýrum af því tagi, því við vorum þarna á "þurrkatímanum". (Árstíðimar á Sumatra eru annars oft sagðar vera sú vota og sú votari, því það rignir alltaf eitthvað allan ársins hring.) I Bukittingi og nágrenni býr Minangkabau- þjóðflokkurinn, sem helst hefur sér til ágætis að vera kvenríkisþjóð mikil. Merkilegt að slíkt skuli viðgangast hjá jafn strangtrúuðum múslímum. Konurnar eiga jörð, hús og allar eignir og allt erfist til elstu dóttur. Synimir verða hinsvegar að fara að heiman og forframa sig áður en þeir geta gifst þessum vænu heimasætum. Það hefur orðið til þess, að margt af fyrirmönnum Indónesíu er af þessum þjóðflokki, einfaldlega af því að þeir neyddust til þess að fara að heiman og mennta sig. Minangkabau fólkið býr í fallega skreyttum húsum, með uppsveigðar burstir sem minna á buffalóhorn. (Minangkabau þýðir reyndar hinn sigursæli buffali.) Það setur sérstakan svip á landið að sjá burstir þessarra húsa gnæfa upp á bakvið bananatré og gróður hvert sem litið er. Fyrir utan skoðunarferðir, þar sem við kynntum okkur búskaparhætti og heimilisiðnað Minangkabau fólks, - s.s. sykurreyrvinnslu, tréskurð og vefnað, - fómm við í fjallgöngu upp á eldfjallið Merapi, sem gnæfir um 2000 m. yfir jafnsléttu og gaus síðast 1972. Á toppinum eru einir 3-4rjúkandi gígar, sem enn spú brennisteinsmengaðri vatnsgufu með frissi og látum. Þegar við höfðum kynnst fjölbreyttu mannlífi Súmatra, fómm við til Bukit Lavang á N-Súmatra, að skoða endur-hæfingastöð fyrir orangútur, sem lent höfðu undir mannahöndum. Áður fyrr voru orangútur oft hafðar sem gæludýr, - eins-konar stöðutákn ríka fólksins. - Ekki veit ég hvað þeir sáu við þessa apa, en þeir eru eins og litlir andskotar með rautt hárstrý, langa arma og lappir og kúlu-maga. Nærri lá að þeim yrði útrýmt og nú finnast þeir aðeins á N-Súmatra og Bomeo. En áfram skyldi haldið, vegabréfsáritunin útrunnin og við urðum að yfirgefa Súmatra eftir ánægjulegan mánuð. En eins og ég sagði frá áðan, voru viðtökurnar íPenang ekki eins ánægjulegar. Eftir 12 daga streð við lögreglu, réttarhöld og ný miðakaup, þurftum við hvíld. Ákváðum því að gleyma þessu miðatapi og skella okkur á sólarströnd norður til Thailands, til eyjarinnar Koh Samui við austurströndina. Sá skreppitúr varð að 6 vikna dvöl hjá okkur Önnu. Gauja fór hinsvegar á undan okkur eftir 2 vikur, áfram til Indónesíu og Ástralíu, enda ekki eins mikið fyrir strandlífið og við. Meira næst Dœmi um húsagerðalist Minangkabau þjóðflokksins. Yfirleitt voru bustirnar þó bara tvœr sitthvoru megin. Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.