Litli Bergþór - 01.04.1996, Síða 3

Litli Bergþór - 01.04.1996, Síða 3
Ritstj ómargrein Á þessu ári er fyrirhugað að sveitarfélögin taki við rekstri grunnskólanna. Næsta skólaár verða það því forráðamenn hreppanna, sem bera ábyrgð á hvemig aðstaða verður til að veita bömum og unglingum grunnmenntun. Líklega hafa sveitarfélögin aldrei fyrr fengið svo veigamikið verkefni. Ef til vill hefur þetta verkefni heldur aldrei verið eins veigamikið og nú. Aldrei fyrr hefur unga kynslóðin haft eins mikla þörf fyrir að fá góða menntun. Þetta er kynslóð, sem fær það hlutverk að bera ábyrgð á vegferð manna eftir fyrri hluta 21. aldarinnar. Hún mun á ýmsan hátt búa við erfiðar aðstæður, sem gera miklar kröfur til hvers einstaklings. Miklar breytingar valda því að hún getur ekki nema að mjög takmörkuðu leyti stuðst við reynslu og hefðir fyrri kynslóða. Margir munu bjóða henni hamingjuna til kaups í formi ýmiskonar varnings og þjónustu og jafnvel hættulegra efna. Til alls þessa þarf hver og einn að geta tekið sjálfstæða afstöðu. Til að viðhalda raunverulegu lýðræði þarf að búa fólk undir að gera greinarmun á innantómum áróðri, sem byggist á sívaxandi tækni og möguleikum á því sviði, og raunverulegum rökum. Þessi kynslóð mun einnig bera mikla ábyrgð á því hvort þessi jörð verður byggileg áfram. Maðurinn hefur nú tæki til bæði að eyðileggja hana í einu vetfangi með kjamorkunni og einnig smátt og smátt með því að hleypa út í andrúmsloftið skaðlegum efnum. Á þessu þarf þessi kynslóð að fá raunverulegan skilning. Grunnskólamir hafa það hlutverk, flestum öðrum fremur, að búa unga fólkið undir að takast á við allt þetta. Að sjálfsögðu munu heimilin áfram hafa stórt hlutverk í þessu efni, en örar framfarir og stöðugt ný viðhorf valda því að þau þurfa mikið á aðstoð sérmenntaðs fólks að halda. Því er mikils um vert að skólamir verði vel reknir. Hætt er við að það þyki nokkuð dýrt að sinna öllum kröfum um fjölbreytta menntun í fámennum skóla. Jafnvel hér í sveit, þar sem em um 10 nemendur að meðaltali í árgangi, er vandséð að hjá því verði komist að kostnaður á hvem nemanda verði töluvert meiri en þar sem meira fjölmenni er. Þá vaknar sú spuming hvort sveitarfélagið verður reiðubúið að leggja hærra hlutfall af tekjum til skólanna, en gerist og gengur. Væntanlega verður rekstur grunnskólans stærsti útgjaldaliður hreppsins og jafnvel svo stór að þegar nauðsyn þykir á að lækka útgjöldin skiptir langmestu máli hvort tekst að ná skólakostnaðinum niður. Þetta verður þá hliðstætt og útgjöldin til heilbrigðismála hjá ríkinu. í þessu sambandi þarf að skoða möguleika á að stækka skólaumdæmið, ef til vill með samvinnu við nágrannasveitir og væntanlega væri slík hagræðing auðveldari með sameiningu sveitarfélaganna. Alla kosti þarf að athuga, en í fyrirrúmi verður að vera að tryggja uppvaxandi kynslóð eins góða og fjölbreytta menntun og mögulegt er. Og þá þarf að vera skilningur, ekki bara hjá forráðamönnum hreppsins, starfsfólki skólans og foreldrum, heldur hjá öllum íbúum sveitarinnar. A.K. Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.