Litli Bergþór - 01.04.1996, Side 23

Litli Bergþór - 01.04.1996, Side 23
Úthlíðarsókn er til forna þannig afmörkuð: „Að norðan: Högnhöfði, Kálfstindur í norðvesturhorn Bjarnarfells. Úr suðvestur horni Bjarnarfells, er liggur fyrir Haukadalslok, beina stefnu í Tungufljót hjá Holtakotum. Að sunnan var stefna úr Tungufljóti, um Vatnsleysuása, Arnarholtsvatn, Fullsæl og Brúará“. Hér er nú sumt ekki vel Ijóst, t.d. um Vatnsieysuása. En annað er nokkuð Ijóst. Hér kemur Útgarður til sögu. Múli lendir ekki í Úthlíðarsókn. Sunnan á Múlanum er stór, áberandi steinn, sem Markasteinn heitir. Hann er á mörkum Austurhlíðar og Múla. Þegar komið er utanmeð Hlíðum, opnast Haukadalur þegar komið er fyrir Múlann, en hann er áframhaldandi hæð af Bjarnarfelli. Ennþá er órannsakað hvort og hvar garðurinn liggur fyrir sunnan Múla, en það sem vitað er, stefnir hann á Markastein. Hitt er hulið undir þúfunum. Þessi garður var hlaðinn á tíð Gissurar (Gissröðar) biskups ísleifssonar í Skálholti. Um það leyti hófst ritöld hér á landi. Þetta var áður biskupsstóll var settur á Hólum. Um það leyti sem tíund komst í lög hér á landi. Sæmundur fróði í Odda var á góðum aldri. Magnús berfættur var þá Noregskonungur og Eiríkur góði Danakonungur. Þó þetta sé vitað, er margt hulið móðu gleymskunnar. Til dæmis hvort það var um þetta leyti, sem húskarlar höfðingjans í Haukadal, báru Bergþór úr Bláfelli heim á staðinn, svo hans jarðnesku leyfar mættu hvílast undir sinni þúfu, við lækjarniðinn og klukknakliðinn. Loftmynd af landi Holtakota og Hjarðarlands. Utgarður sést ofarlega til hœgri, nyrst í Nesholtum. Markasteinninn í Múlanum, sem vitnað er í, er efst til vinstri á myndinni, en heitir þar Klettur. Um þessar slóðir og í gömlu Tungnaréttirnar, en þœr eru neðst til hœgri á myndinni, reið fjallmaðurinn, sem segir frá á bls 24-26. Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.