Litli Bergþór - 01.04.1996, Page 22

Litli Bergþór - 01.04.1996, Page 22
/ Utgarður eftir Helga Kr. Einarsson Það væri fróðlegt ef þúfurnar gætu talað, þá væri mörgum spurningum hægara að svara. Spurningum um ýmsa þætti í starfi og striti þeirra, sem erjuðu landið um liðnar aldir. Jörðin Holtakot geymir undir grassverðinum minjar, sem aðeins sumar eru sjáanlegar. í landi jarðarinnar, sem næst miðju, er örnefnið Gamlibær. Þar stóð bærinn að Holtum. Hann var farinn í eyði þegar Árni Magnússon tók jarðatalið 1709, og þá er þess getið að það sé óvíst hvenær hann fór í eyði. Enginn veit með vissu hversvegna. Þar eru leifar húsarústa. Þar voru fjárhús lengstum. Ég hef séð, við uppgröft, þegar stækkuð var heyhlaða við fjárhúsið, að um það bil 1,5 m undir yfirborði var merki um eldstæði (langeld) og þar í leyfar af járni. Þar eu líka augljósar garðhleðslur um tún (og akra?). Grúskari á þjóðskjalasafni hefur séð að þar hafi farið fram kornrækt. Foreldrar mínir fluttu að Holtakotum vorið 1925. Norðan við túnblettinn við bæinn var mjög gamall túngarður, fyrirferðarmikill, og annar miklu minni og yngri þar utar. Fyrr á öldum var það skylda bænda og annarra verkfærra manna, að vinna að garðhleðslu áður en heyannir byrjuðu. Skyldi hver verkfær maður hlaða 8 faðma langan garð ef efnið var úr torfi, en 6 faðma ef úr grjóti var, á hverju sumri, um tún, engjar eða á landamerkjum. Lágu sektir við, ef ekki var framkvæmt. Björn í Sauðlauksdal lýsir þessu öllu vel í bókinni „Atli“. Hann tíundar viðurlög og sektir allnákvæmlega. Mun hann hafa gengið all hart eftir því sjálfur, með það, sem hann varðaði. Hann lét bændur og aðra verkmenn hlaða garð í Sauðlauksdal til varnar ágangi sands. Þeir skírðu hann Ranglát. En svo segir máltækið: „Garðr er granna sættir“. Þegar við Egill bóndi í Múla fórum að hugsa um að grafa vörsluskurð á milli jarða okkar, lentum við í vanda. Landamerkjabréfum jarðanna, frá 1886, bar ekki saman. Þó hafði sama fólk skrifað undir bæði bréfin. Á þjóðskjalasafni fannst svo af tilviljun landamerkjabréf fyrir Múla frá 1834. Þá hafði búið í Múla séra Jakob Finnbogason, aðstoðarprestur séra Þórðar Halldórssonar á Torfastöðum. (1832 - 1836). í þessu bréfi er skilmerkilega tiltekið að mörkin séu „beina stefnu frá Tungufljóti eftir Útgarði, hjá Borgarhól, í markaþúfu nyrst í Nesholtum" o.s.frv. Og nú voru steinarnir, sem eiga að vera á höfuðáttum kringum markaþúfur, þarna á sínum stað. Og þarna fékk hún þá merkingu, misfellan í Nesholtunum, sem ég hafði oft brotið heilann um. Og nú urðu ummælin Ijós, um það, að staðið hafði verið yfir fjallsafninu „á Mosunum í Múlanesi, við Útgarð", nóttina fyrir Tungnaréttir. Og enn voru munnmæli eftir ábúendum í Múla, en sama ætt hafði búið þar lengi, að bændur Múla og Holtakota höfðu haft skipti á hagbeit hesta og kvífénaðar, þannig að kvíám Múla mátti beita vestur með Útholtum, en hestar frá Holtakotum ganga í staðinn á bökkum Tungufljóts, fyrir innan Útgarð. Markahóll nyrst í Útholtum er nefndur frá Múla Smalaskáli, en Smalaskáli í Holtakotalandi er annars staðar. Árið 1973 var grafinn skurður á mörkum Múla og Hjarðarlands. (Hjarðarland er helmingur flatarmáls Holtakota, skipt 1958). Og seinna annar skurður, samhliða honum, í Múlalandi frá Tungufljóti að þjóðvegi. Spildan milli þeirra er um 80 m. Við markaþúfuna á hólnum við Útgarð, nyrst í Nesholtum, sveigir garðinn til vesturs. Ekki sjást nein merki um hann í mýrinni, sem nú tekur við, enda mosableyta jafnan mikil þar. Bryndís Róbertsdóttir frá Brún, hafði áður sannað, að hægt er að rekja sig í vélgröfuskurðum við athuganir á svona mannvirkjum. Ég fékk hana því í lið við mig og við fundum greinileg merki um garðinn í báðum þessum skurðum. Stefna hans frá Nesholtunum er nær Múla, en núverandi landamörk liggja. Hún er nálægt stefnu á Múla endann. Bryndís er sérfræðingur í gjóskulögum. Hún segir garðinn hlaðinn rétt fyrir Heklugosið 1104. Oft hef ég velt fyrir mér, hversvegna Holtakotin tilheyrðu frekar Úthlíðarsókn, en t.d. Haukadalssókn. Eða, afhverju Múli er þá fremur í Haukadalssókn, þar sem Múli var í landnámi Ketilbjarnar ens gamla á Mosfelli og mörkin talin í Landnámu um Stakksá. Að vísu er sagt að Ketilbjörn hafi vísað þeim feðgum, Þorbrandi og Ásbrandi til landnáms fyrir ofan Stakksá, með búsetu í Haukadal. Mosfellingar eru taldir hafa búið í Miðdal, (Miðjum dal) fram um 1100. En þá voru Mosfellingar einnig komnir með búsetu í Haukadal. (Teitur ísleifsson, sem þar hafði verið í fóstri hjá Halli hinum milda Þórarinssyni.) Kirkjan í Úthlíð var frá fornu fari annexía frá Miðdal, en með lögum lögð til Torfastaða 1880. Litli - Bergþór 22

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.