Litli Bergþór - 01.04.1996, Blaðsíða 19
og talsmaður allra aðila innan síns svæðis, jafnt
einstaklinga og félaga, og sér um
upplýsingamiðlun til þeirra og út á við. Hann
situr ráðstefnur og fundi, fær upplýsingar um
það sem er á döfinni í ferðamálum og rekur
erindi úr sinni heimabyggð. Það er afar
mikilvægt að einn ákveðinn aðili hafí allar
upplýsingar á einum stað og vinni að
markaðsmálum fyrir svæðið í heild.
Biskupstungnamönnum var í upphafi
rausnalega úthlutað þegar þeir fengu í sinn hlut
Gullfoss og Geysi, ómetanlegar náttúruperlur,
og þeir hafa ekki þurft að hafa ýkja mikið fyrir
því að komast inn á landakortið miðað við aðra
landshluta sem ekki voru eins lánsamir.
Hingað hafa ferðamennimir komið án þess að
heimamenn þyrftu að ná í þá. Hins vegar
megum við ekki sofna á verðinum, það er ekki
til neitt sem heitir stöðugleiki í
„ferðamannabransanum“. Það hefur sýnt sig
bæði hérlendis og erlendis að allt varðandi
ferðamenn er breytilegt frá einum tíma til
annars og það þarf stöðugt að huga að
vöruþróun, úrvali og gæðum.
Lífsstíll fjöldans í dag er frábrugðinn því
sem var fyrir aðeins fáeinum árum og
sumarfríð er hluti af lífsstílnum. Við þurfum
stöðugt að laga okkur að þörfum og óskum
gesta okkar, hvort sem þeir eru íslenskir eða
erlendir.
Kannanir hafa leitt í Ijós þróun í þá átt að
fólk tekur sér almennt ekki eins löng frí og
áður, en kýs frekar að skreppa í styttri frí
nokkrum sinnum yfir árið. Nú er t.d. vinsælt
meðal ungs fólks í Bandaríkjunum að eyða
helgi á fjarðlægum ævintýralegum stað eins og
Islandi, segja síðan frá því þegar mætt er til
vinnu á mánudegi og fá alla til að reka upp stór
augu. Önnur dæmi í þessa átt eru gestir sem
koma til Islands um áramót og á
þakkargjörðarhátíð. Islendingar hafa líka breytt
venjum sínum, átakið „Island sækjum það
heim“ o.fl. hefur borið árangur. íslendingar
ferðast meira innanlands og þeir nota í auknu
mæli þjónustu upplýsingamiðstöðva á ferðum
sínum um landið. Þeir nýta sér þá
afþreyingarmöguleika sem bjóðast á hverjum
stað s.s. bátsferðir, sleðaferðir, skoða söfn og
nýta sér staðbundna leiðsögumenn þegar hópar
fara saman. Afþreyingin er jafnvel það sem
hefur úrslitavald þegar ákveðið er hvert á að
fara t.d. með börnin.
Afþreying er tvenns konar að því leyti að
við höfum annars vegar afþreyingu sem stendur
undir sér og hins vegar afreyingu sem gefur
ekki af sér beinar tekjur, en styrkir annað sem
er til staðar. Gott dæmi um afþreyingu sem
ekki gefur beinar tekjur eru merktar gönguleiðir
og umhverfi sögustaða. Það er ýmislegt í
Ferðamálafulltrúinn og Anna Svavarsdóttir á
Drumboddsstöðum sigla á Hvítá.
íslandssögunni og þjóðsögunum okkar sem má
nota til að laða ferðamenn að, þeir stoppa frekar
ef saga fylgir t.d. klettinum eða vatninu. Á
ferðamálaráðstefnu í Vestmannaeyjum í okt. sl.
voru menn á einu máli um að skortur væri á
fjárfestingu í afþreyingarmöguleikum svo og í
markaðssetningu og menntun innan
ferðaþjónustunnar. Skv. upplýsingum frá
Byggðastofnun verður úthlutað fjármagni þaðan
til uppbyggingar á sviði afþreyinga á þessu ári
og verður það auglýst til umsóknar þegar þar að
kemur.
I Biskupstungum sé ég framtíðarverkefni í
að byggja upp fjölbreyttari
afþreyingarmöguleika. Við þurfum að vera
sveigjanleg og tilbúin til að bregðast við þörfum
og óskum ferðamannsins á hverjum tíma.
Reynsla af þáttttöku í ferðakaupstefnum
hérlendis og erlendis á undanförnum árum segir
mér að allt er breytingum háð og að hestar og
veiði er það sem útlendingar spyrja mest um í
dag. Miðað við fjölda hesta og hestamanna í
Biskupstungum mætti ætla að hæg væru
Litli - Bergþór 19