Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 24

Skólablaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 24
- 20 - verði þá burtu af meðmælendaskxá, J>að þekkist ekki við neinar kosningar á fslandi og þott víðar væri leitað, að menn mæli þannig með sjálfum sér, enda strfð- ir það á móti heilbrigðri skynsemi. Ennfremur skorti það á» til þess að framboðið væri löglegt, að vanrækt hafði verið að afla skriflegs samþykkis fram- bjóðenda til framboðsins, sem þó er skylt skv„ 10, gr0 laganna um embættismanna- kosningar0 Þannig var framboð ykkar með öllu ólöglegt af tveim ástæðum, lög- legir meðmælendur 18 f stað 20 og sam- þykki frambjóðenda ekki lagt fram. Skylt er að skila framboðslista einni klukkustund áður en. skólafundur hefst, Skólafundur atti að hefjast. kl. lOf. h, en sendimaður ykkar afhenti mér listann kl0 8.45. Eg vildi gefa ykkur kost á að ganga þannig frá listanum, að unnt yrði að taka hann gildan og gaf ykkur þvf frest til kl0 9o30o Þenna frest not- uðuð þið þannig9 að kl0 9.30 lögðuð þið fram nýjan lista með aðeins einum frambjóðanda og var framboð hans lög- legt. 3. Það er rétt0 að f lögum um embættis- mannakosningar segir, að atkvæðagreiðsl- ur skuli vera með handauppréttingu, Hins vegar gat ég ekki fallizt á9 að sú staðreynd, að ég viðhafði skriflega at- kvæðagreiðslu við kosningu leiknefndar, geri kosninguna ógilda. Sannleikurinn er sá, að atkvæðagreiðsla með handa- uppréttingu var raunverulega ófram- kvæmanleg. Á umræddum skólafundi voru staddir meira en 300 nemendur. Kjósa átti 5 fulltrúa úr hópi 7 frambjóð- enda0 Enginn kjósandi mátti kjósa nema 5 rnenn. Þess var enginn kostur að hafa eftirlit með þvf, að fundarmenn réttu ekki upp hendina oftar en 5 sinnum, þ. e, 6 sinnum eða 7 sinnum. Þá ber þess að gæta, að skrifleg kosning hefir ávallt verið talin betri og öruggari. Það var t0d. talið stórt spor f lýðræðisátt, þegar teknar voru upp leynilegar, skriflegar kosningar til Alþingis f stað handaupp- réttinganna, sem áður tfðkuðust, 4. Þið teljið, að ég hafi skert málfrelsi fundarmanna á margnefndum skólafundi. Þetta er alger misskilningur, Kosning var þegar hafin, þegar þið vilduð hefja umræður, og var mér nauðugur einn kostur að slfta þeirn. Af þessu má ykkur vera Ijóst, að ég tel kæru ykkar ekki vera á rökum reista0 Hins vegar tek ég skýrt fram, að ég hefi enga löngun til að hindra þátttöku ykkar f kosning- um innan skólans, hvort heldur til leiknefndar eða annarra starfa0 Það er þvert á móti ein- læg ósk mfn, að þið takið sem öflugastan þátt f félagslffinu í skólanum og tel ég ykkur eiga að njóta þar fyllsta jafnréttis á við aðra nemendur. Að sjálfsögðu hefi ég ekki úrskurðarvald um kæru ykkar0 Eini aðilinn, sem afgreitt getur málið, er skólafundur, sem hefir æðsta vald f öllum málefnum skólafélagsins0 Ég hefi þvf ákveðið að leggja kæru ykkar fyrir skólafund. Mun hún þar hljóta endanlega af- greiðslu, Verði kæran tekin til greina af meirihluta fundarmanna, mun fara fram ný kosning til leiknefndar eftir löglegan undir- búning. Virðingarfyllst, Jakob Ármannsson inspector scholae TUSKU AFNEITAÐ Það rykti hefur á kreik komizt og undir- rituðum það mjög á brýn borið, að hann f sfð- asta gangaslag hafi gerst sekur að þeirri óhæfu, að vefja bjöllukólfinn tusku eigi alllftilli, svo að 6. bekkingar gátu honum hvergi þokað til hringingar, Það er að vfsu hið sanna f málinu, að er lfða tók að fyrrnefndum ganga- slag, tók undirrituðum að gerast nokkuð órótt innanbrjósts, er honum þótti eigi auðsýnt, hvort honum mundu kraftar endast gegn ber- serkjum og kjötrisum 6, bekkjar og tilve.ru hans þar með teflt f tvfsýnu. Tók hann loks það ráð, að hann vopnaðist blautri tusku, og kom hún að góðu haldi f bardaganum er Kjartan Jóhannsson vóð fram móti honum froðufellandi og hinn skelfilegasti aðsýndum, Slöngvaði hann að honum tuskunni góðu og barg með þvf lffi sfnu, Annað samneyti hafði undir- ritaður alls eigi við tusku þessa og skal það skýrt tekið fram, að þetta var allt önnur tuska en um kólfinn var bundið, ffngerðari mi.klu og fallegri, (Ég get verið smekkmaður á stundum ), Neita ég þvf harðlega, að hafa nokkur möl: haft við iusku þá, er skálkar settu f bjölluna né á ann- an hátt komið nálægt þeim svi'virðilega verrknaði. ömar Þ, Ragpiar sson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.