Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 8
En veðurfar og fatnaður er ekki hinn áberandi þáttur f haustþönkum Menntlinga, Það er sumsé þessi árstfð, sem losar okkur undan járnhæl hálfmennskra skófluvéla og illilðlegra sinahnúta og leysir úr Læðingi alla þa heilaorku, sem hefur safnazt saman um sumarmánuðina, Og það er þessi árstfð, sem færir Lærða skólanum gamla nýja kyn- slóð f skiptum fyrir hina, sem er nyhorfin á braut. Og exm bergmála gangar hins aldna húss af glaðværum hlátri .... 1, tbl. Skólablaðsins átti að þessu sinni að vera tileinkað Félagsheimilinu, en endur- teknar seinkanir og tafir hafa valdið þvf, að opnun þess dregst að lfkindum nokkuð yfir útkomu blaðsins. Væntanlega verður það þó fullgert, áður en mjög er liðið á nóvember- mánuð. Það er annars helzt um útgáfu blaðsins, að erfitt hefur reynzt að fá fólk til að skrifa, eins og fyrri daginn, Er hagur blaðsins sannarle^a illa kominn er ekki berst einu sinni appelsmubörkur f kassann, Erfið- ast er að fá sjálfstæðar ritgerðir eða smá- sögur og virðist óvenjulftið framboð á þeim, Ennfremur væri æskilegt að meira bærist af skrýtlum og "gullkornum", þessu ónetan- lega kryddi á hversdagsgrámann. Þrátt fyrir þessa pennaleti er bágt að trúa þvf, andrik- ið hafi ekki enzt Menntlingum nema eitt ár, og vonum vér af heilum hug, að bót verði snarlega ráðin á þessu ófremdarástandi, Eitt stórskáld okkar fslendinga orti ein- hvern tfma; Það er satt að menntun mér mislögð vfst er fengin. Ef við hámark hana ber, hún er næstum engin, Qg enn: Hámenntaða virðum vér vora lærdómshróka, sem eru andleg igulker ótal skólabóka, En f skólum úti um lönd er sú menntun boðin: fátt er skeytt um hjarta og hönd hausinn út er troðinn, Þetta er sumsé álit skáldsins á menntun og menntamönnum, Ef til vill er þetta ekki sönn lýsing, Og ef til vill eru "andleg fgulker" ekki hin eina og óumflýjanlega fram- leiðsla skólanna, En sannleikskorn felst áreiðanlega f þessum vfsum, Eða eins og skrifað stendur: "Maðurinn lifir ekki á staglinu einu saman",,, Gunnar Norland; "Ef allir á fslandi segja; "mér langar' eftir 10 ár," Hvað á þá að gera? Siggi "bræt": "Setja Þórhall f útvarpið," Gunnar Norland; "Jailhouse Rock! ? "Er það þjóðsöngur" Litla-Hrauns eða hvað?" f TfMA f 4, 3EKK "Meter er málmstöng, sem er geymd und- ir lögreglueftirliti f Parfs," f 4,-X "57 Mottó: "Þá munu bætast harmasár hins horfna, hugsjónir rætast, þá mun aftur morgna." Bekkurinn hefur látið illa um stund, Þá lfður skyndilega draumliúft bros yfir dapurt andlit Magn, Finnb,: næsta ári fáið þið Þórhall." ÞORHALLUR f TfMA "Bólu-Hjálmar .... koma upp snarlega." NATTURUFRÆÐI f 4, - A Jóh.: Hver er hiti á 30 m dýpi? N,: Mmm,, sona 11°. Jóh,: Hefur verið grafið svo djúpt. (! ) N.: Mmm,,,jaaá sona 40 m. Jóh,: Og hverjir hafa þá gert það? N, Ja, Ætli ekki Rússinn? Þórður H,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.