Litli Bergþór - 01.04.1996, Side 26
Réttir í Tungum og á Skeiðum frh..
hringsnúning alla nóttina. Ég var óþreyttur og í góðu
skapi. Sá ég þá á sömu stundu jungfrúna sem ég hafði á
svo einkennilegan hátt reitt fyrir framan mig á
Tungnaréttadagsmorguninn. Ég bauð henni í kaffi og var
hún því fengin því hún kvaðst hafa tapað samferðafólki
sínu um nóttina. Drukkum við þar kaffi saman og
gengum svo okkur til skemmtunar um eyrarnar þar til
farið var að rétta kl. að ganga 7 um morguninn. Við
skemmtum okkur hið besta og höfum jafnan verið góðir
kunningjar síðan og minnst á réttarferðina.
Réttimar gengu vel og gerðist þar fátt sögulegt utan
dálitlar ryskingar. Skemmtun var nóg, söngur og óslitinn
dans frá kl. 7 um kvöldið til kl. 3 um daginn eða til
samans 20 klukkutíma. Og má það kallast allgóð skorpa.
Ég keypti nokkur lömb af Flóakörlum og var gott að
versla við þá ef maður gat gefið þeim hressingu.
Nú var lagt af stað úr réttum og átti að fara yfir Hvítá
á dragferjunni hjá Iðu. Við komum þangað í hálfdimmu
um kvöldið. Var þar fullt við ferjuna og gekk
flutningurinn illa yfir ána. Við komumst upp yfir er var
að verða aldimmt og þegar við vorum að leggja á hestana
heyrðum við köll úti á ánni, en sáum ekkert fyrir myrkri.
Þá hlupu nokkrir vestur með ánni þar til þeir rákust á bát á
hvolfí. Settu þeir hann á flot með sama og reru í áttina
sem köllin heyrðust. Þar fundu þeir mann sem barst fram
ána undan straumi á dauðum hesti. Þetta var maður
norðan úr Þingeyjarsýslu sem búinn var að dvelja nokkur
misseri í Tungunum. Hafði hann jafnan haldið að ekki
væri mikil hætta að sundríða Hvítá á Iðu. Hann hafði
komið að ánni um það er búið var að flytja okkur og riðið
umsvifalaust út í hana. En er hann kom út í iðukastið var
lausi hesturinn- því hann hafði tvo til reiðar- hraðsyndari
en sá sem hann reið, en taumurinn var langur. Dregur
hann nú að sér lausa hestinn sem kominn var framfyrir
hinn en við það kafar hann á makkann á þeim sem hann
reið og kaffærir höfuðið svo að hann kafnaði undir eins.
Sleppti hann nú lausa hestinum sem synti til lands en hékk
við hinn dauða þar til áðurnefndir menn björguðu honum.
Hesturinn var dreginn í land á eftir bátnum og gaf
eigandinn skrokkinn með öllu saman fátækum bónda þar í
nágrenni.
Síðan héldum við með manninn heim að Skálholti og
þurfti hann hjúkrunar við því hann hafði kólnaði í ánni.
Samt gátum við ekki annað en minnt hann á að gjöra ekki
grín að okkur Tungnamönnum þó við sundriðum ekki
Hvítá að raunalausu þar sem hann hefði nú reynt það
sjálfur og drepið hestinn undir sér. Og kvaðst hann ekki
mundu reyna það í annað sinn. Svo héldum við heim um
nóttina og höfðum mikla skemmtun af túrnum eða
réttunum yfirleitt.
Eftir réttimar var hver kallaður að þeim verkum sem
honum voru ætluð. Ég. t.d. fór í eftirleit um haustið, fór
til Reykjavíkur með rekstur. Var vinnan þar fyrir utan
smalamennska og var hún örðug þar sem ég átti heima.
Ég get nú búist við að sumir efist um sannleiksgildi
þessara sögupistla er ég hefi sent þér, Hjálmur minn, en
það get ég sannað að öll einstök atriði eru hárrétt. Hitt er
aftur ekki alveg víst að þau hafi öll komið fyrir í sömu
ferðinni en það álít ég ekki gjöra svo mikinn mismun. Að
endingu bið ég þig og þína tilheyrendur að fyrirgefa og
taka viljann fyrir verkið.
Fjallmaður (Ketill Greipsson).
Eins og mér sýnist!
Kæru sveitungar!
Mig langar aðeins til þess að þrasa í ykkur. Við búum hér í fallegri sveit, eigum góðan skóla og
ágætt félagsheimili, tölum sama tungumál, trúum flest á sama guð og erum hæfilega mörg. Ættum
við því að geta unnið saman í sátt og samiyndi.
Það þýðir ekkert að hver sitji út í sínu horni og bíði eftir því að aðrir geri hlutina.
Lífíð er ekki búið þó við séum komin með karl eða kerlingu og nokkur btirn og alls ekki þó
börnin séu flogin úr hreiðrinu. Það er hægt að gera svo margt skemmtilegt.
Það er gott fyrir alla að fara af bæ og fíflast svolítið eða láta eins og trúður, renna sér nokkrar
ferðir í rennibrautinni í sundlauginni, hlaupa á milli bæja, (eða nota orkuna í félögin í sveitinni.)
Reynum að fínna bamið í okkur sjálfum,. Við erum öll alveg þrælgóð og skemmtileg. Leyfum
því öðrum að njóta þess með okkur.
Lesist vandlega!
Oddný á Brautarhólk/
Litli - Bergþór 26