Litli Bergþór - 01.04.1996, Side 20
Hugleiðingar um ferðamál frh.
Hestar og menn í Biskupstungnaafrétti.
heimatökin á því sviði! Tölur frá
upplýsingamiðstöðvum innanlands gefa hins
vegar til kynna að íslendingar á ferð um landið
spyrja mest um gönguleiðir og það bráðvantar
okkur hér, merktar gönguleiðir þar sem sagan
og ævintýrin væru fléttuð inní. Hálendið er
gífurlega vinsælt, ferðamenn sækja í óbyggðir,
gangandi, akandi eða á hestum og þar tel ég
vera marga ónýtta möguleika. Dagsferðir upp á
hálendið, fjölbreyttar hestaferðir, gönguleiðir á
hálendinu svo eitthvað sé nefnt. Ennig má
vinna meira með umhverfið og fræga sögustaði.
En hver á að gera þessa hluti?
Möguleikarnir og hugmyndirnar eru margar, en
það vantar aðila sem eru til í nýsköpun og
framkvæmdir. Hér hafa einstaklingar gert stóra
hluti á ákveðnum sviðum t.d. við Geysi og í
Úthlíð og fleiri eru að fóta sig t.d. í Laugarási,
en til að styrkja þá staði enn frekar í sessi og
auka fjölbreytni fyrir þá sem sækja
Biskupstungur heim þarf að bæta við
möguleikum á afþreyingu í nágrenninu. Hér
með er auglýst eftir ævintýramönnum og
ofurhugum til að framkvæma góðar hugmyndir
og taka þátt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar í
Biskupstungum. Ég vil líka hvetja unga fólkið
til að kanna þá fjölbreyttu menntunarmöguleika
sem nú bjóðast og nýtast á sviði ferðamála.
Margs konar menntun getur skapað þeim
atvinnumöguleika og þátttöku í uppbyggingu
hér heima í sveit í framtíðinni.
Öll erum við í ferðaþjónustunni og skiptum
máli. Áherslan verður að vera á gæði annað er
vonlaust í samkeppninni í dag. Við verðum að
vera viss um að við séum að gera og bjóða
okkar besta. Við viljum vera umhverfísvæn og
mikið er rætt um græna ferðamennsku þar sem
heimamenn og ferðamenn lifa í samlyndi og
sátt við umhverfi og náttúru en „Erum við
ferðamannavæn?” eins og Magnús Oddsson
ferðamálastjóri spurði landsmenn í byrjun
sumars. Lítum við vingjarnlegum augum á þá
sem eru að ferðast um landið eða eru þeir bara
að þvælast fyrir okkur? Við heyrum oft talað
um „bakpokalýð” og hjólreiðamenn sem eru
óþolandi á vegunum. Ferðamennina sem vaða
yfir landið og skilja ekkert eftir. Að mínu mati
er svarið við þessu að hluta til fólgið í því að
við sjálf náum að hafa stjórn á ferðamálunum
og höfum áhrif á hvernig þau þróast í stað þess
að þau vaxi vilt. Hverja viljum við fá og hvað
viljum við með þá? Hver er sérhæfing
staðarins? Hvað ætlum við að standa fyrir?
Viðhorf heimamanna eru grundvallarforsenda
og þessa hluti þarf að skoða gaumgæfilega. Þá
þarf að fara saman m.a. þekking á viðskiptavini
og þörfum hans og eigin færni t.d. tungumál,
samskiptafærni og viðhorf til viðskiptavinarins.
Menntun og símenntun s.s. námskeið o.fl. er
orðið nauðsynlegt fyrir aðila í ferðaþjónustu.
Við verðum alltaf að halda áfram að bæta við
okkur. Því er spáð að samkeppni í
umhverfisgæðum verði framtíðin, gæði hins
daglega lífs á staðnum t.d. upplýsinga og
þjónustu.
Náttúran ein og sér er ekki nóg, nútíma
ferðamaðurinn þarf eitthvað meira, við verðum
að skemmta honum til að fá hann til að stansa.
Miðað við marga aðra ferðamannstaði er Island
grænt eða umhverfisvænt í eðli sínu, en við
þurfum að standa um það vörð og gera betur.
Það er vinsælt að koma á staði sem ekki eru
búnir til sérstaklega fyrir ferðamenn og sjá
landið og landann eins og það er náttúrulegt
eða ósnortið. En það þarf að halda vel um
taumana því slík ferðamennska er
sjálfseyðandi, það er ekki ósnortið lengur ef
fjöldinn fær að flæða yfir stjórnlaust. Mergur
málsins er, hvað viljum við gera með landið
okkar og hvað viljum við að aðrir geri? Við
verðum að hafa skoðun á því og reyna að hafa
áhrif. Slíkt hefst aðeins með samvinnu.
Litli - Bergþór 20