Litli Bergþór - 01.04.1996, Page 15
Kristbergur það eftir móður sinni.
1963. Geysinefnd stóð fyrir borun í Strokk í þeim
tilgangi að endurvekja hann. Borað var í júlí og var
holan 39,4 metrar á dýpt og kom mikið drasl upp er
hverinn var hreinsaður. Við upphaf borunar voru 1,6 m.
niður á vatnsborð, dýpt hversins 5,6 m, mikið rusl var
niður á 12 m. dýpi, en þar var komið á fast. Eina
vatnsæðin er neðst í hvernum og gaus hún strax og
borinn skar hana.
1967. Rennsli frá
Strokki mælist vera 2,5
lítrar á sekúndu ( mun
meira í gosum).
Strokkur í dag.:
Mælingar voru gerðar
á rennsli úr hverum á
Geysissvæðinu 17.
september 1994 á vegum
Náttúruvemdarráðs.
Rennsli var mælt úr þeim
hverum sem unnt var að
komast að með góðu móti
og án mikils rasks.
Niðurstöðumar hvað
Strokk varðar em þær
helstar að inn í hverinn berast um 2 lítrar á sekúndu af
vatni á 39 metra dýpi. Á þessu dýpi er vatnshitinn
líklega um 120-125 gráður, en vegna þess hve þrýstingur
er mikill nær vatnið ekki að sjóða. Vatnið í pípunni
(eða eigum við að segja borholunni !) kólnar milli gosa.
Þegar heitt vatn berst sífellt inn í botn pípunnar undir
miklum þrýstingi snögghitnar vatnið í henni og gufubólur
taka að myndast þegar suðumarki er náð, eins og gerist
þegar vatn er hitað í potti. Bólumar stíga upp í pípuna og
vatnið í henni léttist. Við það minnkar þrýstingurinn,
suðan magnast upp og mikil gufubóla myndast á nokkm
dýpi í hvemum. Hún þenst út við minnkaðan þrýsting
og aukna suðu.
Vel má sjá þegar þessi risavaxna loftbóla spýtist upp
úr hvemum og þeytir í loft upp vatninu sem fyrir er í
pípunni, þegar gos verður í hvemum.
Við þetta tæmist gospípan og vatn tekur á ný að
streyma inn í hana að neðan, og að hluta til að ofan með
því vatni sem rennur aftur ofan í holuna. Smátt og smátt
hitnar vatnið í pípunni eftir því sem rennslið að neðan
nær yfirhöndinni, suða fer af stað og hverinn gýs aftur.
Strokkur gýs nú um 9 sinnum á klukkustund, eða á
um 7 mínútna fresti að jafnaði. Eins og komið hefur
fram hegðaði hverinn sér ekki þannig áður fyrr, heldur er
þetta háttarlag til komið eftir að borað var í hann.
Aldur Strokks, þ.e.a.s. sem goshvers virðist ekki vera
hár. Það má m.a. marka af því að hans er hvergi getið í
mjög gömlum heimildum og af því að hrúðurhóllinn
kringum hann er mun lægri en hrúðurstaflinn sem hefur
myndast umhverfis Geysi. Líklegast er að hann hafi
myndast í landskjálftunum 1789.
I fyrstu hefur hann verið ákaflega öflugur og náði
iðulega 40 - 50 metra hæð og stóð oft Geysi sjálfum
ekkert að baki. Fljótlega fór þó að draga af honufn og
aðeins fjórum áratugum eftir landskjálftana miklu var
hann að mestu hættur að gjósa án hjálpar.
Mestalla 19 öldina gaus hann aðeins þegar borið var í
hann torf og grjót en þannig tókst oft að framkalla gos. í
jarðskjálftunum 1896 tók
nánast með öllu fyrir gos í
Strokki. Eftir það fór
vatnsborð í gosrásinni
lækkandi og var 1,6 m.
undir yfirborði árið 1963
þegar borað var ofan í hann
eins og fyrr er getið.
*
A að endurvekja
Geysi?
Um framtíð Strokks er
auðvitað ekkert vitað.
Líklega þrengist gospípan
með tímanum vegna
útfellinga með minnkandi
virkni í kjölfarið. Að því
kemur efalaust að ákveða þarf hvort hreinsa eigi rásina
á ný með borun eða láta hverinn afskiftalausan. Það er
málefni sem vert er að leiða hugann að, nú þegar Geysir
hefur hægt um sig .
Ef haft er í huga að Strokkur er núna „látinn“gjósa,
væri þá ekki eins hægt að framkvæma samskonar aðgerð
á Geysi ? Það yrði ef vel tækist til mikil lyftistöng fyrir
ferðaþjónustu í landinu. Sýnileg spjöll við borun verða
vart meiri en sá skurðgröftur sem fylgdi því að lækka
vatnsborð í Geysisskálinni í sama tilgangi.
Imynd Geysissvæðisins virðist ekki hafa beðið
nokkra sýnilega hnekki þótt aðalaðdráttaraflið, Strokkur
sé að hluta til manngert. I ljósi þess væri freistandi að
huga að því hvort hægt væri að endurvekja gosvirkni í
Geysi með borun, líkt og gert var við Strokk á sínum
tíma.
Ekki er að efa að slík framkvæmd myndi verða í
meira lagi umdeild, enda óvíst um árangur. Einnig er
þess að gæta að umgengni við jarðhitasvæði hefur verið
til skammar víðast hvar. Vandfundinn er sá hver eða
laug í byggð sem ekki hefur verið spillt að meira eða
minna leyti. Ekki hafa aðeins verið unnin spellvirki á
hverunum sjálfum með vanhugsuðum framkvæmdum
heldur einnig á umhverfi þeirra og því sérstaka gróðurfari
og dýralífi sem oft er í grennd við þá. Það hvílir því
mikil ábyrgð á þeim sem falið er að taka ákvarðanir um
nytjar hveranna.
Strokkur.
Litli - Bergþór 15