Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 13
Bæn ferðamannsins
Eftirfarandi pistil fundum við hengdan uppi á vegg í breskri búð íAlgarve í Portugal. Hann er eftir þekktan háðfugl og
dálkahöfund Art Buckenwald og hafði birst í „Los Angeles Times Okkur þótti pistillinn bœði fyndinn og nokkuð
sannur, svo að honum var snarlega snarað á íslensku. Ég vona að þessi skophliðstœða, (parodoia) særi engan og læt
hér þessa „ Bæn ferðamennsins “ á þrykk útganga:
Himneski faðir! Lít til okkar, hinna aumu og hlýðnu
þræla ferðamennskunnar, sem erum dæmdir til að
ferðast um þessa jörð, til að taka myndir, senda
póstkort og að kaupa minjagripi.
Sjá til þess, Herra, að flugvélinni okkar verði ekki
rænt, farangurinn misfarist ekki og að ekki verði
tekið hart á yfirvigtinni.
Gef okkur í dag guðlega leiðsögu í leit okkar að
móteli, megi símarnir vera í lagi og símaþjónustan
tala skiljanlegt tungumál.
Leið okkur að góðum ódýrum matstöðum, þar sem
vínið er innifalið í matarverðinu. Gef okkur visku til
að reikna þjórféð réttilega, í mynt sem að við
þekkjum ekki.
Sjá til þess að íbúamir láti sér annt um okkur, vegna
þess sem við erum en ekki vegna þess sem að þeir
geti haft út úr okkur.
Veit okkur styrk til að þræða söfn, dómkirkjur og
kastala, og ef að við skrópum frá að skoða sögufrægt
minnismerki, til þess að geta fengið okkur
miðdegistór þá hafðu miskunn með okkur, því að
hold okkar er veikt.
Góði Guð, vemdaðu konur okkar fyrir kjarakaupum
sem þær hafa enga þörf fyrir og engin efni á. Leið
þær ekki í freistni, því að þær vita ekki hvað þær
gera.
Almáttugi faðir, forðaðu eiginmönnum okkar frá að
gefa erlendum konum auga, og að bera okkur saman
við þær.
Láttu þá ekki gera sig að fíflum á börum og
næturklúbbum. Framar öllu biðjum við um að þeim
verði ekki fyrirgefið, því að þeir vita nákvæmlega
hvað þeir gera.
Og þegar heim kemur, veit okkur þá náð, að firma
einhvem, sem að fæst til að skoða myndirnar og
hlusta á sögumar okkar, svo ferðalagið okkar hafi
ekki verið til einskis.
Olafur Stefánsson
Syðri Reykjum.
Litli - Bergþór 13