Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 23
- 19 - KOSNING LEIKNEF NDAR KÆRÐ Mér þykir hlýða að skýra frá þvf hér f blaðinu, að þriðju-bekkingar afhentu rektor fyrir nokkru kæru út af kosningu leiknefndar á sfðasta skólafundi, Rektor taldi sig ekki réttan aðila til að úrskurða um kæru þessa og afhenti mér hana til afgreiðslu, Kæran er undirrituð af 157 þriðjubekkingum og er á þessa leið: Við undirrituð, nemendur f III, bekk M, R,, leyfum okkur hér með að vfta fram- komu þeirra manna, er stóðu að undirbúningi skólafundar, f skólafélagi M, R,, og leyfum okkur einnig að kæra kosningu leiknefndar, sem fram fór á fyrrnefndum fundi, Byggjum við kæru okkar á eftirfarandi atriðum: 1) 7, gr, f Lögum um embættismannakosn- ingar hljóðar á þessa leið: Framboð til þeirra embætta, sem aðal- kjörstjórn fjallar um, skulu afhent henni skriflega, A.m.k, 20 kjörgengir sícóla- félagar skulu bera hvert nafn fram, Enginn má bera fram fleiri menn en einn f hvert embætti eða fleiri menn f hverja nefnd en þann fjölda, sem f nefndina á að kjósa, - - A þessu má sjá að sú fullyrð- ing Inspector scholae við sendimann III, bekkinga, að það yrðu að vera 20 "með- mælendur" með hverjum manni er algjör- lega röng, 2) 10, gr, f Lögum um embættismannakosn- ingar hjóðar á þessa leið: Kjörgengir eru allir þeir, sem kosninga- rétt hafa, en skriflegt samþykki þeirra, sem boðnir eru fram, þarf til sérhvers framboðs, - - Þar sem 4 af þeim, sem mæltu með þeim fimm er III, bekkur bauð fram rituðu nafn sitt, sem meðmæl- endur, er ekki hægt: að lfta öðru vfsi á það, en þeir hafi verið framboði sinu samþykkir, Og hefur þá sú fullyrðing Inspectors scholae, um að aðeins 1 af þessum fimm sé löglegur ekki við neitt að styðjast, Og 4 af 5 frambjóðendum 1JI, bekkjar eru löglegir, 3) 12, gr, f Lögum um embættismannakosn- ingar hljóðar á þessa leið: Þær kosningar, sem ekki fara fram f lok skólaárs, skulu fram fara á skólafundi, þegar þörf krefur, Atkvæðagreiðslur þar skulu vera með handauppréttingu, - - Af þessu sést að kosningarnar eru ogild- ar, þar sem þær fóru skriflega fraiíu 4) 72, gr, f Lögum um störf embættismanna segir: Inspector scholae má ekki skerða málfrelsi fundarmanna(þ.e, á skólafundum) nema þvf aðeins, að fundurinn samþykkd að skera umræður niður og skal þá eitt yfir alla ganga, - - Það er álit okkar að Inspector hafi brotið þessa reglu, þegar hann upp á sitt eindæmi skar niður umræður um fram- boð III, bekkinga, Við krefjumst að kæra þessi verði tekin til umræðu af þeim aðilum, sem það ber, og krefjumst einnig að skólafélögum verði gerð grein fyrir þeim niðurstöðum, Reykjavfk, 10, október 1958, Af þessu tilefni hefi ég hinn 17, þ.m, rit- að kærendum svohljóðandi bréf: Reykjavfk, 17, okt, 1958, Einar Hermannsson o.fl, 3, bekk Menntaskóla Reykjavfkur, Rektor hefir fengið mér f hendur kæru ykkar þriðjubekkinga út af kosningu leiknefndar og óskað eftir þvf, að ég tæki hana til af- greiðslu, Leyfi ég mér að svara kæruatrið- unum lið fyrir lið þannig: 1. Þið teljið fullyrðingu mfna við sendimann ykkar, að það yrðu að vera 20 meðmæl- endur með hverjum frambjóðanda vera algerlega ranga, Ég verð að játa, að ég skil ekki þessa lögskýringu ykkar, Það er berum orðum sagt f 7, gr, laga um embættismannakosningar, að a.m.k, 20 kjörgengir skólafélagar skuli bera hvert nafn fram, Fæ ég ekki betur séð en að ummæli mfn við sendimann ykkar hafi verið f fullu samræmi við nefnda laga- grein, Hins vegar þykist ég vita, að for- sprakkar ykkar f þessu máli hafi, viljandi eða óviljandi, skilið orð mfn svo, að eng- inn kjósandi mætti mæla með nema einum frambjóðanda, Slfk fásinna hefir að sjálf- sögðu aldrei komið mér til hugar, 2, Þegar sendimaður ykkar afhenti mér fram- boðslistann voru á honum nöfn 5 frambjóð- enda og 22 meðmælenda, en 4 þessara með- mælenda voru einnig frambjóðendur, Eg Ég tel, að ekki se unnt að taka þessa 4 menn gilda sem meðmælendur og að nema

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.